Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 14:15 Giuliani naut fulltingis Parnas og Fruman við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem hann vildi að fyndu skaðlegar upplýsingar um Joe Biden. AP/Andrew Harnik Bandarísk yfirvöld handtóku í gær tvo bandamenn Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Tvímenningarnir aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta. Mennirnir tveir hafa verið fjárhagslegir styrktaraðilar Repúblikanaflokksins og pólitískra aðgerðanefnda sem tengjast Trump forseta. Wall Street Journal segir að þeir eigi að koma fyrir dómara í Virginíu í dag. Báðir mennirnir eru bandarískir borgarar frá Flórída en fæddust í fyrrum Sovétlýðveldum. Þeir eru sagðir hafa verið til rannsóknar hjá alríkissaksóknara í Manhattan. AP-fréttastofan sagði frá því fyrr í vikunni að þeir Lev Parnas og Igor Fruman hefðu reynt að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki á sama tíma og þeir aðstoðuðu Giuliani við að koma á fundum með úkraínskum embættismönnum til að þrýsta á þá að rannsaka Biden. Giuliani og Trump hafa sakað Biden um spillingu í Úkraínu án sannana. Þeir Parnas og Fruman eru báðir skjólstæðingar Giuliani. Þeir hafa gefið jafnvirði milljóna íslenskra króna í sjóði repúblikana og hópa sem eru hliðhollir Trump. Wall Street Journal segir að ekki liggi fyrir um hvað ákærurnar á hendur þeim snúast nákvæmlega.Washington Post segir að mennirnir séu ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að „fara í kringum alríkislög sem banna erlend áhrif með því að eiga í ráðabruggi um að koma erlendum fjármunum til frambjóðenda til alríkis- og ríkisembætta til þess að sakborningarnir gætu mögulega haft áhrif á frambjóðendurna, framboðin og ríkisstjórnir frambjóðendanna“. John Dowd, sem fór fyrir lögfræðingateymi Trump forseta, til vorsins 2018 er lögmaður mannanna. Hann svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Blaðið segir að félagasamtök sem berjast fyrir gegnsæi hafi hvatt Alríkiskjörnefnd Bandaríkjanna (FEC) til að rannsaka hvort Parnas og Fruman hefðu brotið kosningalög þegar þeir notuðu einkahlutafélög til að fela uppruna fjárframlaga þeirra til repúblikana og aðgerðanefnda sem tengjast Trump.Skjáskot af Facebook-færslu Parnas frá því í maí. Á myndina sést hann sjálfur (2.f.h.) með Fruman (lengst til hægri), Donald Trump yngri, syni Trump forseta (lengst til vinstri) og Tommy Hicks yngri, varaformanni landsnefndar Repúblikanaflokksins.Vísir/APNew York Times segir að tveir aðrir menn hafi verið ákærðir með Parnas og Fruman, þeir David Correia og Andrei Kukusjkin. Blaðið segir að þeir Parnas og Kukusjkin séu fæddir í Úkraínu en Fruman hafi fæðst í Hvíta-Rússlandi en síðar orðið bandarískur ríkisborgari. Correia sé fæddur í Bandaríkjunum. Correia hafi verið handtekinn í Kaliforníu í dag en Kukusjkin gangi enn laus. Parnas og Fruman eru sagði stjórnendur orkufyrirtæki á Suður-Flórída sem hafi gefið 325.000 dollara í pólitíska aðgerðanefnd sem styður Trump í fyrra. Giuliani var spurður út í rannsókn á tvímenningum vegna mögulegra kosningalagabrota í síðasta mánuði. „Ég vísaði þeim á sérfræðing í fjármálum stjórnmálaframboða sem leysti þetta eiginlega bara,“ sagði Giuliani þá. Nicholas Fandos, þingfréttaritari New York Times, bendir á að Parnas hafi átt að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í tengslum við samskipti hans við úkraínsk yfirvöld. Fruman hafi átt að koma fyrir nefndina á morgun. Ekki hafi þó verið búist við því að þeir kæmu sjálfviljugir fyrir nefndina sem hafi lagt drög að stefnu á hendur þeim.Parnas was supposed to be headed to Capitol Hill right now for a deposition with House impeachment investigators. Fruman was to be tomorrow.They helped Giuliani on the ground in Ukraine as he tried to gin up inquiries into the Bidens and a conspiracy about the 2016 election https://t.co/6kcE9Eh8d9— Nicholas Fandos (@npfandos) October 10, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Bandarísk yfirvöld handtóku í gær tvo bandamenn Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Tvímenningarnir aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta. Mennirnir tveir hafa verið fjárhagslegir styrktaraðilar Repúblikanaflokksins og pólitískra aðgerðanefnda sem tengjast Trump forseta. Wall Street Journal segir að þeir eigi að koma fyrir dómara í Virginíu í dag. Báðir mennirnir eru bandarískir borgarar frá Flórída en fæddust í fyrrum Sovétlýðveldum. Þeir eru sagðir hafa verið til rannsóknar hjá alríkissaksóknara í Manhattan. AP-fréttastofan sagði frá því fyrr í vikunni að þeir Lev Parnas og Igor Fruman hefðu reynt að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki á sama tíma og þeir aðstoðuðu Giuliani við að koma á fundum með úkraínskum embættismönnum til að þrýsta á þá að rannsaka Biden. Giuliani og Trump hafa sakað Biden um spillingu í Úkraínu án sannana. Þeir Parnas og Fruman eru báðir skjólstæðingar Giuliani. Þeir hafa gefið jafnvirði milljóna íslenskra króna í sjóði repúblikana og hópa sem eru hliðhollir Trump. Wall Street Journal segir að ekki liggi fyrir um hvað ákærurnar á hendur þeim snúast nákvæmlega.Washington Post segir að mennirnir séu ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að „fara í kringum alríkislög sem banna erlend áhrif með því að eiga í ráðabruggi um að koma erlendum fjármunum til frambjóðenda til alríkis- og ríkisembætta til þess að sakborningarnir gætu mögulega haft áhrif á frambjóðendurna, framboðin og ríkisstjórnir frambjóðendanna“. John Dowd, sem fór fyrir lögfræðingateymi Trump forseta, til vorsins 2018 er lögmaður mannanna. Hann svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Blaðið segir að félagasamtök sem berjast fyrir gegnsæi hafi hvatt Alríkiskjörnefnd Bandaríkjanna (FEC) til að rannsaka hvort Parnas og Fruman hefðu brotið kosningalög þegar þeir notuðu einkahlutafélög til að fela uppruna fjárframlaga þeirra til repúblikana og aðgerðanefnda sem tengjast Trump.Skjáskot af Facebook-færslu Parnas frá því í maí. Á myndina sést hann sjálfur (2.f.h.) með Fruman (lengst til hægri), Donald Trump yngri, syni Trump forseta (lengst til vinstri) og Tommy Hicks yngri, varaformanni landsnefndar Repúblikanaflokksins.Vísir/APNew York Times segir að tveir aðrir menn hafi verið ákærðir með Parnas og Fruman, þeir David Correia og Andrei Kukusjkin. Blaðið segir að þeir Parnas og Kukusjkin séu fæddir í Úkraínu en Fruman hafi fæðst í Hvíta-Rússlandi en síðar orðið bandarískur ríkisborgari. Correia sé fæddur í Bandaríkjunum. Correia hafi verið handtekinn í Kaliforníu í dag en Kukusjkin gangi enn laus. Parnas og Fruman eru sagði stjórnendur orkufyrirtæki á Suður-Flórída sem hafi gefið 325.000 dollara í pólitíska aðgerðanefnd sem styður Trump í fyrra. Giuliani var spurður út í rannsókn á tvímenningum vegna mögulegra kosningalagabrota í síðasta mánuði. „Ég vísaði þeim á sérfræðing í fjármálum stjórnmálaframboða sem leysti þetta eiginlega bara,“ sagði Giuliani þá. Nicholas Fandos, þingfréttaritari New York Times, bendir á að Parnas hafi átt að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í tengslum við samskipti hans við úkraínsk yfirvöld. Fruman hafi átt að koma fyrir nefndina á morgun. Ekki hafi þó verið búist við því að þeir kæmu sjálfviljugir fyrir nefndina sem hafi lagt drög að stefnu á hendur þeim.Parnas was supposed to be headed to Capitol Hill right now for a deposition with House impeachment investigators. Fruman was to be tomorrow.They helped Giuliani on the ground in Ukraine as he tried to gin up inquiries into the Bidens and a conspiracy about the 2016 election https://t.co/6kcE9Eh8d9— Nicholas Fandos (@npfandos) October 10, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45