Húsbóndavaldið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. október 2019 07:15 Það voru vonbrigði að lesa yfirlýsingu menntamálaráðherra í vikunni þar sem tilkynnt var um að skipað hefði verið í nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Fyrri nefnd varð óstarfhæf eftir að Blaðamannafélag Íslands dró fulltrúa sinn úr nefndinni sökum vanhæfis hennar og bundnar voru miklar vonir við að ráðherra myndi loks láta verða af því að leggja nefndina niður. Fjölmiðlanefnd hefur frá stofnun átt sér afar lítinn tilvistargrundvöll, enda er fullkomlega óeðlilegt að opinber nefnd hafi það hlutverk að leggja stein í götu fjölmiðla og þannig þrengja að ritstjórnarlegu mati þeirra. Í stað þess að reyna að berjast fyrir tilvist sinni hefur nefndin farið í vitagagnslausar og furðulegar vegferðir til þess að sekta fjölmiðla, sem þegar berjast í bökkum. Í nýrri nefnd sitja þrír lögfræðingar og heimspekingur. Fæstir hafa reynslu af fjölmiðlum. Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að fá reynslulaust fólk til þess að skipa öðrum fyrir verkum, líkt og lögfræðingarnir, heimspekingurinn eða blaðamenn yrðu aldrei fengnir til þess að hafa afskipti af starfi pípara eða annarra sérhæfðra stétta. Blaðamannafélag Íslands hefur ítrekað bent á þessa staðreynd, og félagið raunar líkt afskiptum stjórnvalda við stefnu pólska flokksins Lög og réttur, sem hyggst setja „sérstakar reglur um blaðamenn“ og mun þannig hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun í landinu. Fyrrnefndur ráðherra fjölmiðlamála lofaði bót og betrun eftir gagnrýni félagsins, en umbæturnar urðu þó ekki meiri en svo að ráðherra hélt óþörfu starfi nefndarinnar til streitu og skipaði fjóra fjölmiðlanefndarmenn í stað fimm, þar sem engin tilnefning barst frá Blaðamannafélagi Íslands. Ráðherra þarf að átta sig á því að nefnd sem hefur engan skilning á eðli fjölmiðla getur ekki sinnt ráðgefandi hlutverki sínu. Dæmi um vanhæfi nefndarinnar var þegar Ríkisútvarpið ákvað að greiða milljónir í bætur í stað þess að draga fréttir, sem sagðar voru rangar, til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Það hefði verið kjörið tækifæri til þess að bregðast við en í stað þess úrskurðar nefndin í gríð og erg um fréttir sem skrifaðar eru upp úr færslum á Facebook. Það er þess vegna vandséð hvort tilgangur nefndarinnar, sem á að vera efling fjölmiðlalæsis og fjölbreytni, hafi skilað árangri, eða hvort hún hafi aðeins vegið að ritstjórnarfrelsi í landinu. Ráðherra þarf að átta sig á því að ríkið hefur ekki og má ekki hafa húsbóndavald yfir blaðamönnum. Þeir sem telja á sér brotið geta leitað til siðanefndar BÍ eða dómstóla og það fyrirkomulag hefur gengið prýðilega undanfarna áratugi. Ráðherra þarf að standa við yfirlýsingar sínar um endurskoðun fjölmiðlalaga og á sama tíma treysta því að blaðamennska sé unnin af heilum hug. Gott fyrsta skref væri að leggja nefndina niður og þannig spara skattgreiðendum aurinn. Útgönguleiðin gæti verið sú að nefndin uppfyllir ekki lög um fjölmiðla sem kveða á um fimm nefndarmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það voru vonbrigði að lesa yfirlýsingu menntamálaráðherra í vikunni þar sem tilkynnt var um að skipað hefði verið í nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Fyrri nefnd varð óstarfhæf eftir að Blaðamannafélag Íslands dró fulltrúa sinn úr nefndinni sökum vanhæfis hennar og bundnar voru miklar vonir við að ráðherra myndi loks láta verða af því að leggja nefndina niður. Fjölmiðlanefnd hefur frá stofnun átt sér afar lítinn tilvistargrundvöll, enda er fullkomlega óeðlilegt að opinber nefnd hafi það hlutverk að leggja stein í götu fjölmiðla og þannig þrengja að ritstjórnarlegu mati þeirra. Í stað þess að reyna að berjast fyrir tilvist sinni hefur nefndin farið í vitagagnslausar og furðulegar vegferðir til þess að sekta fjölmiðla, sem þegar berjast í bökkum. Í nýrri nefnd sitja þrír lögfræðingar og heimspekingur. Fæstir hafa reynslu af fjölmiðlum. Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að fá reynslulaust fólk til þess að skipa öðrum fyrir verkum, líkt og lögfræðingarnir, heimspekingurinn eða blaðamenn yrðu aldrei fengnir til þess að hafa afskipti af starfi pípara eða annarra sérhæfðra stétta. Blaðamannafélag Íslands hefur ítrekað bent á þessa staðreynd, og félagið raunar líkt afskiptum stjórnvalda við stefnu pólska flokksins Lög og réttur, sem hyggst setja „sérstakar reglur um blaðamenn“ og mun þannig hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun í landinu. Fyrrnefndur ráðherra fjölmiðlamála lofaði bót og betrun eftir gagnrýni félagsins, en umbæturnar urðu þó ekki meiri en svo að ráðherra hélt óþörfu starfi nefndarinnar til streitu og skipaði fjóra fjölmiðlanefndarmenn í stað fimm, þar sem engin tilnefning barst frá Blaðamannafélagi Íslands. Ráðherra þarf að átta sig á því að nefnd sem hefur engan skilning á eðli fjölmiðla getur ekki sinnt ráðgefandi hlutverki sínu. Dæmi um vanhæfi nefndarinnar var þegar Ríkisútvarpið ákvað að greiða milljónir í bætur í stað þess að draga fréttir, sem sagðar voru rangar, til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Það hefði verið kjörið tækifæri til þess að bregðast við en í stað þess úrskurðar nefndin í gríð og erg um fréttir sem skrifaðar eru upp úr færslum á Facebook. Það er þess vegna vandséð hvort tilgangur nefndarinnar, sem á að vera efling fjölmiðlalæsis og fjölbreytni, hafi skilað árangri, eða hvort hún hafi aðeins vegið að ritstjórnarfrelsi í landinu. Ráðherra þarf að átta sig á því að ríkið hefur ekki og má ekki hafa húsbóndavald yfir blaðamönnum. Þeir sem telja á sér brotið geta leitað til siðanefndar BÍ eða dómstóla og það fyrirkomulag hefur gengið prýðilega undanfarna áratugi. Ráðherra þarf að standa við yfirlýsingar sínar um endurskoðun fjölmiðlalaga og á sama tíma treysta því að blaðamennska sé unnin af heilum hug. Gott fyrsta skref væri að leggja nefndina niður og þannig spara skattgreiðendum aurinn. Útgönguleiðin gæti verið sú að nefndin uppfyllir ekki lög um fjölmiðla sem kveða á um fimm nefndarmenn.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun