Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2019 13:30 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minnkandi traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðrofs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna.Niðurstöður þjóðarpúls Gallups leiða í ljós að þeim Íslendingum sem treysta Þjóðkirkjunni hafi fækkað um helming en þriðjungur þjóðarinnar ber mikið traust til kirkjunnar, að því er fram kemur á vef Gallups. Er þróunin niður á við frá aldamótum.Leitað var skýringa á þessum niðurstöðum hjá Biskupi Íslands sem í samtali við RÚV taldi hugarfarslegar og tæknilegar ástæður vera fyrir því að traustið færi þverrandi. Þá var hún spurð að því hvaða áhrif hún teldi það hafa haft að hætt var að kenna kristinfræði sem sérstakt fag í grunnskólum.„Það hefur orðið siðrof held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir. Það náttúrulega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis biblíusögurnar eða í skólanum á verður framtíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til. Ef maður veit ekki að eitthvað er til þá skiptir það mann engu máli, fyrr en kannski allt í einu að eitthvað kemur uppá,“ sagði Agnes.Rétt er að halda því til haga að þó að kristinfræði sé ekki lengur kennd í grunnskólum er trúarbragðafræði kennd. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er trúarbragðafræði „ætlað að auka skilning á ríkjandi trúarbrögðum og ólíkum trúarhefðum með umburðarlyndi og víðsýni að leiðarljósi.“ Eiga nemendur til dæmis að geta komið auga á dæmi um áhrif Biblíunnar á samfélagið, svo dæmi séu tekin.En hvað er siðrof? Á Vísindavefnum kemur fram að hugtakið sé þekktast úr ritum franska félagsfræðingsins Émiles Durkheims. Orðið siðrof sé notað til þýðingar á franska orðinu „anomie“ sem þýðir lögleysa eða siðleysi. „Oftast er talað er um siðrof þegar siðferðileg viðmið og almennt viðurkennd gildi í samfélagi víkja fyrir siðleysi og upplausn eða sem getuleysi til þess að uppfylla siðferðisstaðla samfélagsins,“ segir á Vísindavefnum. Telur að frekar megi rekja siðrofið til afnáms lykkjuskriftarkennslu Segja má að siðrof sé orð dagsins og hafa fjörugar umræður um ummæli Agnesar farið fram á samfélagsmiðlum í dag. Sgnfræðingurinn Stefán Pálsson er einn af þeim sem hefur lagt orð í belg og segir hann að ekki ætti að slá tilgátu Agnesar út af borðinu, heldur taka hana alvarlega og kanna nánar. Samkvæmt orðum Agnesar sé siðrofið unga fólkinu að kenna, sem ekki fái lengur kennslu í kristinfræði. „Ég og Agnes lærðum kristinfræði í skóla og heyrum því til þess hluta þjóðarinnar sem erum betri manneskjur, en fólkið undir 35 ára aldrinum eru manneskjur af verri sortinni - eða sökudólgar siðrofsins eins og við skulum kalla þau. Reyndar rímar þetta ekki við reynslu mína af lífinu, en hver veit nema að nánari athugun leiði í ljós að flest þjóðfélagsmein séu í raun á ábyrgð þessa sinnulausa og sjálfhverfa fólks undir 35 ára?“ segir Stefán á Facebook og bætir reyndar við í athugasemd við eigin færslu að sjálfur gæli hann við þá kenningu að siðrofið hafi átt sér stað þegar hætt var að kenna lykkjuskrift í skólum og skipt hafi verið yfir í ítölsku skriftina.Stefán Pálsson, mögulega að skála fyrir siðrofinu.Fréttablaðið/GVAUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er ein af þeim sem tjáir sig um málið og í ummælum við færslu Stefáns bendir hún á að sjálf sé hún ekki orðin þrítug en hafi þó fengið kristinfræðikennslu í grunnskóla, og yfirleitt fengið tíu í einkunn. „Er reglulega kennt um siðferðislega hnignun samfélagsins samt sem áður...“Bendir á að kristnifræðikennslulausa unga fólkið treysti biskup betur en aðrir Þá bendir Píratinn Halldór Auðar Svansson að innbyggð þversögn sé í orðum biskups, þar sem hún njóti mests trausts hjá fólki undir þrítugu. „Það er líka áhugavert í þessu samhengi að biskupinn sjálfur nýtur mests trausts hjá yngsta aldursflokknum, fólki undir 30, Það rímar frekar illa við kenninguna um siðrof samhliða breyttum kennsluháttum,“ skrifar Halldór á Facebook og bætir við að traust í garð kirkjunnar eigi sér miklu flóknari skýringar en að kristnifræðikennslu hafi verið breytt í trúarbragðakennslu. „Ég held að það sé bara gott almennt viðmið að sá sem traustsmælingin beinist að er sjaldnast með góðar skýringar sjálfur á því þegar traustið er af skornum skammti,“ skrifar Halldór. Þá vekja þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson og Eva Hauksdóttir athygli á því að útskýring Agnesar sé líklega ekki til þess fallin að auka vinsældir kirkjunnar. „Nú er ég ekki skoðanakannanafræðingur, en er ekki líklegt að það minnki traustið enn frekar að kalla þjóðina siðlausa fyrir að svara vitlaust í könnuninni?“ skrifar Andrés á Twitter. Eva segir útskýringuna vera „holdtekju langsóttra skýringa á óvinsældum.“ „Um þriðjungur Íslendinga ber traust til Þjóðkirkjunnar og enn færri treysta biskupnum. Orsökin er ekki frammistaða biskups í embætti heldur „siðrof" í kjölfar fráhvarfs frá trúarlegri innrætingu í leik- og grunnskólum (sem þó gengur ekki mjög langt). Þetta er sennilega það vandræðalegasta sem frú Agnes hefur látið út úr sér opinberlega hingað til og er þó af nógu að taka,“ skrifar Eva.Nú er ég ekki skoðanakannanafræðingur, en er ekki líklegt að það minnki traustið enn frekar að kalla þjóðina siðlausa fyrir að svara vitlaust í könnuninni? — Andrés Ingi (@andresingi) October 29, 2019 Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minnkandi traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðrofs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna.Niðurstöður þjóðarpúls Gallups leiða í ljós að þeim Íslendingum sem treysta Þjóðkirkjunni hafi fækkað um helming en þriðjungur þjóðarinnar ber mikið traust til kirkjunnar, að því er fram kemur á vef Gallups. Er þróunin niður á við frá aldamótum.Leitað var skýringa á þessum niðurstöðum hjá Biskupi Íslands sem í samtali við RÚV taldi hugarfarslegar og tæknilegar ástæður vera fyrir því að traustið færi þverrandi. Þá var hún spurð að því hvaða áhrif hún teldi það hafa haft að hætt var að kenna kristinfræði sem sérstakt fag í grunnskólum.„Það hefur orðið siðrof held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir. Það náttúrulega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis biblíusögurnar eða í skólanum á verður framtíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til. Ef maður veit ekki að eitthvað er til þá skiptir það mann engu máli, fyrr en kannski allt í einu að eitthvað kemur uppá,“ sagði Agnes.Rétt er að halda því til haga að þó að kristinfræði sé ekki lengur kennd í grunnskólum er trúarbragðafræði kennd. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er trúarbragðafræði „ætlað að auka skilning á ríkjandi trúarbrögðum og ólíkum trúarhefðum með umburðarlyndi og víðsýni að leiðarljósi.“ Eiga nemendur til dæmis að geta komið auga á dæmi um áhrif Biblíunnar á samfélagið, svo dæmi séu tekin.En hvað er siðrof? Á Vísindavefnum kemur fram að hugtakið sé þekktast úr ritum franska félagsfræðingsins Émiles Durkheims. Orðið siðrof sé notað til þýðingar á franska orðinu „anomie“ sem þýðir lögleysa eða siðleysi. „Oftast er talað er um siðrof þegar siðferðileg viðmið og almennt viðurkennd gildi í samfélagi víkja fyrir siðleysi og upplausn eða sem getuleysi til þess að uppfylla siðferðisstaðla samfélagsins,“ segir á Vísindavefnum. Telur að frekar megi rekja siðrofið til afnáms lykkjuskriftarkennslu Segja má að siðrof sé orð dagsins og hafa fjörugar umræður um ummæli Agnesar farið fram á samfélagsmiðlum í dag. Sgnfræðingurinn Stefán Pálsson er einn af þeim sem hefur lagt orð í belg og segir hann að ekki ætti að slá tilgátu Agnesar út af borðinu, heldur taka hana alvarlega og kanna nánar. Samkvæmt orðum Agnesar sé siðrofið unga fólkinu að kenna, sem ekki fái lengur kennslu í kristinfræði. „Ég og Agnes lærðum kristinfræði í skóla og heyrum því til þess hluta þjóðarinnar sem erum betri manneskjur, en fólkið undir 35 ára aldrinum eru manneskjur af verri sortinni - eða sökudólgar siðrofsins eins og við skulum kalla þau. Reyndar rímar þetta ekki við reynslu mína af lífinu, en hver veit nema að nánari athugun leiði í ljós að flest þjóðfélagsmein séu í raun á ábyrgð þessa sinnulausa og sjálfhverfa fólks undir 35 ára?“ segir Stefán á Facebook og bætir reyndar við í athugasemd við eigin færslu að sjálfur gæli hann við þá kenningu að siðrofið hafi átt sér stað þegar hætt var að kenna lykkjuskrift í skólum og skipt hafi verið yfir í ítölsku skriftina.Stefán Pálsson, mögulega að skála fyrir siðrofinu.Fréttablaðið/GVAUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er ein af þeim sem tjáir sig um málið og í ummælum við færslu Stefáns bendir hún á að sjálf sé hún ekki orðin þrítug en hafi þó fengið kristinfræðikennslu í grunnskóla, og yfirleitt fengið tíu í einkunn. „Er reglulega kennt um siðferðislega hnignun samfélagsins samt sem áður...“Bendir á að kristnifræðikennslulausa unga fólkið treysti biskup betur en aðrir Þá bendir Píratinn Halldór Auðar Svansson að innbyggð þversögn sé í orðum biskups, þar sem hún njóti mests trausts hjá fólki undir þrítugu. „Það er líka áhugavert í þessu samhengi að biskupinn sjálfur nýtur mests trausts hjá yngsta aldursflokknum, fólki undir 30, Það rímar frekar illa við kenninguna um siðrof samhliða breyttum kennsluháttum,“ skrifar Halldór á Facebook og bætir við að traust í garð kirkjunnar eigi sér miklu flóknari skýringar en að kristnifræðikennslu hafi verið breytt í trúarbragðakennslu. „Ég held að það sé bara gott almennt viðmið að sá sem traustsmælingin beinist að er sjaldnast með góðar skýringar sjálfur á því þegar traustið er af skornum skammti,“ skrifar Halldór. Þá vekja þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson og Eva Hauksdóttir athygli á því að útskýring Agnesar sé líklega ekki til þess fallin að auka vinsældir kirkjunnar. „Nú er ég ekki skoðanakannanafræðingur, en er ekki líklegt að það minnki traustið enn frekar að kalla þjóðina siðlausa fyrir að svara vitlaust í könnuninni?“ skrifar Andrés á Twitter. Eva segir útskýringuna vera „holdtekju langsóttra skýringa á óvinsældum.“ „Um þriðjungur Íslendinga ber traust til Þjóðkirkjunnar og enn færri treysta biskupnum. Orsökin er ekki frammistaða biskups í embætti heldur „siðrof" í kjölfar fráhvarfs frá trúarlegri innrætingu í leik- og grunnskólum (sem þó gengur ekki mjög langt). Þetta er sennilega það vandræðalegasta sem frú Agnes hefur látið út úr sér opinberlega hingað til og er þó af nógu að taka,“ skrifar Eva.Nú er ég ekki skoðanakannanafræðingur, en er ekki líklegt að það minnki traustið enn frekar að kalla þjóðina siðlausa fyrir að svara vitlaust í könnuninni? — Andrés Ingi (@andresingi) October 29, 2019
Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?