Ellefu ára fangelsi fyrir að kasta félaga sínum niður af sjöundu hæð Sylvía Hall skrifar 26. október 2019 10:55 Maðurinn var myrtur í Fyllingsdalen í Bergen á síðasta ári. Vísir/Getty 22 ára karlmaður í Noregi hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að myrða hinn 21 árs gamla Sebastian Seterås þann 23. mars á síðasta ári. Seterås lést eftir að honum var kastað niður af sjöundu hæð íbúðablokkar í Fyllingsdalen í Bergen. Seterås og maðurinn höfðu verið að skemmta sér saman fyrr um kvöldið og ákváðu því næst að fara heim til mannsins í Fyllingsdalen þar sem hann bjó ásamt móður sinni. Stuttu síðar kom upp ágreiningur á milli þeirra, meðal annars um hver skyldi borga fyrir áfengisflösku sem þeir höfðu keypt, og þróaðist rifrildið fljótt út í slagsmál. Í vitnisburði sínum lýsti maðurinn slagsmálum þeirra og sagðist hann hafa fengið töluverða ánægju út úr ofbeldinu. Þegar ofbeldið hófst hafi hann misst alla stjórn og „sprungið“. Hann hafi ekki getað hætt og upplifði sig valdamikinn. Eftir að hafa slegið Seterås nokkrum höggum í höfuð og andlit sló hann flöskunni í höfuð hans með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Við það missti Seterås meðvitund og segist maðurinn hafa orðið skelfingu lostinn og haldið að hann væri látinn. Hann hafi því ákveðið að kasta honum niður af sjöundu hæð, en fallið var um 22 metrar. Maðurinn hringdi því næst á lögreglu og sagði Seterås hafa framið sjálfsvíg. Þá sagðist hann hafa reynt að koma í veg fyrir það en það hafi ekki gengið sem skyldi. Móðir mannsins var heima á þeim tíma er árásin varð og hlaut hún tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu, en henni er gefið að sök að hafa ekki kallað á læknishjálp eftir að Seterås hafði verið kastað niður og var sökuð um að hafa reynt að fjarlægja sönnunargögn af vettvangi. Krufning hefur leitt í ljós að dánarorsök Seterås voru alvarlegir höfuðáverkar en helsta ágreiningsmál réttarhaldanna var meðal annars hvort hann hafi verið látinn áður en honum var kastað niður. Dómararnir töldu líklegast að hann hafi verið enn á lífi fyrir fallið en litu til þess að maðurinn hefði ólíklega getað vitað að það þegar hann tók þá ákvörðun að kasta honum niður. Noregur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
22 ára karlmaður í Noregi hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að myrða hinn 21 árs gamla Sebastian Seterås þann 23. mars á síðasta ári. Seterås lést eftir að honum var kastað niður af sjöundu hæð íbúðablokkar í Fyllingsdalen í Bergen. Seterås og maðurinn höfðu verið að skemmta sér saman fyrr um kvöldið og ákváðu því næst að fara heim til mannsins í Fyllingsdalen þar sem hann bjó ásamt móður sinni. Stuttu síðar kom upp ágreiningur á milli þeirra, meðal annars um hver skyldi borga fyrir áfengisflösku sem þeir höfðu keypt, og þróaðist rifrildið fljótt út í slagsmál. Í vitnisburði sínum lýsti maðurinn slagsmálum þeirra og sagðist hann hafa fengið töluverða ánægju út úr ofbeldinu. Þegar ofbeldið hófst hafi hann misst alla stjórn og „sprungið“. Hann hafi ekki getað hætt og upplifði sig valdamikinn. Eftir að hafa slegið Seterås nokkrum höggum í höfuð og andlit sló hann flöskunni í höfuð hans með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Við það missti Seterås meðvitund og segist maðurinn hafa orðið skelfingu lostinn og haldið að hann væri látinn. Hann hafi því ákveðið að kasta honum niður af sjöundu hæð, en fallið var um 22 metrar. Maðurinn hringdi því næst á lögreglu og sagði Seterås hafa framið sjálfsvíg. Þá sagðist hann hafa reynt að koma í veg fyrir það en það hafi ekki gengið sem skyldi. Móðir mannsins var heima á þeim tíma er árásin varð og hlaut hún tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu, en henni er gefið að sök að hafa ekki kallað á læknishjálp eftir að Seterås hafði verið kastað niður og var sökuð um að hafa reynt að fjarlægja sönnunargögn af vettvangi. Krufning hefur leitt í ljós að dánarorsök Seterås voru alvarlegir höfuðáverkar en helsta ágreiningsmál réttarhaldanna var meðal annars hvort hann hafi verið látinn áður en honum var kastað niður. Dómararnir töldu líklegast að hann hafi verið enn á lífi fyrir fallið en litu til þess að maðurinn hefði ólíklega getað vitað að það þegar hann tók þá ákvörðun að kasta honum niður.
Noregur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira