Óskiljanleg ummæli og engin bönn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. október 2019 13:33 Kristinn og Kristján Örn. vísir/bára Eyjamennirnir Kristinn Guðmundsson og Kristján Örn Kristjánsson voru hvorugir dæmdir í bann vegna ummæla sinna eftir leik ÍBV og Aftureldingar. Framkvæmdastjóri HSÍ, Róbert Geir Gíslason, vísaði ummælunum til aganefndar þar sem þau voru tekin fyrir. Kristinn, sem er annar þjálfara liðsins, lét dómara leiksins heyra það og sagði það vera slakasta dómarapar landsins. Sérstaklega annar dómari parsins en parið er Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Aganefnd segir að ummælin séu þjálfaranum ekki til framdráttar en sér engu að síður ekki ástæðu til þess að refsa fyrir þau. Skyttan Kristján Örn lét frá sér furðulega setningu um Aftureldingu og peninga í viðtali á RÚV. Hún var svona: „Ég held að Afturelding telji peningana sína mjög dýrt núna.“ Aganefnd segir að þessi ummæli séu með öllu óskiljanleg samkvæmt orðanna hljóðan og almennri málvenju. Því sé ekki tilefni til að aðhafast.Dómur aganefndar HSÍ:1. Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna ummæla sem Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV viðhafði um dómgæslu og dómaramál í viðtölum við fjölmiðla (visir.is og mbl.is) eftir að leik ÍBV og Aftureldingar í mfl. karla 15. október sl. lauk. Í samræmi við 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var ÍBV gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð.Greinargerð hefur borist frá ÍBV. Samkvæmt 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ heimilt að vísa til aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar.Um getur verið að ræða hvers kyns ósæmilega framkomu innan eða utan leiks eða á annan hátt opinberlega. Aganefnd hefur farið yfir umrædd ummæli. Aganefnd tekur undir að þjálfarinn hefði í viðtalinu mátt viðhafa varfærnislegra orðalag og að téð ummæli séu honum ekki til framdráttar.Með vísan til fyrri fordæma er það hins vegar mat nefndarinnar að gera verður í þessum efnum, greinarmun á, annars vegar ummælum sem fela í sér almenna gagnrýni á störf dómara og hins vegar alvarlegum aðdróttunum í garð einstakra aðila, ásakanir um óheiðarleika eða aðra viðlíka háttsemi. Telur nefndin að umrædd ummæli feli fyrst og fremst í sér gagnrýni þjálfarans sem byggja á upplifun hans og hann getur að einhverju marki fært rök fyrir.Innan tjáningarfrelsis þjálfarans rúmast, að mati nefndarinnar, réttur hans til að segja, innan skynsamlegra marka, skoðun sína á frammistöðu dómara, leikmanna og skipulagi HSÍ. Með vísan til alls framangreinds er niðurstaða nefndarinnar að ummælin feli ekki í sér ósæmilega framkomu sem skaðað getur ímynd handknattleiksíþróttarinnar.Að mati nefndarinnar er ekki tilefni til að láta aðila sæta viðurlögum í máli þessu en áréttar þó mikilvægi þess að þjálfarar líkt og leikmenn liða sýni í orðum og í verki þá almennu háttvísi og framkomu sem samboðin er handknattleiksíþróttinni.2. Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna ummæla sem Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður ÍBV viðhafði um dómgæslu og dómaramál í viðtölum við fjölmiðla (ruv.is) eftir að leik ÍBV og Aftureldingar í mfl. karla 15. október sl. lauk.Í samræmi við 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var ÍBV gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð. Greinargerð hefur borist frá ÍBV. Samkvæmt 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ heimilt að vísa til aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar.Um getur verið að ræða hvers kyns ósæmilega framkomu innan eða utan leiks eða á annan hátt opinberlega. Aganefnd hefur farið yfir umrædd ummæli og telur þau með öllu óskiljanleg bæði samkvæmt orðanna hljóðan og almennri málvenju. Verða þau því ein og sér ekki talin nægjanleg til að aðila verði gert að sæta viðurlögum í máli þessu.Með vísan til alls framangreinds er niðurstaða nefndarinnar að ummælin feli ekki í sér ósæmilega framkomu sem skaðað getur ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Að mati nefndarinnar er ekki tilefni til frekari athafna í málinu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Þetta er bara ömurleg framkoma“ Eyjamenn voru ekki sáttir með dómgæsluna á þriðjudag. 17. október 2019 09:00 Kristinn Guðmundsson: Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var vonum ósáttur með eins marks tap sinna manna gegn Aftureldingu í Olís deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 24-23 sigri Aftureldingar en ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik. Kristinn lét dómara leiksins fá það óþvegið í viðtali við Vísi að leik loknum. 15. október 2019 20:44 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15 Ummæli Kristins og Kristjáns á borð agafnendar Íþróttadeild hefur fengið staðfest að ummælum Kristins Guðmundssonar og Kristjáns Kristjánssonar hefur verið vísað til aganefndar HSÍ af framkvæmdastjóra sambandsins. 