Franco grafinn upp í óþökk afkomenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. október 2019 19:00 Öfgamenn mótmæltu því í dag að Franco væri grafinn upp. AP/Manu Fernandez Embættismenn og afkomendur einræðisherrans Franciscos Franco, sem stýrði Spáni frá 1939 til 1975, söfnuðust saman við grafhýsi hans í Dal hinna föllnu norður af Madríd í dag. Ríkisstjórn Spánar náði þá loks því markmiði sínu að grafa harðstjórann upp til þess að flytja hann úr grafhýsinu. Verkið var ekki auðvelt enda skýldu marmaraplötur og tvö tonn graníts Franco. Barátta ríkisstjórnarinnar hefur verið nokkuð löng, enda höfðu bæði afkomendur Francos og spænskir öfgaíhaldsmenn talað gegn áformunum. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í síðasta mánuði og úrskurðaði ríkisstjórninni í vil. Í grunninn gengur afstaða Pedros Sánchez forsætisráðherra út á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Þar eigi ekki að upphefja Franco.Mótmæltu stjórnvöldum Öfgamenn og afkomendur mótmæltu harðlega í dag. „Hann er saga Spánar, hvað sem þér finnst um það. Og ég segi það sem kaþólikki, þau leyfa fjölskyldu minni ekki að grafa hann þar sem við viljum. Þau leyfa ekki heldur messu fyrir hinn látna. Þau saurga grafhýsið,“ sagði Macarena Martinez Bordiu, ættingi Francos. Chen Xianwei var við mótmæli nærri nýjum legstað Francos þegar AP náði tali af honum. „Ég er kominn hingað fyrir framtíð Spánar og barna minna og alla þá Spánverja sem hér búa. Lengi lifi Spánn og lengi lifi Franco. Lengi lifi spænsk saga,“ sagði hann.Grafinn við hlið konu sinnar Líkið var flutt í Mingorrubio-kirkjugarðinn þar sem Carmen Polo, eiginkona Francos, er grafin. Er sá legstaður öllu látlausari en grafhýsið, sem hýsir einnig lík þúsunda þeirra sem börðust gegn sveitum Francos í borgarastyrjöldinni. Á meðan borgarastyrjöldinni stóð og í kjölfar hennar gerðu sveitir Francos skipulagðar hreinsanir á stjórnarandstæðingum. Talið er að allt að 200.000 hafi verið myrt og allt að 400.000 fangelsuð. Spánn Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Embættismenn og afkomendur einræðisherrans Franciscos Franco, sem stýrði Spáni frá 1939 til 1975, söfnuðust saman við grafhýsi hans í Dal hinna föllnu norður af Madríd í dag. Ríkisstjórn Spánar náði þá loks því markmiði sínu að grafa harðstjórann upp til þess að flytja hann úr grafhýsinu. Verkið var ekki auðvelt enda skýldu marmaraplötur og tvö tonn graníts Franco. Barátta ríkisstjórnarinnar hefur verið nokkuð löng, enda höfðu bæði afkomendur Francos og spænskir öfgaíhaldsmenn talað gegn áformunum. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í síðasta mánuði og úrskurðaði ríkisstjórninni í vil. Í grunninn gengur afstaða Pedros Sánchez forsætisráðherra út á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Þar eigi ekki að upphefja Franco.Mótmæltu stjórnvöldum Öfgamenn og afkomendur mótmæltu harðlega í dag. „Hann er saga Spánar, hvað sem þér finnst um það. Og ég segi það sem kaþólikki, þau leyfa fjölskyldu minni ekki að grafa hann þar sem við viljum. Þau leyfa ekki heldur messu fyrir hinn látna. Þau saurga grafhýsið,“ sagði Macarena Martinez Bordiu, ættingi Francos. Chen Xianwei var við mótmæli nærri nýjum legstað Francos þegar AP náði tali af honum. „Ég er kominn hingað fyrir framtíð Spánar og barna minna og alla þá Spánverja sem hér búa. Lengi lifi Spánn og lengi lifi Franco. Lengi lifi spænsk saga,“ sagði hann.Grafinn við hlið konu sinnar Líkið var flutt í Mingorrubio-kirkjugarðinn þar sem Carmen Polo, eiginkona Francos, er grafin. Er sá legstaður öllu látlausari en grafhýsið, sem hýsir einnig lík þúsunda þeirra sem börðust gegn sveitum Francos í borgarastyrjöldinni. Á meðan borgarastyrjöldinni stóð og í kjölfar hennar gerðu sveitir Francos skipulagðar hreinsanir á stjórnarandstæðingum. Talið er að allt að 200.000 hafi verið myrt og allt að 400.000 fangelsuð.
Spánn Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira