Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2019 14:45 Oddný Anna Björnsdóttir og hampurinn sem þau hjón eru að rækta á jörð sinni í Berufirði. Oddný Anna Björnsdóttir og maður hennar Pálmi Einarsson hafa undanfarin misseri gert tilraunir með að rækta iðnaðarhamp á jörð sem þau keyptu í Berufirði í fyrra. Tóku þau hektara undir ræktarland og sáðu þremur tegundum af fræjum. Segir Oddný að þrátt fyrir afskaplega slæma tíð í sumar, kulda, þurrk og mikið rok, hafi þau hjón náð plöntunum upp í 130 sentimetra. Rætt var við Oddnýju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hampinn samofinn sögu mannkyns. Plantan finnist út um allan heim og hafi verið ræktuð og nýtt alls staðar. „Síðan var hún bönnuð og nú er hún að koma aftur, er með svona „kombakk“. Hún er ein fjölbreyttasta nytjajurt jarðarinnar og ein umhverfisvænasta plantan. Þetta er allt kannabis, kannabis er jurtategundin og iðnaðarhampur hefur verið notað um þá tegund plöntunnar sem inniheldur ekki þetta vímuefni THC,“ segir Oddný.Pálmi Einarsson með fangið fullt af hampi.Til umræðu á Alþingi að breyta lögum og regluverki Samkvæmt fíkniefnalöggjöfinni eru kannabis og allar afleiður þess skilgreindar sem ávana- og fíkniefni en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sagt að hún vilji endurskoða lög og regluverk um framleiðslu iðnaðarhamps hér á landi. Þannig eigi fordómar fólks fyrir vímuefninu THC ekki að hindra aðra notkun hampsins. Þá hafa þingmenn allra flokka á Alþingi, nema Vinstri grænna og Miðflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu sem beint er til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Í ályktuninni felst að ráðherra breyti reglugerðum og leggi fram frumvarp ef þess þarf svo gera megi sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu. CBD og THC eru helstu virku efni kannabisplöntunnar en ólíkt því síðarnefnda er hið fyrrnefnda ekki vímugjafi. Efnin eru kannabíóðar, líka kallaðir kristallar.Hér sást kristallarnir sem myndast á laufunum og blöðunum.Fjölbreytt notagildi hampsins Oddný segir hampinn hafa fjölbreytt notagildi og hún hafi þess vegna verið kölluð besta nytjajurt jarðarinnar í fjölmiðlum. Þannig sé hægt að nýta hana til dæmis til þess að búa til trefjaplötur, plast, steypu og föt. Fræin sé síðan hægt að nýta til manneldis og í fóður handa skepnum. „Við tökum fræin af henni og borðum þau beint eða gerum úr þeim olíu, hampolíu. Svo er hægt að vinna úr þessum kristöllum sem myndast á blómum og laufum plöntunnar fæðubótarefni og lyf. Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum,“ segir Oddný.Hafa getað losað sig við lyfin með því að taka CBD-olíu CBD-olía er eitthvað sem hún og Pálmi gætu búið til. Oddný segir að þurfi að breyta lögum þannig CBD falli ekki undir það sem sé bannað. „Ef fólk getur og líður betur og getur kannski læknað eða meðhöndlað alls konar vægari sjúkdóma eða vanlíðan með þessu þá ætti kostnaður heilbrigðiskerfisins að geta lækkað. Margir sem hafa verið að hafa farið að taka CBD-olíu hafa getað losað sig við eða dregið verulega úr lyfjaskammtinum, annað hvort losað sig við lyf og/eða bara minnkað lyfjaskammtinn. Ég er í sambandi við fjölda fólks, bæði fólk sem ég þekki en líka fólk sem ég hef kynnst á þessari vegferð okkar,“ segir Oddný. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Djúpivogur Garðyrkja Kannabis Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Oddný Anna Björnsdóttir og maður hennar Pálmi Einarsson hafa undanfarin misseri gert tilraunir með að rækta iðnaðarhamp á jörð sem þau keyptu í Berufirði í fyrra. Tóku þau hektara undir ræktarland og sáðu þremur tegundum af fræjum. Segir Oddný að þrátt fyrir afskaplega slæma tíð í sumar, kulda, þurrk og mikið rok, hafi þau hjón náð plöntunum upp í 130 sentimetra. Rætt var við Oddnýju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hampinn samofinn sögu mannkyns. Plantan finnist út um allan heim og hafi verið ræktuð og nýtt alls staðar. „Síðan var hún bönnuð og nú er hún að koma aftur, er með svona „kombakk“. Hún er ein fjölbreyttasta nytjajurt jarðarinnar og ein umhverfisvænasta plantan. Þetta er allt kannabis, kannabis er jurtategundin og iðnaðarhampur hefur verið notað um þá tegund plöntunnar sem inniheldur ekki þetta vímuefni THC,“ segir Oddný.Pálmi Einarsson með fangið fullt af hampi.Til umræðu á Alþingi að breyta lögum og regluverki Samkvæmt fíkniefnalöggjöfinni eru kannabis og allar afleiður þess skilgreindar sem ávana- og fíkniefni en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sagt að hún vilji endurskoða lög og regluverk um framleiðslu iðnaðarhamps hér á landi. Þannig eigi fordómar fólks fyrir vímuefninu THC ekki að hindra aðra notkun hampsins. Þá hafa þingmenn allra flokka á Alþingi, nema Vinstri grænna og Miðflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu sem beint er til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Í ályktuninni felst að ráðherra breyti reglugerðum og leggi fram frumvarp ef þess þarf svo gera megi sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu. CBD og THC eru helstu virku efni kannabisplöntunnar en ólíkt því síðarnefnda er hið fyrrnefnda ekki vímugjafi. Efnin eru kannabíóðar, líka kallaðir kristallar.Hér sást kristallarnir sem myndast á laufunum og blöðunum.Fjölbreytt notagildi hampsins Oddný segir hampinn hafa fjölbreytt notagildi og hún hafi þess vegna verið kölluð besta nytjajurt jarðarinnar í fjölmiðlum. Þannig sé hægt að nýta hana til dæmis til þess að búa til trefjaplötur, plast, steypu og föt. Fræin sé síðan hægt að nýta til manneldis og í fóður handa skepnum. „Við tökum fræin af henni og borðum þau beint eða gerum úr þeim olíu, hampolíu. Svo er hægt að vinna úr þessum kristöllum sem myndast á blómum og laufum plöntunnar fæðubótarefni og lyf. Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum,“ segir Oddný.Hafa getað losað sig við lyfin með því að taka CBD-olíu CBD-olía er eitthvað sem hún og Pálmi gætu búið til. Oddný segir að þurfi að breyta lögum þannig CBD falli ekki undir það sem sé bannað. „Ef fólk getur og líður betur og getur kannski læknað eða meðhöndlað alls konar vægari sjúkdóma eða vanlíðan með þessu þá ætti kostnaður heilbrigðiskerfisins að geta lækkað. Margir sem hafa verið að hafa farið að taka CBD-olíu hafa getað losað sig við eða dregið verulega úr lyfjaskammtinum, annað hvort losað sig við lyf og/eða bara minnkað lyfjaskammtinn. Ég er í sambandi við fjölda fólks, bæði fólk sem ég þekki en líka fólk sem ég hef kynnst á þessari vegferð okkar,“ segir Oddný. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Djúpivogur Garðyrkja Kannabis Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira