Tugmilljóna styrkir Kiwanis til geðverndar Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 10. október 2019 07:45 Barna- og unglingageðdeild hlaut 10 milljónir í styrk frá Kiwanis. Mynd/Hákon ágústsson Kiwanishreyfingin gaf á dögunum 20 milljónir til styrktar geðheilbrigðismálum. BUGL hlaut 10 milljóna króna styrk og Píeta samtökin einnig. Verkefnið er kallað K-dagurinn og fer fram sem sala á K-lyklinum um land allt. „Þetta verkefni er unnið í sjálfboðaliðavinnu eins og allt annað starf Kiwanis,“ segir Gylfi Ingvarsson, formaður K-dagsnefndar Kiwanis. „Við erum ekki með neina launaða sölumenn þannig að allt söfnunarfé fer til styrktar verkefninu,“ bætir hann við. „Við höfum gert þetta fimmtán sinnum á síðastliðnum 45 árum og uppreiknað eru þetta trúlega um eða yfir 300 milljónir sem við höfum safnað,“ segir Gylfi. Kiwanishreyfingin hefur í gegnum tíðina veitt styrki til ýmissa málefna sem öll tengjast geðvernd á einhvern hátt. Í ár hlutu Barna- og unglingageðdeild og Píeta samtökin hvort um sig 10 milljóna króna styrk frá Kiwanis. Styrkurinn er ágóði af sölu K-lykilsins sem seldur er á þriggja ára fresti. „Við völdum þessi tvö málefni núna og við gerðum það líka árið 2016,“ segir Gylfi. „BUGL hefur langoftast fengið styrk frá okkur en markmið Kiwanishreyfingarinnar er „Hjálpum börnum heimsins“ og þar passar BUGL vel inn,“ segir Gylfi. „Árið 2016 vorum við svo að kynna okkur starfsemi í kringum geðræn vandamál og funduðum með Píeta samtökunum sem voru þá rétt að byrja hér á landi. Þegar þau kynntu fyrir okkur starfsemi sína fannst okkur hún bæði mikilvæg og áhugaverð,“ segir hann. „Við ákváðum að styrkja Píeta þrátt fyrir að samtökin væru ný af nálinni og það gæti verið áskorun. Þau sögðu okkur svo síðar að styrkurinn frá okkur hefði verið hvatning og viðurkenning til þess að halda áfram,“ segir Gylfi. „Þau voru svo ánægð að þau spurðu hvort þau mættu knúsa okkur, það voru viðbrögðin, alveg frábært,“ bætir hann við glaður í bragði. Gylfi segir allar líkur á því að farið verði aftur í verkefnið að þremur árum liðnum og vonast hann til þess að enn sem áður verði safnað til styrktar geðvernd á Íslandi. „Landsmenn hafa tekið mjög vel í verkefnið og það er ekkert mál að selja lykilinn. Það er frábært að geta styrkt samtök í geðvernd hér á landi og svo hefur þetta bæði ýtt undir opnari umræðu um geðheilbrigðismál og hvatt fleiri fyrirtæki og félagasamtök til þess að styrkja málaflokkinn,“ segir Gylfi og bætir við að Kiwanishreyfingin þakki landsmönnum stuðninginn. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Kiwanishreyfingin gaf á dögunum 20 milljónir til styrktar geðheilbrigðismálum. BUGL hlaut 10 milljóna króna styrk og Píeta samtökin einnig. Verkefnið er kallað K-dagurinn og fer fram sem sala á K-lyklinum um land allt. „Þetta verkefni er unnið í sjálfboðaliðavinnu eins og allt annað starf Kiwanis,“ segir Gylfi Ingvarsson, formaður K-dagsnefndar Kiwanis. „Við erum ekki með neina launaða sölumenn þannig að allt söfnunarfé fer til styrktar verkefninu,“ bætir hann við. „Við höfum gert þetta fimmtán sinnum á síðastliðnum 45 árum og uppreiknað eru þetta trúlega um eða yfir 300 milljónir sem við höfum safnað,“ segir Gylfi. Kiwanishreyfingin hefur í gegnum tíðina veitt styrki til ýmissa málefna sem öll tengjast geðvernd á einhvern hátt. Í ár hlutu Barna- og unglingageðdeild og Píeta samtökin hvort um sig 10 milljóna króna styrk frá Kiwanis. Styrkurinn er ágóði af sölu K-lykilsins sem seldur er á þriggja ára fresti. „Við völdum þessi tvö málefni núna og við gerðum það líka árið 2016,“ segir Gylfi. „BUGL hefur langoftast fengið styrk frá okkur en markmið Kiwanishreyfingarinnar er „Hjálpum börnum heimsins“ og þar passar BUGL vel inn,“ segir Gylfi. „Árið 2016 vorum við svo að kynna okkur starfsemi í kringum geðræn vandamál og funduðum með Píeta samtökunum sem voru þá rétt að byrja hér á landi. Þegar þau kynntu fyrir okkur starfsemi sína fannst okkur hún bæði mikilvæg og áhugaverð,“ segir hann. „Við ákváðum að styrkja Píeta þrátt fyrir að samtökin væru ný af nálinni og það gæti verið áskorun. Þau sögðu okkur svo síðar að styrkurinn frá okkur hefði verið hvatning og viðurkenning til þess að halda áfram,“ segir Gylfi. „Þau voru svo ánægð að þau spurðu hvort þau mættu knúsa okkur, það voru viðbrögðin, alveg frábært,“ bætir hann við glaður í bragði. Gylfi segir allar líkur á því að farið verði aftur í verkefnið að þremur árum liðnum og vonast hann til þess að enn sem áður verði safnað til styrktar geðvernd á Íslandi. „Landsmenn hafa tekið mjög vel í verkefnið og það er ekkert mál að selja lykilinn. Það er frábært að geta styrkt samtök í geðvernd hér á landi og svo hefur þetta bæði ýtt undir opnari umræðu um geðheilbrigðismál og hvatt fleiri fyrirtæki og félagasamtök til þess að styrkja málaflokkinn,“ segir Gylfi og bætir við að Kiwanishreyfingin þakki landsmönnum stuðninginn.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira