„Siðrof er ekki siðleysi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 22:13 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands um að minnkandi traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðrofs í samfélaginu, vakti hörð viðbrögð. Biskup var spurð út í þetta orðaval sitt í Kastljósi í kvöld. „Siðrof er ekki siðleysi. Siðrof er rof við siðinn sem við höfum lifað eftir um aldir hér á Íslandi, sem er mótuð af kristnum gildum og kristinni trú. Ef að við fræðum ekki börn framtíðarinnar um það sem við byggjum okkar menningu, hefðir og siði á, þá tel ég það vera siðrof, ekki siðleysi“ útskýrði Agnes í Kastljósi. Eins og fjallað var um hér á Vísi í dag fóru af stað fjörugar umræður á samfélagsmiðlum um ummæli biskups frá því í gær og margir veltu því fyrir sér hvort hún teldi þjóðina siðlausa. „Það hefur orðið siðrof held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir. Það náttúrulega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis biblíusögurnar eða í skólanum á verður framtíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til,“ sagði Agnes. Hún segir nú að með þessu hafi hún ekki átt við siðleysi. „Auðvitað er það þannig að börnin eru framtíðin og ég er alls ekki að segja að þau séu siðlaus. Þvert á móti þá ber ég mikla umhyggju fyrir börnum landsins og vil að þau fái að læra um þann grunn sem við stöndum á.“Karl Sigurbjörnsson. Fréttablaðið/StefánFús til að biðjast afsökunar Aðspurð hvort samkynhneigðir ættu rétt á afsökunarbeiðni frá kirkjunni vegna orða Karls Sigurbjörnssonar, þáverandi biskups, frá árinu 2006 um að hjónabandið ætti það inni að því væri ekki kastað „á sorphauginn án þess að hugsa okkar gang.“ Var þetta í tengslum við frumvarp sem veitti prestum þjóðkirkjunnar heimild til að gefa saman samkynja pör. Ummælin voru sýnd í þættinum Svona Fólk á RÚV. „Sko hérna auðvitað er það þannig að allir menn eru skapaðir af guði og elskaðir af guði og við eigum að líta á alla menn jafnt. Það er náttúrulega þannig. Ég get alveg hérna bara beðið fólk afsökunar á því að kirkjan hafi komið svona fram og sært fólk og valdið þeim bæði sársauka og vandræðum og erfiðleikum. Ég er fús til þess að biðjast afsökunar á því,“ svaraði Agnes. Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33 Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands um að minnkandi traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðrofs í samfélaginu, vakti hörð viðbrögð. Biskup var spurð út í þetta orðaval sitt í Kastljósi í kvöld. „Siðrof er ekki siðleysi. Siðrof er rof við siðinn sem við höfum lifað eftir um aldir hér á Íslandi, sem er mótuð af kristnum gildum og kristinni trú. Ef að við fræðum ekki börn framtíðarinnar um það sem við byggjum okkar menningu, hefðir og siði á, þá tel ég það vera siðrof, ekki siðleysi“ útskýrði Agnes í Kastljósi. Eins og fjallað var um hér á Vísi í dag fóru af stað fjörugar umræður á samfélagsmiðlum um ummæli biskups frá því í gær og margir veltu því fyrir sér hvort hún teldi þjóðina siðlausa. „Það hefur orðið siðrof held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir. Það náttúrulega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis biblíusögurnar eða í skólanum á verður framtíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til,“ sagði Agnes. Hún segir nú að með þessu hafi hún ekki átt við siðleysi. „Auðvitað er það þannig að börnin eru framtíðin og ég er alls ekki að segja að þau séu siðlaus. Þvert á móti þá ber ég mikla umhyggju fyrir börnum landsins og vil að þau fái að læra um þann grunn sem við stöndum á.“Karl Sigurbjörnsson. Fréttablaðið/StefánFús til að biðjast afsökunar Aðspurð hvort samkynhneigðir ættu rétt á afsökunarbeiðni frá kirkjunni vegna orða Karls Sigurbjörnssonar, þáverandi biskups, frá árinu 2006 um að hjónabandið ætti það inni að því væri ekki kastað „á sorphauginn án þess að hugsa okkar gang.“ Var þetta í tengslum við frumvarp sem veitti prestum þjóðkirkjunnar heimild til að gefa saman samkynja pör. Ummælin voru sýnd í þættinum Svona Fólk á RÚV. „Sko hérna auðvitað er það þannig að allir menn eru skapaðir af guði og elskaðir af guði og við eigum að líta á alla menn jafnt. Það er náttúrulega þannig. Ég get alveg hérna bara beðið fólk afsökunar á því að kirkjan hafi komið svona fram og sært fólk og valdið þeim bæði sársauka og vandræðum og erfiðleikum. Ég er fús til þess að biðjast afsökunar á því,“ svaraði Agnes.
Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33 Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33
Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30