Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. október 2019 21:00 Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. Stór hluti stráka í efstu bekkjum grunnskóla horfir reglulega á klám og eykst áhorfið eftir því sem þeir eldast. Þannig horfir um þriðjungur á klám einu sinni eða oftar í viku í áttunda bekk en hlutfallið er komið í tvo þriðju í tíunda bekk. Hlutfallið hjá stelpunum er um þrjú prósent í áttunda bekk og átta prósent í tíunda bekk. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, segir að ungt fólk eigi oft erfitt með að átta sig á því hvað sé kynlíf og hvað ofbeldi. Það komi berlega í ljós í smáskilaboðum á netinu. „Í skilaboðum þá er kannski strákur að reyna við stelpu og það byrjar vel, hann segir: Mér finnst þú ótrúlega sæt, getum við hist? Og svo er næsta setning nánast beint út úr klámmynd þar sem hann er að biðja um að meiða hana.“ Kynhegðun breytist með auknu klámáhorfi. „Strákar sem horfa reglulega á klám, einu sinni í viku eða oftar, þá langar að stunda oftar kynlíf sem snýst um valdaójafnvægi og niðurlægingu. Þá langar að prófa að leika eftir það sem þeir hafa séð, í mörgum tilvikum þannig þeir eru að valda bólfélaga sínum skaða.“ Áhorfið geti líka valdið getuleysi. „Strákar eru að lenda í því að þurfa að nota klám sem hækju í kynlífi, þeir ná ekki reisn, ná ekki að halda reisn og fá ekki að klára og fá fullnægingu því þeir eru orðnir það háðir grófu klámi að kynlíf dugar ekki til þannig að þeir eru farnir að kaupa sér rislyf í kringum tvítugt.“ Þá segir hún mikinn þrýsting á að stelpur sendi nektarmyndir af sér. Þá séu smáskilaboð milli unglinga að verða stöðugt grófari. Oft séu myndirnar svo misnotaðar og fara á klámsíður á netinu. „Við vitum af síðum á netinu sem geyma mörg hundruð myndir af íslenskum ungmennum. Þar er bara skipst á myndum af þeim eins og fótboltaspjöldum.“ Börn og uppeldi Jafnréttismál Kynlíf Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. Stór hluti stráka í efstu bekkjum grunnskóla horfir reglulega á klám og eykst áhorfið eftir því sem þeir eldast. Þannig horfir um þriðjungur á klám einu sinni eða oftar í viku í áttunda bekk en hlutfallið er komið í tvo þriðju í tíunda bekk. Hlutfallið hjá stelpunum er um þrjú prósent í áttunda bekk og átta prósent í tíunda bekk. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, segir að ungt fólk eigi oft erfitt með að átta sig á því hvað sé kynlíf og hvað ofbeldi. Það komi berlega í ljós í smáskilaboðum á netinu. „Í skilaboðum þá er kannski strákur að reyna við stelpu og það byrjar vel, hann segir: Mér finnst þú ótrúlega sæt, getum við hist? Og svo er næsta setning nánast beint út úr klámmynd þar sem hann er að biðja um að meiða hana.“ Kynhegðun breytist með auknu klámáhorfi. „Strákar sem horfa reglulega á klám, einu sinni í viku eða oftar, þá langar að stunda oftar kynlíf sem snýst um valdaójafnvægi og niðurlægingu. Þá langar að prófa að leika eftir það sem þeir hafa séð, í mörgum tilvikum þannig þeir eru að valda bólfélaga sínum skaða.“ Áhorfið geti líka valdið getuleysi. „Strákar eru að lenda í því að þurfa að nota klám sem hækju í kynlífi, þeir ná ekki reisn, ná ekki að halda reisn og fá ekki að klára og fá fullnægingu því þeir eru orðnir það háðir grófu klámi að kynlíf dugar ekki til þannig að þeir eru farnir að kaupa sér rislyf í kringum tvítugt.“ Þá segir hún mikinn þrýsting á að stelpur sendi nektarmyndir af sér. Þá séu smáskilaboð milli unglinga að verða stöðugt grófari. Oft séu myndirnar svo misnotaðar og fara á klámsíður á netinu. „Við vitum af síðum á netinu sem geyma mörg hundruð myndir af íslenskum ungmennum. Þar er bara skipst á myndum af þeim eins og fótboltaspjöldum.“
Börn og uppeldi Jafnréttismál Kynlíf Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum