Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2019 10:20 Fjöldi hjólhýsa og húsbíla er í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn og var hætta á því að eldurinn bærist í hjólhýsi í kringum hýsið þar sem eldurinn kom upp. Brunavarnir Árnessýslu Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu kviknaði í hjólhýsi og pallvirki sem byggt hafði verið í kringum hann. Talsverð hætta var á útbreiðslu elds í skóglendið sem er í kring en um klukkan 10:20 höfðu slökkviliðsmenn náð að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Enn lifir þó í glæðum í pallavirkinu og er unnið að því að slökkva í þeim. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að bæði hjólhýsið og pallavirkið séu nánast orðin að engu. Hann segir nokkur hjólahýsi í kring hafa verið í hættu en tekist hafa að afmarka eldinn við hjólhýsið þar sem hann kom upp. Pétur segir að hjólhýsi séu mjög eldfim og þau séu fjöldamörg í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. „Þannig að hættan er raunveruleg af þessu, þetta er eitthvað sem við óttumst mjög, bæði þetta og Þjórsárdalurinn,“ segir Pétur en þar er einnig sams konar byggð og líka mikill trjágróður í kring sem getur borið eldinn á milli, líkt og á Laugarvatni. Eldurinn var mikill en slökkviliðsmenn voru fljótir að slá á hann. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en Pétur segir viðbragðsaðila einmitt óttast það að einhver sé í hjólhýsunum þegar svona kemur upp. Mynd af eldinum sem birt var á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu.„Efnin sem þessi hús eru gerð úr, þetta eru gríðarlega eldfim hús og þetta furðar upp. Það sem við óttumst náttúrulega mikið er að fólk sé í einhverju af þessu þegar svona lagað hleypur af stað,“ segir Pétur. Enginn á að búa í byggðinni að sögn Péturs og kveðst hann ekki vita til þess að neinn búi þar.Fréttin var uppfærð klukkan 10:49.Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að hjólhýsi séu mjög eldfim.brunavarnir árnessýslu Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu kviknaði í hjólhýsi og pallvirki sem byggt hafði verið í kringum hann. Talsverð hætta var á útbreiðslu elds í skóglendið sem er í kring en um klukkan 10:20 höfðu slökkviliðsmenn náð að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Enn lifir þó í glæðum í pallavirkinu og er unnið að því að slökkva í þeim. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að bæði hjólhýsið og pallavirkið séu nánast orðin að engu. Hann segir nokkur hjólahýsi í kring hafa verið í hættu en tekist hafa að afmarka eldinn við hjólhýsið þar sem hann kom upp. Pétur segir að hjólhýsi séu mjög eldfim og þau séu fjöldamörg í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. „Þannig að hættan er raunveruleg af þessu, þetta er eitthvað sem við óttumst mjög, bæði þetta og Þjórsárdalurinn,“ segir Pétur en þar er einnig sams konar byggð og líka mikill trjágróður í kring sem getur borið eldinn á milli, líkt og á Laugarvatni. Eldurinn var mikill en slökkviliðsmenn voru fljótir að slá á hann. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en Pétur segir viðbragðsaðila einmitt óttast það að einhver sé í hjólhýsunum þegar svona kemur upp. Mynd af eldinum sem birt var á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu.„Efnin sem þessi hús eru gerð úr, þetta eru gríðarlega eldfim hús og þetta furðar upp. Það sem við óttumst náttúrulega mikið er að fólk sé í einhverju af þessu þegar svona lagað hleypur af stað,“ segir Pétur. Enginn á að búa í byggðinni að sögn Péturs og kveðst hann ekki vita til þess að neinn búi þar.Fréttin var uppfærð klukkan 10:49.Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að hjólhýsi séu mjög eldfim.brunavarnir árnessýslu
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira