OZ nælir í 326 milljóna styrk Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 09:15 Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports. Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur hlotið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að efla gervigreindarsvið fyrirtækisins og áætla aðstandendur þess að innspýtingin muni skapa um 20 ný störf á Íslandi. OZ sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar sem meðal annars er ætlað að greina atvik íþróttaviðburða. Þannig verði hægt að bæta upptökur frá viðburðunum með nákvæmari stýringum á myndavélum, til að mynda með því að elta leikmenn, með meiri nákvæmni. Hluti af þessari þróun er aukin sjálfvirknivæðing við framleiðslu á íþróttaviðburðum, en fyrrnefndum þróunarstyrk Evrópusambandsins er einmitt ætlað að efla þekkingu OZ á sviði gervigreindar. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir félagið og sýnir árangur af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað undanfarin árin. OZ var á meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um þessa styrkveitingu og það var virkilega ánægjulegt að vera eitt af 1% fyrirtækjanna. Um er að ræða góða innspýtingu í fyrirtækið og þetta muni skapa um tuttugu ný störf hjá fyrirtækinu á Íslandi,” segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports.Þrír vinni sem fimmtán Vonir standa til að með aukinni sjálfvirknivæðingu, róbótum og gervigreind megi stórbæta útsendingar frá íþróttaviðburðum, þannig að „þriggja manna útsendingarteymi gæti unnið á við 15 manna hóp,“ að sögn Guðjóns. Þannig sé hægt að halda framleiðslukostnaði niðri og „gefa öllum kost á að vera með sömu framleiðslugæði,“ hvort sem þau eru í unglinga- eða úrvalsdeild. Þar með sé hægt að vinna með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gert öllum leikjum deildarinnar góð skil. „Þegar okkur tekst að láta Pollamótið í Eyjum líta út eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá höfum við náð markmiðum okkar. Það verður þrotlaus vinna að komast þangað. Nýsköpun er okkar helsta leynivopn. Við munum þurfa að notast við þróaðar aðferðir á sviði tölvugrafíkvinnslu og róbóta, ásamt ýmsum aðferðum sem notaðar hafa verið í heimi sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því krefjandi en spennandi verkefni,” segir Guðjón. Nýsköpun Tækni Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur hlotið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að efla gervigreindarsvið fyrirtækisins og áætla aðstandendur þess að innspýtingin muni skapa um 20 ný störf á Íslandi. OZ sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar sem meðal annars er ætlað að greina atvik íþróttaviðburða. Þannig verði hægt að bæta upptökur frá viðburðunum með nákvæmari stýringum á myndavélum, til að mynda með því að elta leikmenn, með meiri nákvæmni. Hluti af þessari þróun er aukin sjálfvirknivæðing við framleiðslu á íþróttaviðburðum, en fyrrnefndum þróunarstyrk Evrópusambandsins er einmitt ætlað að efla þekkingu OZ á sviði gervigreindar. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir félagið og sýnir árangur af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað undanfarin árin. OZ var á meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um þessa styrkveitingu og það var virkilega ánægjulegt að vera eitt af 1% fyrirtækjanna. Um er að ræða góða innspýtingu í fyrirtækið og þetta muni skapa um tuttugu ný störf hjá fyrirtækinu á Íslandi,” segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports.Þrír vinni sem fimmtán Vonir standa til að með aukinni sjálfvirknivæðingu, róbótum og gervigreind megi stórbæta útsendingar frá íþróttaviðburðum, þannig að „þriggja manna útsendingarteymi gæti unnið á við 15 manna hóp,“ að sögn Guðjóns. Þannig sé hægt að halda framleiðslukostnaði niðri og „gefa öllum kost á að vera með sömu framleiðslugæði,“ hvort sem þau eru í unglinga- eða úrvalsdeild. Þar með sé hægt að vinna með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gert öllum leikjum deildarinnar góð skil. „Þegar okkur tekst að láta Pollamótið í Eyjum líta út eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá höfum við náð markmiðum okkar. Það verður þrotlaus vinna að komast þangað. Nýsköpun er okkar helsta leynivopn. Við munum þurfa að notast við þróaðar aðferðir á sviði tölvugrafíkvinnslu og róbóta, ásamt ýmsum aðferðum sem notaðar hafa verið í heimi sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því krefjandi en spennandi verkefni,” segir Guðjón.
Nýsköpun Tækni Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira