Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Hafsteinn Briem hafa báðir framlengt samninga sína við félagið til tveggja ára. Ásgeir kom í fyrra frá Fylki en Hafsteinn er uppalinn HK-ingur sem kom til baka árið 2018. Frábærar fréttir að halda þessum leikmönnum í röðum HK
Áfram HK! pic.twitter.com/ATpCkno1dr
— HK (@HK_Kopavogur) October 26, 2019
Ásgeir, sem er 32 ára, kom til HK frá Fylki síðasta vetur og var lykilmaður í Kópavogsliðinu í sumar. Hann lék 19 leiki í Pepsi Max-deildinni og skoraði eitt mark.
Hafsteinn, sem er 28 ára, er uppalinn HK-ingur sem sneri aftur til liðsins 2018. Hann meiddist í upphafi tímabils í fyrra og sneri ekki aftur fyrr undir lok síðasta tímabils.
Hafsteinn kom inn á þegar HK tapaði fyrir Val, 2-0, í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í síðasta mánuði. Það var fyrsti leikur hans fyrir HK í efstu deild í ellefu ár.