Fótbolti

Bale veit ekki hver forsætisráðherra Bretlands er

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bale hefur leikið með Real Madrid síðan 2013.
Bale hefur leikið með Real Madrid síðan 2013. vísir/getty
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid og velska landsliðsins, fylgist lítið með heimsmálunum, svo lítið að hann veit ekki hver forsætisráðherra Bretlands er. Og hann veit ekkert um Brexit.

„Það hefur einhver áhrif á mig fjárhagslega, varðandi fjárfestingar og annað slíkt, en ég les eiginlega ekkert af bullinu sem er skrifað. Í sannleika sagt veit ég nánast ekkert um Brexit. Ég veit ekki einu sinni lengur hver er forsætisráðherra Bretlands,“ sagði Bale við Telegraph.

Walesverjinn hélt að Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra Bretlands, væri enn borgarstjóri Lundúna. Hann gegndi því starfi á árunum 2008-16.

Golf er aðaláhugamál hins þrítuga Bale og á hug hans allan.

„Ég fylgist bara með golfi. Ég get sagt þér hver er efstur á heimslistanum,“ sagði Bale sem hefur verið gagnrýndur fyrir að eyða of miklum tíma á golfvellinum í stað þess að blanda geði við liðsfélaga sína hjá Real Madrid.

Bale var nálægt því að fara til Kína í sumar áður en Real Madrid ákvað að halda honum. Bale hefur leikið sjö leiki með Real Madrid á tímabilinu og skorað tvö mörk.

Bale hélt að Johnson væri enn borgarstjóri Lundúna.vísir/getty

Tengdar fréttir

Reynir enn á ný að boða til kosninga

Boris Johnson forsætisráðherra Breta ætlar að reyna enn á ný í dag að fá þingmenn til að samþykkja kosningar þann 12. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×