Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2019 13:30 Rannsókninni var hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. vísir/getty Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. Var rannsókninni hætt þar sem rannsakendur töldu það ekki siðferðislega verjandi að halda henni áfram í ljósi þess að börnin dóu. Að því er segir í umfjöllun Guardian er ekki til staðar neitt alþjóðlegt og almennt samkomulag varðandi það hvernig eigi að hafa umsjón með því þegar konur ganga fram yfir þegar ekki er um áhættumeðgöngu að ræða. Það er þó almennt talið að því fylgi aukin áhætta fyrir móður og barn ef meðgangan er lengri en 41 vika. Háskólasjúkrahúsið Sahlgrenska í Gautaborg leiddi rannsóknina. Var markmiðið að rannsaka 10 þúsund konur á fjórtán spítölum víðs vegar um landið.Vísindamennirnir ekki viljað tjá sig um málið Konum sem gengnar voru 40 vikur var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þær sem tóku þátt var síðan skipt handahófskennt í tvo hópa. Konurnar í öðrum hópnum voru settar af stað í byrjun viku 42 en konurnar í hinum hópnum á viku 43, ef þær voru þá þegar ekki farnar af stað. Þegar rannsókninni var hætt í október í fyrra hafði hún náð til 2.500 kvenna, sem er mun minna en lagt var upp með. Rannsakendur töldu engu að síður dauða barnanna sex gefa það sterklega til kynna að mikil aukin áhætta fylgdi því að láta meðgöngu halda áfram þar til á 43. viku. Engin börn létust í þeim hópi þar sem konur voru settar af stað í byrjun viku 42. Fyrst var fjallað um rannsóknina í sænskum fjölmiðlum í sumar en vísindamennirnir vilja ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en búið er að birta niðurstöðurnar í ritrýndu læknatímariti. Ýmislegt tengt rannsókninni má hins vegar finna í doktorsritgerð eins af rannsakendunum sem nýlega var birt á vef háskólans í Gautaborg. Höfundurinn telur að rannsóknin geti leitt til þess að ekki verði mælt með því að konur gangi með börn lengra fram yfir en eina viku. Þannig hefur Sahlgrenska-sjúkrahúsið, sem fór fyrir rannsókninni, ákveðið að breyta sínum viðmiðum og bjóða konum sem fara fram yfir að hefja fæðingu í viku 41, hafi þær ekki þá þegar fætt barnið. Svíþjóð Vísindi Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. Var rannsókninni hætt þar sem rannsakendur töldu það ekki siðferðislega verjandi að halda henni áfram í ljósi þess að börnin dóu. Að því er segir í umfjöllun Guardian er ekki til staðar neitt alþjóðlegt og almennt samkomulag varðandi það hvernig eigi að hafa umsjón með því þegar konur ganga fram yfir þegar ekki er um áhættumeðgöngu að ræða. Það er þó almennt talið að því fylgi aukin áhætta fyrir móður og barn ef meðgangan er lengri en 41 vika. Háskólasjúkrahúsið Sahlgrenska í Gautaborg leiddi rannsóknina. Var markmiðið að rannsaka 10 þúsund konur á fjórtán spítölum víðs vegar um landið.Vísindamennirnir ekki viljað tjá sig um málið Konum sem gengnar voru 40 vikur var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þær sem tóku þátt var síðan skipt handahófskennt í tvo hópa. Konurnar í öðrum hópnum voru settar af stað í byrjun viku 42 en konurnar í hinum hópnum á viku 43, ef þær voru þá þegar ekki farnar af stað. Þegar rannsókninni var hætt í október í fyrra hafði hún náð til 2.500 kvenna, sem er mun minna en lagt var upp með. Rannsakendur töldu engu að síður dauða barnanna sex gefa það sterklega til kynna að mikil aukin áhætta fylgdi því að láta meðgöngu halda áfram þar til á 43. viku. Engin börn létust í þeim hópi þar sem konur voru settar af stað í byrjun viku 42. Fyrst var fjallað um rannsóknina í sænskum fjölmiðlum í sumar en vísindamennirnir vilja ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en búið er að birta niðurstöðurnar í ritrýndu læknatímariti. Ýmislegt tengt rannsókninni má hins vegar finna í doktorsritgerð eins af rannsakendunum sem nýlega var birt á vef háskólans í Gautaborg. Höfundurinn telur að rannsóknin geti leitt til þess að ekki verði mælt með því að konur gangi með börn lengra fram yfir en eina viku. Þannig hefur Sahlgrenska-sjúkrahúsið, sem fór fyrir rannsókninni, ákveðið að breyta sínum viðmiðum og bjóða konum sem fara fram yfir að hefja fæðingu í viku 41, hafi þær ekki þá þegar fætt barnið.
Svíþjóð Vísindi Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira