Sjálfri sér verst Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. október 2019 07:00 Hér skal ósagt látið hversu oft þau hafa heyrst orðin sem Bogi Ágústsson lét nýverið falla í fréttatíma RÚV: „Mikil óvissa ríkir nú um hvað tekur við í breskum stjórnmálum.“ Víst er að þau hafa heyrst ótal sinnum frá því úrslit í hinni ógæfulegu þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit voru ljós. Það er þungbært að horfa á þjóð kalla sjálfviljuga yfir sig glundroða og upplausn og standa síðan eftir ringluð og ráðvillt. Einmitt þannig er komið fyrir bresku þjóðinni. Misvitrir stjórnmálamenn teymdu hana út í þjóðaratkvæðagreiðslu um veru í Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni var hver lygin á fætur annarri borin á borð fyrir kjósendur. Þeir sem lugu mest og höfðu hæst áttu ekki von á að úrslit kosninganna yrðu á þann veg að Bretar höfnuðu Evrópusambandinu. Það gerðu þeir og stór hluti þeirra er nú gripinn aðskilnaðarkvíða, og það ekki að ástæðulausu. Í rúm þrjú ár hefur atburðarásin í Brexit verið eins og í kvikmyndinni Groundhog Day, hver dagur er nánast eins. Það eina sem hefur breyst er að breska þjóðin gerir sér æ betri grein fyrir því að stjórnmálamenn hennar eru duglitlir og ráðalausir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er reyndar alltaf jafn borubrattur þrátt fyrir að hann hljóti að vita innst inni að það er þjóðinni ekki fyrir bestu að standa utan Evrópusambandsins. Egóið rekur hann áfram. Hann er óneitanlega meiri karakter en forveri hans, hin sviplitla Theresa May, og töffaraleg orð hans um að hann vilji frekar liggja dauður ofan í skurði en sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins eru orðin fleyg. Kannski eru þau það eina eftirminnilega sem breskur stjórnmálamaður hefur sagt um málið í öll þessi ár. Ekki hefur leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, haft mikið fram að færa, enda gamaldags sósíalisti sem sér enga ástæðu til að berjast í þágu Evrópuhugsjónarinnar. Ólán Breta er mikið og margvíslegt og hluti af því er að Verkamannaflokkurinn skuli ekki eiga formann sem dugar. Brexit-þreytu gætir í breskum fjölmiðlum og það svo mjög að Sky sjónvarpsstöðin er farin að auglýsa hvar áhorfendur geti horft á Brexit-lausar fréttir stöðvarinnar. Fréttamenn eru orðnir leiðir á að segja frá sömu tuggum stjórnmálamannanna dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Þeir gera sér grein fyrir því að almenningur er orðinn enn þreyttari en þeir. Engin furða miðað við að sama atburðarás hefur verið í gangi í nokkur ár með engri niðurstöðu annarri en þeirri að málinu er frestað. Auðvitað átti Brexit aldrei að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsætisráðherrann sem ýtti málinu úr vör, David Cameron, er dæmi um stjórnmálamann sem brást þegar þörf var á því að hann stæði í lappirnar. Vanhæfni hans varð til þess að í dag er breska þjóðin klofin og í sárum. Í aðdraganda kosninga var hún blekkt og að henni logið. Æ fleiri átta sig á því, en of seint. Breska þjóðin var sjálfri sér verst og þarf nú að takast á við afleiðingarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Hér skal ósagt látið hversu oft þau hafa heyrst orðin sem Bogi Ágústsson lét nýverið falla í fréttatíma RÚV: „Mikil óvissa ríkir nú um hvað tekur við í breskum stjórnmálum.“ Víst er að þau hafa heyrst ótal sinnum frá því úrslit í hinni ógæfulegu þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit voru ljós. Það er þungbært að horfa á þjóð kalla sjálfviljuga yfir sig glundroða og upplausn og standa síðan eftir ringluð og ráðvillt. Einmitt þannig er komið fyrir bresku þjóðinni. Misvitrir stjórnmálamenn teymdu hana út í þjóðaratkvæðagreiðslu um veru í Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni var hver lygin á fætur annarri borin á borð fyrir kjósendur. Þeir sem lugu mest og höfðu hæst áttu ekki von á að úrslit kosninganna yrðu á þann veg að Bretar höfnuðu Evrópusambandinu. Það gerðu þeir og stór hluti þeirra er nú gripinn aðskilnaðarkvíða, og það ekki að ástæðulausu. Í rúm þrjú ár hefur atburðarásin í Brexit verið eins og í kvikmyndinni Groundhog Day, hver dagur er nánast eins. Það eina sem hefur breyst er að breska þjóðin gerir sér æ betri grein fyrir því að stjórnmálamenn hennar eru duglitlir og ráðalausir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er reyndar alltaf jafn borubrattur þrátt fyrir að hann hljóti að vita innst inni að það er þjóðinni ekki fyrir bestu að standa utan Evrópusambandsins. Egóið rekur hann áfram. Hann er óneitanlega meiri karakter en forveri hans, hin sviplitla Theresa May, og töffaraleg orð hans um að hann vilji frekar liggja dauður ofan í skurði en sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins eru orðin fleyg. Kannski eru þau það eina eftirminnilega sem breskur stjórnmálamaður hefur sagt um málið í öll þessi ár. Ekki hefur leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, haft mikið fram að færa, enda gamaldags sósíalisti sem sér enga ástæðu til að berjast í þágu Evrópuhugsjónarinnar. Ólán Breta er mikið og margvíslegt og hluti af því er að Verkamannaflokkurinn skuli ekki eiga formann sem dugar. Brexit-þreytu gætir í breskum fjölmiðlum og það svo mjög að Sky sjónvarpsstöðin er farin að auglýsa hvar áhorfendur geti horft á Brexit-lausar fréttir stöðvarinnar. Fréttamenn eru orðnir leiðir á að segja frá sömu tuggum stjórnmálamannanna dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Þeir gera sér grein fyrir því að almenningur er orðinn enn þreyttari en þeir. Engin furða miðað við að sama atburðarás hefur verið í gangi í nokkur ár með engri niðurstöðu annarri en þeirri að málinu er frestað. Auðvitað átti Brexit aldrei að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsætisráðherrann sem ýtti málinu úr vör, David Cameron, er dæmi um stjórnmálamann sem brást þegar þörf var á því að hann stæði í lappirnar. Vanhæfni hans varð til þess að í dag er breska þjóðin klofin og í sárum. Í aðdraganda kosninga var hún blekkt og að henni logið. Æ fleiri átta sig á því, en of seint. Breska þjóðin var sjálfri sér verst og þarf nú að takast á við afleiðingarnar.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun