Ellefu ára fangelsi fyrir að kasta félaga sínum niður af sjöundu hæð Sylvía Hall skrifar 26. október 2019 10:55 Maðurinn var myrtur í Fyllingsdalen í Bergen á síðasta ári. Vísir/Getty 22 ára karlmaður í Noregi hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að myrða hinn 21 árs gamla Sebastian Seterås þann 23. mars á síðasta ári. Seterås lést eftir að honum var kastað niður af sjöundu hæð íbúðablokkar í Fyllingsdalen í Bergen. Seterås og maðurinn höfðu verið að skemmta sér saman fyrr um kvöldið og ákváðu því næst að fara heim til mannsins í Fyllingsdalen þar sem hann bjó ásamt móður sinni. Stuttu síðar kom upp ágreiningur á milli þeirra, meðal annars um hver skyldi borga fyrir áfengisflösku sem þeir höfðu keypt, og þróaðist rifrildið fljótt út í slagsmál. Í vitnisburði sínum lýsti maðurinn slagsmálum þeirra og sagðist hann hafa fengið töluverða ánægju út úr ofbeldinu. Þegar ofbeldið hófst hafi hann misst alla stjórn og „sprungið“. Hann hafi ekki getað hætt og upplifði sig valdamikinn. Eftir að hafa slegið Seterås nokkrum höggum í höfuð og andlit sló hann flöskunni í höfuð hans með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Við það missti Seterås meðvitund og segist maðurinn hafa orðið skelfingu lostinn og haldið að hann væri látinn. Hann hafi því ákveðið að kasta honum niður af sjöundu hæð, en fallið var um 22 metrar. Maðurinn hringdi því næst á lögreglu og sagði Seterås hafa framið sjálfsvíg. Þá sagðist hann hafa reynt að koma í veg fyrir það en það hafi ekki gengið sem skyldi. Móðir mannsins var heima á þeim tíma er árásin varð og hlaut hún tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu, en henni er gefið að sök að hafa ekki kallað á læknishjálp eftir að Seterås hafði verið kastað niður og var sökuð um að hafa reynt að fjarlægja sönnunargögn af vettvangi. Krufning hefur leitt í ljós að dánarorsök Seterås voru alvarlegir höfuðáverkar en helsta ágreiningsmál réttarhaldanna var meðal annars hvort hann hafi verið látinn áður en honum var kastað niður. Dómararnir töldu líklegast að hann hafi verið enn á lífi fyrir fallið en litu til þess að maðurinn hefði ólíklega getað vitað að það þegar hann tók þá ákvörðun að kasta honum niður. Noregur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
22 ára karlmaður í Noregi hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að myrða hinn 21 árs gamla Sebastian Seterås þann 23. mars á síðasta ári. Seterås lést eftir að honum var kastað niður af sjöundu hæð íbúðablokkar í Fyllingsdalen í Bergen. Seterås og maðurinn höfðu verið að skemmta sér saman fyrr um kvöldið og ákváðu því næst að fara heim til mannsins í Fyllingsdalen þar sem hann bjó ásamt móður sinni. Stuttu síðar kom upp ágreiningur á milli þeirra, meðal annars um hver skyldi borga fyrir áfengisflösku sem þeir höfðu keypt, og þróaðist rifrildið fljótt út í slagsmál. Í vitnisburði sínum lýsti maðurinn slagsmálum þeirra og sagðist hann hafa fengið töluverða ánægju út úr ofbeldinu. Þegar ofbeldið hófst hafi hann misst alla stjórn og „sprungið“. Hann hafi ekki getað hætt og upplifði sig valdamikinn. Eftir að hafa slegið Seterås nokkrum höggum í höfuð og andlit sló hann flöskunni í höfuð hans með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Við það missti Seterås meðvitund og segist maðurinn hafa orðið skelfingu lostinn og haldið að hann væri látinn. Hann hafi því ákveðið að kasta honum niður af sjöundu hæð, en fallið var um 22 metrar. Maðurinn hringdi því næst á lögreglu og sagði Seterås hafa framið sjálfsvíg. Þá sagðist hann hafa reynt að koma í veg fyrir það en það hafi ekki gengið sem skyldi. Móðir mannsins var heima á þeim tíma er árásin varð og hlaut hún tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu, en henni er gefið að sök að hafa ekki kallað á læknishjálp eftir að Seterås hafði verið kastað niður og var sökuð um að hafa reynt að fjarlægja sönnunargögn af vettvangi. Krufning hefur leitt í ljós að dánarorsök Seterås voru alvarlegir höfuðáverkar en helsta ágreiningsmál réttarhaldanna var meðal annars hvort hann hafi verið látinn áður en honum var kastað niður. Dómararnir töldu líklegast að hann hafi verið enn á lífi fyrir fallið en litu til þess að maðurinn hefði ólíklega getað vitað að það þegar hann tók þá ákvörðun að kasta honum niður.
Noregur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira