Sjálfan færði henni sannleikann Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 16:57 Miché, eða Zephany, ásamt systur sinni Cassidy. Myndin er tekin nokkrum árum eftir að hin örlagaríka sjálfa var tekin. Kona í gervi hjúkrunarfræðings rændi þriggja daga gömlu stúlkubarni úr vöggu sinni á fæðingardeild spítala í Höfðaborg í Suður-Afríku árið 1997. Stúlkan komst á snoðir um uppruna sinn fyrir tilviljun sautján árum síðar.BBC fjallar ítarlega um málið í viðtali við Miché Solomon, stúlkuna sem um ræðir, en málið vakti mikla athygli í Suður-Afríku á sínum tíma. Vegferðin í átt að sannleikanum hófst í janúar árið 2015, þegar Miché, þá sautján ára, mætti í skólann á fyrsta degi annarinnar. Samnemendur hennar þyrptust strax að henni og færðu henni magnaðar fréttir; að nýr nemandi við skólann, fjórtán ára stúlka að nafni Cassidy Nurse, væri tvífari hennar. Miché og Cassidy hittust síðar á göngum skólans. Miché segir þær strax hafa fundið að þær ættu vel saman. „Mér fannst næstum því eins og ég þekkti hana. Þetta var svo óhugnanlegt, ég skildi ekki af hverju mér leið svona.“ Stúlkurnar urðu góðar vinkonur og vörðu æ meiri tíma saman. Einn daginn stilltu þær sér upp á sjálfu og sýndu vinum sínum myndina. Miché rifjar upp að þeir hafi margir spurt hvort þær væru örugglega ekki skyldar. Lavona Solomon, móðir Miché, nefndi það jafnframt sérstaklega hversu líkar stúlkurnar væru. Foreldrar Cassidy, Celeste og Morne Nurse, virtu myndina einnig gaumgæfilega fyrir sér. Þau vildu því næst fá að vita hvort Miché væri fædd 30. apríl 1997. Sú reyndist raunin.Þarfnaðist móðurinnar sem rændi henni Nokkrum vikum síðar var Miché boðuð á skrifstofu skólastjórans, þar sem tveir félagsráðgjafar biðu hennar. Þeir greindu henni frá því að ýmislegt benti til þess að hún væri í raun Zephany Nurse, stúlka sem rænt hafði verið af Groote Schuur-spítalanum í Höfðaborg fyrir sautján árum og ekkert spurst til síðan. Zephany Nurse var auk þess dóttir Celeste og Morne – og systir Cassidy. Miché féllst að lokum á að gangast undir erfðapróf. Niðurstaðan varð ljós strax næsta dag. Miché var barnið sem numið hafði verið á brott af spítalanum. Líf hennar umturnaðist þannig á einni nóttu en henni var tjáð að hún gæti ekki snúið aftur heim til sín, þar sem hún var ekki orðin sjálfráða og uppeldismóðir hennar hafði verið handtekin. „Það bar mig ofurliði. Ég þarfnaðist hennar. Ég vildi spyrja hana: Af hverju? Hvað er að gerast? Það var svo yfirþyrmandi [að fá að vita] að ég tilheyrði einhverjum öðrum.“ Þannig kom upp úr dúrnum að frumburður þeirra Celeste og Morne hafði alist upp í um fimm kílómetra fjarlægð frá heimili fjölskyldunnar. Zephany er sannleikurinn og Miché var lygi Uppeldisfaðir Miché, Michael, var einnig handtekinn en hann reyndist saklaus. Talið er að Lavona hafi orðið ólétt á sínum tíma en misst fóstrið og hylmt yfir það í örvæntingu sinni. Hún hafi svo rænt Zephany og þóst hafa fætt hana sjálf. Lavona var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir mannrán, svik og brot á barnaverndarlögum árið 2016. Miché lýsir því í samtali við BBC, nú fjórum árum eftir að hún komst að hinu sanna um uppruna sinn, að hún hafi átt í erfiðleikum með að rækta tengslin við blóðforeldra sína. Að endingu ákvað hún að flytja aftur inn til Michaels, mannsins sem hafði alið hana upp. Þá heimsækir hún Lavonu reglulega í fangelsið og kveðst sakna hennar mjög. Miché ákvað jafnframt að halda nafninu sem uppeldisforeldrarnir nefndu hana. Hún kveðst þó hafa sætt sig við að eiga tilkall til tveggja nafna – og í raun tveggja lífa. „Ég held ég hafi hatað Zephany í fyrstu. Hún birtist með þvílíkum krafti, svo óboðin, með svo mikilli þjáningu og svo miklum sársauka. En Zephany er sannleikurinn og Miché, sautján ára stúlkan sem ég eitt sinn var, hún var lygi.“ Suður-Afríka Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Kona í gervi hjúkrunarfræðings rændi þriggja daga gömlu stúlkubarni úr vöggu sinni á fæðingardeild spítala í Höfðaborg í Suður-Afríku árið 1997. Stúlkan komst á snoðir um uppruna sinn fyrir tilviljun sautján árum síðar.BBC fjallar ítarlega um málið í viðtali við Miché Solomon, stúlkuna sem um ræðir, en málið vakti mikla athygli í Suður-Afríku á sínum tíma. Vegferðin í átt að sannleikanum hófst í janúar árið 2015, þegar Miché, þá sautján ára, mætti í skólann á fyrsta degi annarinnar. Samnemendur hennar þyrptust strax að henni og færðu henni magnaðar fréttir; að nýr nemandi við skólann, fjórtán ára stúlka að nafni Cassidy Nurse, væri tvífari hennar. Miché og Cassidy hittust síðar á göngum skólans. Miché segir þær strax hafa fundið að þær ættu vel saman. „Mér fannst næstum því eins og ég þekkti hana. Þetta var svo óhugnanlegt, ég skildi ekki af hverju mér leið svona.“ Stúlkurnar urðu góðar vinkonur og vörðu æ meiri tíma saman. Einn daginn stilltu þær sér upp á sjálfu og sýndu vinum sínum myndina. Miché rifjar upp að þeir hafi margir spurt hvort þær væru örugglega ekki skyldar. Lavona Solomon, móðir Miché, nefndi það jafnframt sérstaklega hversu líkar stúlkurnar væru. Foreldrar Cassidy, Celeste og Morne Nurse, virtu myndina einnig gaumgæfilega fyrir sér. Þau vildu því næst fá að vita hvort Miché væri fædd 30. apríl 1997. Sú reyndist raunin.Þarfnaðist móðurinnar sem rændi henni Nokkrum vikum síðar var Miché boðuð á skrifstofu skólastjórans, þar sem tveir félagsráðgjafar biðu hennar. Þeir greindu henni frá því að ýmislegt benti til þess að hún væri í raun Zephany Nurse, stúlka sem rænt hafði verið af Groote Schuur-spítalanum í Höfðaborg fyrir sautján árum og ekkert spurst til síðan. Zephany Nurse var auk þess dóttir Celeste og Morne – og systir Cassidy. Miché féllst að lokum á að gangast undir erfðapróf. Niðurstaðan varð ljós strax næsta dag. Miché var barnið sem numið hafði verið á brott af spítalanum. Líf hennar umturnaðist þannig á einni nóttu en henni var tjáð að hún gæti ekki snúið aftur heim til sín, þar sem hún var ekki orðin sjálfráða og uppeldismóðir hennar hafði verið handtekin. „Það bar mig ofurliði. Ég þarfnaðist hennar. Ég vildi spyrja hana: Af hverju? Hvað er að gerast? Það var svo yfirþyrmandi [að fá að vita] að ég tilheyrði einhverjum öðrum.“ Þannig kom upp úr dúrnum að frumburður þeirra Celeste og Morne hafði alist upp í um fimm kílómetra fjarlægð frá heimili fjölskyldunnar. Zephany er sannleikurinn og Miché var lygi Uppeldisfaðir Miché, Michael, var einnig handtekinn en hann reyndist saklaus. Talið er að Lavona hafi orðið ólétt á sínum tíma en misst fóstrið og hylmt yfir það í örvæntingu sinni. Hún hafi svo rænt Zephany og þóst hafa fætt hana sjálf. Lavona var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir mannrán, svik og brot á barnaverndarlögum árið 2016. Miché lýsir því í samtali við BBC, nú fjórum árum eftir að hún komst að hinu sanna um uppruna sinn, að hún hafi átt í erfiðleikum með að rækta tengslin við blóðforeldra sína. Að endingu ákvað hún að flytja aftur inn til Michaels, mannsins sem hafði alið hana upp. Þá heimsækir hún Lavonu reglulega í fangelsið og kveðst sakna hennar mjög. Miché ákvað jafnframt að halda nafninu sem uppeldisforeldrarnir nefndu hana. Hún kveðst þó hafa sætt sig við að eiga tilkall til tveggja nafna – og í raun tveggja lífa. „Ég held ég hafi hatað Zephany í fyrstu. Hún birtist með þvílíkum krafti, svo óboðin, með svo mikilli þjáningu og svo miklum sársauka. En Zephany er sannleikurinn og Miché, sautján ára stúlkan sem ég eitt sinn var, hún var lygi.“
Suður-Afríka Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira