Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2019 14:44 Húsvíkingar eru nú í óðaönn við að undirbúa sig við að aðstoða Will Ferrell og félaga við tökur á kvikmynd um Eurovision. Gríðarleg eftirvænting ríkir í bæjarfélaginu. „Næstu daga fáum við Húsvíkingar það einstaka verkefni að taka á móti kvikmyndagerðarfólki frá Netflix, sem taka mun upp atriði í nýjustu kvikmynd stórleikarans og handritshöfundarins Will Ferrell. Eins og greint hefur verið frá mun myndin fjalla um Eurovision söngvakeppnina og mun bærinn okkar vera að hluta til sögusvið myndarinnar og sem slíkur leika stórt hlutverk í myndinni.“Will Ferrell og Pierce Brosnan á ferð Svo segir í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra sem hann birti nú fyrir skömmu á vef Norðurþings. Allt er á öðrum endanum í Húsavík en að sögn sveitarstjórans munu um 250 manns mæta sérstaklega til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar en tökur standa yfir alla helgina eða frá föstudegi 11. október til mánudags þess 14. Meðal þeirra sem spranga um bæinn eru þeir Will Ferrell, sem lenti Akureyri í dag, kom með einkaþotu frá Skotlandi samkvæmt heimildum Vísis og svo leikarinn Pierce Brosnan.Kristján Þór sveitarstjóri og aðrir Húsvíkingar á íbúafundi.fbl/Auðunn Nielsson„Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ segir Kristján Þór kátur. Mikið sé því í húfi og vert að íbúar standi og leggi hönd á plóg.Stranglega bannað að taka myndir á tökustað „Fjöldi íbúa úr samfélaginu kemur að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Sem dæmi má nefna að íbúar hafa leigt eignir sínar tímabundið til verkefnisins, húsvískir aukaleikarar standa vaktina í nokkrum senum og enn aðrir aðstoða með ýmiskonar verkefni þessa daga sem tökurnar standa yfir.“ Í tilkynningunni er tekið fram að alls engar myndir af kvikmyndatökustöðum, leikurum og öðru á tökustað verði teknar og birtar á samfélagsmiðlum. Við því er strangt bann og þá eru allir drónar bannaðir á Húsavík meðan á tökum stendur. Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
„Næstu daga fáum við Húsvíkingar það einstaka verkefni að taka á móti kvikmyndagerðarfólki frá Netflix, sem taka mun upp atriði í nýjustu kvikmynd stórleikarans og handritshöfundarins Will Ferrell. Eins og greint hefur verið frá mun myndin fjalla um Eurovision söngvakeppnina og mun bærinn okkar vera að hluta til sögusvið myndarinnar og sem slíkur leika stórt hlutverk í myndinni.“Will Ferrell og Pierce Brosnan á ferð Svo segir í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra sem hann birti nú fyrir skömmu á vef Norðurþings. Allt er á öðrum endanum í Húsavík en að sögn sveitarstjórans munu um 250 manns mæta sérstaklega til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar en tökur standa yfir alla helgina eða frá föstudegi 11. október til mánudags þess 14. Meðal þeirra sem spranga um bæinn eru þeir Will Ferrell, sem lenti Akureyri í dag, kom með einkaþotu frá Skotlandi samkvæmt heimildum Vísis og svo leikarinn Pierce Brosnan.Kristján Þór sveitarstjóri og aðrir Húsvíkingar á íbúafundi.fbl/Auðunn Nielsson„Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ segir Kristján Þór kátur. Mikið sé því í húfi og vert að íbúar standi og leggi hönd á plóg.Stranglega bannað að taka myndir á tökustað „Fjöldi íbúa úr samfélaginu kemur að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Sem dæmi má nefna að íbúar hafa leigt eignir sínar tímabundið til verkefnisins, húsvískir aukaleikarar standa vaktina í nokkrum senum og enn aðrir aðstoða með ýmiskonar verkefni þessa daga sem tökurnar standa yfir.“ Í tilkynningunni er tekið fram að alls engar myndir af kvikmyndatökustöðum, leikurum og öðru á tökustað verði teknar og birtar á samfélagsmiðlum. Við því er strangt bann og þá eru allir drónar bannaðir á Húsavík meðan á tökum stendur.
Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30
Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48
Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06