Íslandsbanki ætti að biðja fjölmiðla afsökunar Sylvía Hall skrifar 27. október 2019 18:00 „Þetta er aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, um stefnu Íslandsbanka að auglýsa ekki í fjölmiðlum með áberandi kynjahalla. Hjálmar var í viðtali í þjóðmálaþættinum Víglínan í dag ásamt Ólínu Þorvarðardóttur Kjerúlf þar sem þessi mál voru rædd. Hjálmar sagði það vera ómögulegt fyrir bankann að ætla að skipta sér að því hvað fjölmiðlar fjalli um. Það fari einfaldlega eftir því sem er til umræðu hverju sinni og skylda fjölmiðla fælist í því að upplýsa almenning um málefni líðandi stundar. Auglýsendur ættu ekki að skipta sér af umfjöllunarefni fjölmiðla.Sjá einnig: BÍ fordæmir aðgerðir Íslandsbanka fortakslaust í harðorðri ályktun „Auðvitað ætti Íslandsbanki að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á því að hafa komið svona fram við fjölmiðla í þessu landi.“ Hjálmar sagði fjölmiðla vera frábrugðna öðrum fyrirtækjum sem bankinn kjósi að eiga viðskipti við. Þess utan snerist málið ekki um jafnréttismál og benti Hjálmar á að bankinn væri ekki kynjajafnaður vinnustaður. „Það er eins og þetta fólk lifi í einhverri búbblu og haldi að kynin séu ekki mismunandi og hafi mismunandi áhugamál og svo framvegis. Hvað hefur það með jafnrétti að gera? Ekki neitt.“Viðbrögðin meiri við jafnréttisstefnunni en umhverfisstefnunni Ólína Þorvarðardóttir Kjerúlf, þjóðfræðingur og fyrrum blaðamaður, benti á að fjölmiðlar hefðu lögbundnar skyldur til þess að sinna kynjajafnrétti og passa upp á ekki yrði kynjahalli í efnistökum né í starfi þeirra. Þá þyrfti að líta til þess að fjölmiðlar væru margir hverjir í eigu sérhagsmunaafla sem reyndu að nýta dagskrárvaldið til að koma ákveðinni stefnu í gegn. „Ég sé ekki blaðamannafélagið sýna miklar áhyggjur af því,“ sagði Ólína. Hún sagðist vera hugsi yfir þeim viðbrögðum sem hafa orðið vegna þess að fjármálastofnun ákvað að setja markmið Sameinuðu þjóðanna á dagskrá í sinni starfsemi sem eigi að stuðla að betra samfélagi. Þau markmið megi einnig finna í íslenskri löggjöf en þrátt fyrir það hallaði enn á konur í íslenskum fjölmiðlum. „Ég tek nefnilega eftir því að æsingurinn er ekki út af áherslum bankans í loftslagsmálum heldur út af þessum kynjajafnréttisáherslum. Þá er eins og það spretti alltaf upp þetta gamla ofnæmisviðbragð sem maður sér alltaf gjósa upp þegar málið fer að snúast um karla og konur.“„Fjölmiðlar hafa bara eina skyldu“ Hjálmar var ósammála þeirri fullyrðingu Ólínu að fjölmiðlar hefðu margvíslegum skyldum að gegna í samfélaginu. Þeirra eina skylda væri skyldan við sannleikann. „Fjölmiðlar hafa bara eina skyldu, og fjölmiðlamenn hafa bara eina skyldu. Það er skyldan við sannleikann og það er skyldan við að gagnrýna samfélagið, hvort sem það er jafnrétti, hvort sem það er loftslagsþróun eða hvað sem er,“ sagði Hjálmar. „Skylda blaðamanns númer eitt, tvö og þrjú er að vera gagnrýninn, og við hefðum ekki verið gagnrýnin í gegnum tíðina og ef við hefðum ekki sett mál á dagskrá sem eru umdeild, þá væri þetta samfélag ekki í dag þar sem það er.“ Hann sagði sannleikann veita samfélaginu og blaðamönnum sjálfum besta aðhaldið og hann stuðlaði jafnframt að mesta gagnsæinu. Skoðanir einstaklinga skiptu ekki máli í því samhengi, og þá sérstaklega ekki í tilfelli blaðamanna. „Skoðanir mínar á kvótakerfinu eða skoðanir mínar á ESB, eiga þær að hafa áhrif á vinnu mína sem blaðamaður? Nei, þær mega ekki hafa áhrif á vinnu mína sem blaðamaður.“ Ólína sagði það ekki vera rétt að blaðamenn hefðu bara eina skyldu þar sem þeir hefðu, samkvæmt lögum, margþættum skyldum að gegna. Í því samhengi minnti hún á ályktun fjölmiðlanefndar þar sem blaðamenn voru áminntir um að þeir hefðu sérstökum skyldum gagnvart lýðræðinu að gegna. „Auðvitað hafa fjölmiðlar þessa skyldu og hún er innbyggð. Það er ekkert til umræðu hér að fara að beita einhverjum annarlegum þrýstingi til þess að fá fjölmiðla til að fjalla um einhverja sérhagsmuni. Þetta snýst um að hér eru sameiginleg grunngildi.“ Fjölmiðlar Víglínan Tengdar fréttir Kvenréttindafélagið fagnar framtaki Íslandsbanka Kvenréttindafélag Íslands segist fagna framtaki Íslandsbanka að að færa viðskipti sín til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem búi ekki við afgerandi kynjahalla. Þetta kemur fram í ályktun félagsins. 25. október 2019 14:30 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
„Þetta er aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, um stefnu Íslandsbanka að auglýsa ekki í fjölmiðlum með áberandi kynjahalla. Hjálmar var í viðtali í þjóðmálaþættinum Víglínan í dag ásamt Ólínu Þorvarðardóttur Kjerúlf þar sem þessi mál voru rædd. Hjálmar sagði það vera ómögulegt fyrir bankann að ætla að skipta sér að því hvað fjölmiðlar fjalli um. Það fari einfaldlega eftir því sem er til umræðu hverju sinni og skylda fjölmiðla fælist í því að upplýsa almenning um málefni líðandi stundar. Auglýsendur ættu ekki að skipta sér af umfjöllunarefni fjölmiðla.Sjá einnig: BÍ fordæmir aðgerðir Íslandsbanka fortakslaust í harðorðri ályktun „Auðvitað ætti Íslandsbanki að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á því að hafa komið svona fram við fjölmiðla í þessu landi.“ Hjálmar sagði fjölmiðla vera frábrugðna öðrum fyrirtækjum sem bankinn kjósi að eiga viðskipti við. Þess utan snerist málið ekki um jafnréttismál og benti Hjálmar á að bankinn væri ekki kynjajafnaður vinnustaður. „Það er eins og þetta fólk lifi í einhverri búbblu og haldi að kynin séu ekki mismunandi og hafi mismunandi áhugamál og svo framvegis. Hvað hefur það með jafnrétti að gera? Ekki neitt.“Viðbrögðin meiri við jafnréttisstefnunni en umhverfisstefnunni Ólína Þorvarðardóttir Kjerúlf, þjóðfræðingur og fyrrum blaðamaður, benti á að fjölmiðlar hefðu lögbundnar skyldur til þess að sinna kynjajafnrétti og passa upp á ekki yrði kynjahalli í efnistökum né í starfi þeirra. Þá þyrfti að líta til þess að fjölmiðlar væru margir hverjir í eigu sérhagsmunaafla sem reyndu að nýta dagskrárvaldið til að koma ákveðinni stefnu í gegn. „Ég sé ekki blaðamannafélagið sýna miklar áhyggjur af því,“ sagði Ólína. Hún sagðist vera hugsi yfir þeim viðbrögðum sem hafa orðið vegna þess að fjármálastofnun ákvað að setja markmið Sameinuðu þjóðanna á dagskrá í sinni starfsemi sem eigi að stuðla að betra samfélagi. Þau markmið megi einnig finna í íslenskri löggjöf en þrátt fyrir það hallaði enn á konur í íslenskum fjölmiðlum. „Ég tek nefnilega eftir því að æsingurinn er ekki út af áherslum bankans í loftslagsmálum heldur út af þessum kynjajafnréttisáherslum. Þá er eins og það spretti alltaf upp þetta gamla ofnæmisviðbragð sem maður sér alltaf gjósa upp þegar málið fer að snúast um karla og konur.“„Fjölmiðlar hafa bara eina skyldu“ Hjálmar var ósammála þeirri fullyrðingu Ólínu að fjölmiðlar hefðu margvíslegum skyldum að gegna í samfélaginu. Þeirra eina skylda væri skyldan við sannleikann. „Fjölmiðlar hafa bara eina skyldu, og fjölmiðlamenn hafa bara eina skyldu. Það er skyldan við sannleikann og það er skyldan við að gagnrýna samfélagið, hvort sem það er jafnrétti, hvort sem það er loftslagsþróun eða hvað sem er,“ sagði Hjálmar. „Skylda blaðamanns númer eitt, tvö og þrjú er að vera gagnrýninn, og við hefðum ekki verið gagnrýnin í gegnum tíðina og ef við hefðum ekki sett mál á dagskrá sem eru umdeild, þá væri þetta samfélag ekki í dag þar sem það er.“ Hann sagði sannleikann veita samfélaginu og blaðamönnum sjálfum besta aðhaldið og hann stuðlaði jafnframt að mesta gagnsæinu. Skoðanir einstaklinga skiptu ekki máli í því samhengi, og þá sérstaklega ekki í tilfelli blaðamanna. „Skoðanir mínar á kvótakerfinu eða skoðanir mínar á ESB, eiga þær að hafa áhrif á vinnu mína sem blaðamaður? Nei, þær mega ekki hafa áhrif á vinnu mína sem blaðamaður.“ Ólína sagði það ekki vera rétt að blaðamenn hefðu bara eina skyldu þar sem þeir hefðu, samkvæmt lögum, margþættum skyldum að gegna. Í því samhengi minnti hún á ályktun fjölmiðlanefndar þar sem blaðamenn voru áminntir um að þeir hefðu sérstökum skyldum gagnvart lýðræðinu að gegna. „Auðvitað hafa fjölmiðlar þessa skyldu og hún er innbyggð. Það er ekkert til umræðu hér að fara að beita einhverjum annarlegum þrýstingi til þess að fá fjölmiðla til að fjalla um einhverja sérhagsmuni. Þetta snýst um að hér eru sameiginleg grunngildi.“
Fjölmiðlar Víglínan Tengdar fréttir Kvenréttindafélagið fagnar framtaki Íslandsbanka Kvenréttindafélag Íslands segist fagna framtaki Íslandsbanka að að færa viðskipti sín til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem búi ekki við afgerandi kynjahalla. Þetta kemur fram í ályktun félagsins. 25. október 2019 14:30 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Kvenréttindafélagið fagnar framtaki Íslandsbanka Kvenréttindafélag Íslands segist fagna framtaki Íslandsbanka að að færa viðskipti sín til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem búi ekki við afgerandi kynjahalla. Þetta kemur fram í ályktun félagsins. 25. október 2019 14:30
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00