17. október 2019 12:27 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Eyjamennirnir Kristinn Guðmundsson og Kristján Örn Kristjánsson voru hvorugir dæmdir í bann vegna ummæla sinna eftir leik ÍBV og Aftureldingar. Framkvæmdastjóri HSÍ, Róbert Geir Gíslason, vísaði ummælunum til aganefndar þar sem þau voru tekin fyrir. Kristinn, sem er annar þjálfara liðsins, lét dómara leiksins heyra það og sagði það vera slakasta dómarapar landsins. Sérstaklega annar dómari parsins en parið er Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Aganefnd segir að ummælin séu þjálfaranum ekki til framdráttar en sér engu að síður ekki ástæðu til þess að refsa fyrir þau. Skyttan Kristján Örn lét frá sér furðulega setningu um Aftureldingu og peninga í viðtali á RÚV. Hún var svona: „Ég held að Afturelding telji peningana sína mjög dýrt núna.“ Aganefnd segir að þessi ummæli séu með öllu óskiljanleg samkvæmt orðanna hljóðan og almennri málvenju. Því sé ekki tilefni til að aðhafast.Dómur aganefndar HSÍ:1. Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna ummæla sem Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV viðhafði um dómgæslu og dómaramál í viðtölum við fjölmiðla (visir.is og mbl.is) eftir að leik ÍBV og Aftureldingar í mfl. karla 15. október sl. lauk. Í samræmi við 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var ÍBV gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð.Greinargerð hefur borist frá ÍBV. Samkvæmt 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ heimilt að vísa til aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar.Um getur verið að ræða hvers kyns ósæmilega framkomu innan eða utan leiks eða á annan hátt opinberlega. Aganefnd hefur farið yfir umrædd ummæli. Aganefnd tekur undir að þjálfarinn hefði í viðtalinu mátt viðhafa varfærnislegra orðalag og að téð ummæli séu honum ekki til framdráttar.Með vísan til fyrri fordæma er það hins vegar mat nefndarinnar að gera verður í þessum efnum, greinarmun á, annars vegar ummælum sem fela í sér almenna gagnrýni á störf dómara og hins vegar alvarlegum aðdróttunum í garð einstakra aðila, ásakanir um óheiðarleika eða aðra viðlíka háttsemi. Telur nefndin að umrædd ummæli feli fyrst og fremst í sér gagnrýni þjálfarans sem byggja á upplifun hans og hann getur að einhverju marki fært rök fyrir.Innan tjáningarfrelsis þjálfarans rúmast, að mati nefndarinnar, réttur hans til að segja, innan skynsamlegra marka, skoðun sína á frammistöðu dómara, leikmanna og skipulagi HSÍ. Með vísan til alls framangreinds er niðurstaða nefndarinnar að ummælin feli ekki í sér ósæmilega framkomu sem skaðað getur ímynd handknattleiksíþróttarinnar.Að mati nefndarinnar er ekki tilefni til að láta aðila sæta viðurlögum í máli þessu en áréttar þó mikilvægi þess að þjálfarar líkt og leikmenn liða sýni í orðum og í verki þá almennu háttvísi og framkomu sem samboðin er handknattleiksíþróttinni.2. Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna ummæla sem Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður ÍBV viðhafði um dómgæslu og dómaramál í viðtölum við fjölmiðla (ruv.is) eftir að leik ÍBV og Aftureldingar í mfl. karla 15. október sl. lauk.Í samræmi við 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var ÍBV gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð. Greinargerð hefur borist frá ÍBV. Samkvæmt 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ heimilt að vísa til aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar.Um getur verið að ræða hvers kyns ósæmilega framkomu innan eða utan leiks eða á annan hátt opinberlega. Aganefnd hefur farið yfir umrædd ummæli og telur þau með öllu óskiljanleg bæði samkvæmt orðanna hljóðan og almennri málvenju. Verða þau því ein og sér ekki talin nægjanleg til að aðila verði gert að sæta viðurlögum í máli þessu.Með vísan til alls framangreinds er niðurstaða nefndarinnar að ummælin feli ekki í sér ósæmilega framkomu sem skaðað getur ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Að mati nefndarinnar er ekki tilefni til frekari athafna í málinu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Þetta er bara ömurleg framkoma“ Eyjamenn voru ekki sáttir með dómgæsluna á þriðjudag. 17. október 2019 09:00 Kristinn Guðmundsson: Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var vonum ósáttur með eins marks tap sinna manna gegn Aftureldingu í Olís deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 24-23 sigri Aftureldingar en ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik. Kristinn lét dómara leiksins fá það óþvegið í viðtali við Vísi að leik loknum. 15. október 2019 20:44 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15 Ummæli Kristins og Kristjáns á borð agafnendar Íþróttadeild hefur fengið staðfest að ummælum Kristins Guðmundssonar og Kristjáns Kristjánssonar hefur verið vísað til aganefndar HSÍ af framkvæmdastjóra sambandsins. 17. október 2019 12:27 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Seinni bylgjan: „Þetta er bara ömurleg framkoma“ Eyjamenn voru ekki sáttir með dómgæsluna á þriðjudag. 17. október 2019 09:00
Kristinn Guðmundsson: Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var vonum ósáttur með eins marks tap sinna manna gegn Aftureldingu í Olís deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 24-23 sigri Aftureldingar en ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik. Kristinn lét dómara leiksins fá það óþvegið í viðtali við Vísi að leik loknum. 15. október 2019 20:44
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15
Ummæli Kristins og Kristjáns á borð agafnendar Íþróttadeild hefur fengið staðfest að ummælum Kristins Guðmundssonar og Kristjáns Kristjánssonar hefur verið vísað til aganefndar HSÍ af framkvæmdastjóra sambandsins. 17. október 2019 12:27