Vilja nýta glatorku frá Elkem Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2019 06:00 Mögulegt er að endurheimta 70-80 MW af varmaorku sem fer til spillis við framleiðsluna. Fréttablaðið/Anton Brink Þróunarfélag Grundartanga og kísilver Elkem vinna nú að nýtingu þeirrar umframorku sem myndast við framleiðslu verksmiðjunnar. Í framleiðsluferlinu myndast mikill varmi sem hingað til hefur ekki verið nýttur og er þar talað um glatvarma. „Hugmyndin að baki því að nýta þennan glatvarma er að fanga þessa orku í stað þess að láta hana fara út í andrúmsloftið. Við gætum kannski endurheimt 70-80 megavött af varmaorku eða í kringum 20-30 megavött af raforku með þessu,“ segir Þorsteinn Hannesson, sérfræðingur hjá Elkem. Þorsteinn segir þetta byggja á tiltölulega vel þekktri tækni sem sé í sjálfu sér ekki mjög flókið að útfæra. Spurningin sé bara hvernig orkan verði nýtt en hún gæti bæði nýst fyrirtækjum á svæðinu sem og íbúum. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, segir mikil tækifæri liggja í verkefninu. Meðal þess sem nefnt hefur verið varðandi orkunýtingu er þörungarækt, fiskeldi og ylrækt. Nærtækasti kosturinn felist hins vegar í hitaveitu en hingað til hefur þurft að nýta raforku til að hita húsnæði og neysluvatn. „Við höfum í rauninni unnið að þessu í rúmt ár núna og höfum verið að fikra okkur lengra og lengra. Núna erum við að teikna upp fýsileikann af verkefninu og skoða hvernig við komum þessu á koppinn,“ segir Ólafur.Ólafur Adolfsson, formaður Þrounarfélags Grundartanga.Hann segir að ráðast þurfi í umtalsverðar fjárfestingar til þess að verkefnið verði að veruleika. „Við ætlum að fara eins langt og við komumst og teljum að þetta sé mjög hagfellt. Þetta samrýmist þeirri hugsun sem Þróunarfélagið stendur fyrir. Þarna erum við í rauninni að koma í veg fyrir sóun á orku.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að kortleggja verkefnið þokkalega vel. „Við erum að viða að okkur hugmyndum og opna umræðu við hugsanlega samstarfsaðila.“ Elkem stefnir að því að framleiðslan verði kolefnishlutlaus árið 2040 og er glatvarminn hluti af þeirri vinnu. Fái glatvarmaverkefnið fullan meðbyr og takist að fjármagna það gæti það í heild orðið að veruleika eftir um áratug. Þó gætu ýmis minni verkefni orðið að veruleika mun fyrr. Þannig hefur verið skoðað í samstarfi við Lífland, sem rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga, að útvega gufu til að þurrka fóðrið. Með því að nýta gufu frá Elkem í stað þess að framleiða hana með olíu, gæti kolefnissporið minnkað um þúsund tonn af CO2 á ári. Þróunarfélagið og Elkem vinna einnig að nýtingu kolefnis en það verkefni er skemmra á veg komið. Meðal annars er til skoðunar binding koldíoxíðs með niðurdælingu eins og gert hefur verið í Hellisheiðarvirkjun. Ólafur bendir á að kolefnið sé verðmætt og margar leiðir til að nýta það. Verksmiðja Elkem losar um 450 þúsund tonn af CO2 á ári sem er milli 11 og 12 prósent af heildarlosun Íslands. „Við gætum til dæmis framleitt lífdísil fyrir allan fiskiskipaflotann á Íslandi. Það er auðvitað stórt og flókið verkefni en samræmist okkar áherslum því markmiðið er auðvitað að ná kolefnissporinu niður í núll,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Þróunarfélag Grundartanga og kísilver Elkem vinna nú að nýtingu þeirrar umframorku sem myndast við framleiðslu verksmiðjunnar. Í framleiðsluferlinu myndast mikill varmi sem hingað til hefur ekki verið nýttur og er þar talað um glatvarma. „Hugmyndin að baki því að nýta þennan glatvarma er að fanga þessa orku í stað þess að láta hana fara út í andrúmsloftið. Við gætum kannski endurheimt 70-80 megavött af varmaorku eða í kringum 20-30 megavött af raforku með þessu,“ segir Þorsteinn Hannesson, sérfræðingur hjá Elkem. Þorsteinn segir þetta byggja á tiltölulega vel þekktri tækni sem sé í sjálfu sér ekki mjög flókið að útfæra. Spurningin sé bara hvernig orkan verði nýtt en hún gæti bæði nýst fyrirtækjum á svæðinu sem og íbúum. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, segir mikil tækifæri liggja í verkefninu. Meðal þess sem nefnt hefur verið varðandi orkunýtingu er þörungarækt, fiskeldi og ylrækt. Nærtækasti kosturinn felist hins vegar í hitaveitu en hingað til hefur þurft að nýta raforku til að hita húsnæði og neysluvatn. „Við höfum í rauninni unnið að þessu í rúmt ár núna og höfum verið að fikra okkur lengra og lengra. Núna erum við að teikna upp fýsileikann af verkefninu og skoða hvernig við komum þessu á koppinn,“ segir Ólafur.Ólafur Adolfsson, formaður Þrounarfélags Grundartanga.Hann segir að ráðast þurfi í umtalsverðar fjárfestingar til þess að verkefnið verði að veruleika. „Við ætlum að fara eins langt og við komumst og teljum að þetta sé mjög hagfellt. Þetta samrýmist þeirri hugsun sem Þróunarfélagið stendur fyrir. Þarna erum við í rauninni að koma í veg fyrir sóun á orku.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að kortleggja verkefnið þokkalega vel. „Við erum að viða að okkur hugmyndum og opna umræðu við hugsanlega samstarfsaðila.“ Elkem stefnir að því að framleiðslan verði kolefnishlutlaus árið 2040 og er glatvarminn hluti af þeirri vinnu. Fái glatvarmaverkefnið fullan meðbyr og takist að fjármagna það gæti það í heild orðið að veruleika eftir um áratug. Þó gætu ýmis minni verkefni orðið að veruleika mun fyrr. Þannig hefur verið skoðað í samstarfi við Lífland, sem rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga, að útvega gufu til að þurrka fóðrið. Með því að nýta gufu frá Elkem í stað þess að framleiða hana með olíu, gæti kolefnissporið minnkað um þúsund tonn af CO2 á ári. Þróunarfélagið og Elkem vinna einnig að nýtingu kolefnis en það verkefni er skemmra á veg komið. Meðal annars er til skoðunar binding koldíoxíðs með niðurdælingu eins og gert hefur verið í Hellisheiðarvirkjun. Ólafur bendir á að kolefnið sé verðmætt og margar leiðir til að nýta það. Verksmiðja Elkem losar um 450 þúsund tonn af CO2 á ári sem er milli 11 og 12 prósent af heildarlosun Íslands. „Við gætum til dæmis framleitt lífdísil fyrir allan fiskiskipaflotann á Íslandi. Það er auðvitað stórt og flókið verkefni en samræmist okkar áherslum því markmiðið er auðvitað að ná kolefnissporinu niður í núll,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira