Upplýst ákvarðanataka Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 25. október 2019 11:30 Á dögunum samþykkti bæjarstjórn Kópavogs umdeilt samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en við Píratar vorum eini flokkurinn sem studdi það ekki í atvæðagreiðslu bæjarstjórnar. Samkomulagið fjallar um uppbyggingu samgönguinnviða næstu fimmtán árin, bæði áætlun um framkvæmdir og fjármögnun þeirra – en það er einmitt það síðarnefnda sem helsta gagnrýnin snýr að. Í upphafi nefni ég að okkur öllum þykir helstu markmið samkomulagsins góð. Þau taka á lífsnauðsynlegu umferðaröryggi, eflingu almenningssamgangna og styttingu ferðatíma svo fátt eitt sé nefnt. Allt markmið að bættu samfélagi, auknum lífsgæðum og auknu frelsi, og stóra atriðið er auðvitað að við hreinlega verðum að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að breyta ferðavenjum og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Loftslagið okkar má alls ekki við áframhaldandi sinnuleysi og óbreyttu ástandi í samgöngumálum. Eitt af yfirlýstum markmiðum samkomulagsins varðar einmitt kolefnishlutlaust samfélag, en raunar er það umdeilanlegt hvort innihald sáttmálans sé í takt við umhverfissjónarmið almennt. Er það ekki hrópandi mótsögn að setja rúmlega sexfalt meira fjármagn í að greiða fyrir bílaumferð heldur en að bæta stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi? Aðgerðir eins og að setja vegi í stokk og fjölga akreinum eru nefnilega alls ekki til þess fallnar að draga úr umferð, þvert á móti. Jú, vissulega stefnum við á orkuskipti í bílaflotanum og rafbílar menga mikið minna en en bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti. Þeir auka þó umferðina jafnmikið, spæna upp vegina og valda þannig bæði loftmengun og töfum. Það hvernig samkomulagið var kynnt vakti strax efasemdir og tortyggni, enda var það komið á það stig að vera tilbúið til undirritunar þegar kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum fengu loks kynningu á innihaldi þess. Er það ekki skrýtið að hvorki hinn almenni bæjarfulltrúi, né fulltrúar í umhverfis- og samgöngunefndum sveitarstjórnanna sem eiga aðkomu að samkomulaginu, hafi fengið kost á að koma með athugasemdir sem yrðu svo teknar til greina einhversstaðar í ferlinu? Þetta er hluti af þeirri menningu sem ríkir í pólitík á Íslandi að einungis þeir sem efstu stöðurnar hafa koma að vinnu samkomulagsins og hafa þannig áhrif á komandi kynslóðir til frambúðar. Þetta meirihlutaræði er óháð flokkum og sést það best á því hverjir gagnrýna samkomulagið mest. Það fer ekki eftir flokkslínum heldur meirihlutum. Það er því skýrt að þetta er menning, eða öllu réttara ómenning, sem þarf að uppræta. Opnara ferli hefði gefið fleirum tækifæri á aðkomu, sem hefði líklega leitt til betri afurðar ásamt því að auka traust, bæði til samkomulagsins og stjórnmála í heild. Við Píratar í Kópavogi höfðum mikið samráð við grasrót flokksins í aðdraganda afgreiðslu í bæjarstjórn. Við héldum félagsfundi, ræddum við Pírata í borg og á þingi og rýndum og ræddum samkomulagið í þaula. Að lokum buðum við félagsmönnum að kjósa um afstöðu til þess í kosningakerfi okkar og ljóst var að ekki var stuðningur fyrir því. Öll eru sammála um að samkomulagið fjalli um nauðsynlegar samgönguúrbætur en óvissan um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér er þess valdandi að okkur þótti ekki tækt að samþykkja það. Í ljósi þess að samkomulagið hefur nú verið samþykkt er mikilvægt að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið sjálft var. Mestu máli skiptir að í þeirri útfærslu verði hvorki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Samgöngur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Tengdar fréttir Loðin stefna sjálfstæðismanna Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 24. október 2019 14:15 Loðin stefna Pírata Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 23. október 2019 13:00 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Á dögunum samþykkti bæjarstjórn Kópavogs umdeilt samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en við Píratar vorum eini flokkurinn sem studdi það ekki í atvæðagreiðslu bæjarstjórnar. Samkomulagið fjallar um uppbyggingu samgönguinnviða næstu fimmtán árin, bæði áætlun um framkvæmdir og fjármögnun þeirra – en það er einmitt það síðarnefnda sem helsta gagnrýnin snýr að. Í upphafi nefni ég að okkur öllum þykir helstu markmið samkomulagsins góð. Þau taka á lífsnauðsynlegu umferðaröryggi, eflingu almenningssamgangna og styttingu ferðatíma svo fátt eitt sé nefnt. Allt markmið að bættu samfélagi, auknum lífsgæðum og auknu frelsi, og stóra atriðið er auðvitað að við hreinlega verðum að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að breyta ferðavenjum og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Loftslagið okkar má alls ekki við áframhaldandi sinnuleysi og óbreyttu ástandi í samgöngumálum. Eitt af yfirlýstum markmiðum samkomulagsins varðar einmitt kolefnishlutlaust samfélag, en raunar er það umdeilanlegt hvort innihald sáttmálans sé í takt við umhverfissjónarmið almennt. Er það ekki hrópandi mótsögn að setja rúmlega sexfalt meira fjármagn í að greiða fyrir bílaumferð heldur en að bæta stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi? Aðgerðir eins og að setja vegi í stokk og fjölga akreinum eru nefnilega alls ekki til þess fallnar að draga úr umferð, þvert á móti. Jú, vissulega stefnum við á orkuskipti í bílaflotanum og rafbílar menga mikið minna en en bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti. Þeir auka þó umferðina jafnmikið, spæna upp vegina og valda þannig bæði loftmengun og töfum. Það hvernig samkomulagið var kynnt vakti strax efasemdir og tortyggni, enda var það komið á það stig að vera tilbúið til undirritunar þegar kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum fengu loks kynningu á innihaldi þess. Er það ekki skrýtið að hvorki hinn almenni bæjarfulltrúi, né fulltrúar í umhverfis- og samgöngunefndum sveitarstjórnanna sem eiga aðkomu að samkomulaginu, hafi fengið kost á að koma með athugasemdir sem yrðu svo teknar til greina einhversstaðar í ferlinu? Þetta er hluti af þeirri menningu sem ríkir í pólitík á Íslandi að einungis þeir sem efstu stöðurnar hafa koma að vinnu samkomulagsins og hafa þannig áhrif á komandi kynslóðir til frambúðar. Þetta meirihlutaræði er óháð flokkum og sést það best á því hverjir gagnrýna samkomulagið mest. Það fer ekki eftir flokkslínum heldur meirihlutum. Það er því skýrt að þetta er menning, eða öllu réttara ómenning, sem þarf að uppræta. Opnara ferli hefði gefið fleirum tækifæri á aðkomu, sem hefði líklega leitt til betri afurðar ásamt því að auka traust, bæði til samkomulagsins og stjórnmála í heild. Við Píratar í Kópavogi höfðum mikið samráð við grasrót flokksins í aðdraganda afgreiðslu í bæjarstjórn. Við héldum félagsfundi, ræddum við Pírata í borg og á þingi og rýndum og ræddum samkomulagið í þaula. Að lokum buðum við félagsmönnum að kjósa um afstöðu til þess í kosningakerfi okkar og ljóst var að ekki var stuðningur fyrir því. Öll eru sammála um að samkomulagið fjalli um nauðsynlegar samgönguúrbætur en óvissan um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér er þess valdandi að okkur þótti ekki tækt að samþykkja það. Í ljósi þess að samkomulagið hefur nú verið samþykkt er mikilvægt að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið sjálft var. Mestu máli skiptir að í þeirri útfærslu verði hvorki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Loðin stefna sjálfstæðismanna Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 24. október 2019 14:15
Loðin stefna Pírata Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 23. október 2019 13:00
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar