Köfun í Silfru: Dæmi um sjálfbæra samvinnu þjóðgarða og ferðaþjónustu Jóhannes Þór Skúlason skrifar 10. október 2019 16:00 Köfun í Silfru er fjórða besta ferðaupplifun heims, samkvæmt notendum Tripadvisor, og er þar í hópi með heimsókn í söfn Vatíkansins og öðrum heimsþekktum áfangastöðum. Silfra hefur einnig ítrekað verið nefnd einn af bestu köfunarstöðum í heiminum af köfunartímaritum. Ekkert bendir til þess að köfun í Silfru hafi neins konar áhrif á stöðu Þingvallaþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO, enda hefur formaður Þingvallanefndar bent á að köfunin sé innan sjálfbærra marka. Samstarf Þingvallaþjóðgarðs og köfunarfyrirtækjanna hefur einnig verið með ágætum t.d. hvað varðar aukið öryggi gesta og tryggingu þess að gestir hljóti sem besta upplifun af heimsókn í Silfru. Það eru markmið sem eru öllum sameiginleg sem á svæðinu starfa. Hvað varðar ábendingar um að betur væri hægt að standa að skipulagi við Silfru hefur komið fram að þjóðgarðurinn áformar að bæta þar verulega úr með gerð aðstöðu fyrir köfunarfyrirtæki uppi á Hakinu þannig að minnka megi bæði álag og ásýnd við Silfru sjálfa. Samtök ferðaþjónustunnar hafa fagnað þessum áformum sem geta bætt bæði upplifun gesta í köfun og aðstöðu fyrirtækjanna sem og almenna upplifun annarra gesta á svæðinu. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru samofin Um allan heim eru þjóðgarðar meðal mest sóttu ferðamannastaða í hverju landi, ekki síst af þeirri ástæðu að þar er að finna einstök náttúrufyrirbæri og upplifun af ýmsu tagi sem ástæða hefur þótt til að varðveita sérstaklega. Og alls staðar í heiminum stunda ferðaþjónustufyrirtæki starfsemi af ýmsu tagi innan þeirra til að gefa ferðamönnum tækifæri til að upplifa allt það sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða. Þingvallaþjóðgarður tekur skilyrði heimsminjaskráningar UNESCO mjög alvarlega og fullyrða má að fáir hér á landi hafi betri þekkingu á heimsminjamálum en núverandi þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Þó vissulega þurfi ætíð að horfa til þess hvernig megi bæta úr því sem betur má fara í starfsemi innan þjóðgarða eru vangaveltur um að köfun í Silfru trufli heimsminjastöðu Þingvalla á einhvern hátt úr lausu lofti gripnar. Benda má á að heimsóknir ferðamanna að Jökulsárlóni og siglingar á lóninu höfðu ekki hamlandi áhrif á nýlega skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Þó eru ýmis vandkvæði varðandi skipulag og aðgengi á því svæði vel þekkt, sem Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að mikilvægum úrbótum á, m.a. með tillögu um nýtt deiliskipulag. Hér á landi hafa sértekjur þjóðgarða vaxið mikið með auknum straumi ferðamanna og í ár eru sértekjur Þingvallaþjóðgarðs áætlaðar um 600 milljónir króna. Þar af má áætla að beinar tekjur Þingvallaþjóðgarðs af köfun í Silfru muni nema um 80 milljónum króna, en hver gestur greiðir þjónustugjald til þjóðgarðsins fyrir köfunina. Þeir fjármunir nýtast m.a. til uppbyggingar innviða og varðveislu. Til samanburðar má nefna að heildarframlög ríkisins til þjóðgarðsins á fjárlögum 2019 nema um 355 milljónum króna og framlög ferðamanna til þjóðgarðsins eru því nærri tvöföld framlög ríkisins.Göngum vel um þjóðgarðana í orði og æði Þjóðgarðar okkar Íslendinga geyma sjóð einstakrar náttúru og upplifunar fyrir alla sem heimsækja þá og aðdráttarafli þeirra fyrir ferðamenn er því að sjálfsögðu mikið. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru óhjákvæmilega þétt samofin um allan heim og reynslan sýnir að góð samvinna milli aðila skilar bæði og góðri upplifun bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og nauðsynlegri varðveislu náttúru og minja. Samtök ferðaþjónustunnar leggja enda mikla áherslu á góð og uppbyggileg samskipti við þjóðgarðana og góða samvinnu um úrlausnarefni. Sú staðreynd að Íslendingar státa nú af tveimur þjóðgörðum á heimsminjaskrá UNESCO sýnir hversu einstakan fjársjóð við höfum að bjóða gestum að upplifa, og á sama tíma hversu mikilvægt er fyrir alla sem að koma að vinna saman að sjálfbærri og skynsamlegri uppbyggingu þeirra. Köfun í Silfru er frábært dæmi um magnaða náttúruupplifun sem við Íslendingar getum boðið gestum okkar, í stórkostlegu og einstöku umhverfi, þar sem bæði þjóðgarðurinn og ferðaþjónustuaðilar á svæðinu leggja í sameiningu mikið upp úr öryggi gesta og sjálfbærni starfseminnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að nálgast umræðu um Silfru og önnur einstök viðfangsefni þjóðgarða og ferðaþjónustu á faglegan og yfirvegaðan hátt.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Þingvellir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Köfun í Silfru er fjórða besta ferðaupplifun heims, samkvæmt notendum Tripadvisor, og er þar í hópi með heimsókn í söfn Vatíkansins og öðrum heimsþekktum áfangastöðum. Silfra hefur einnig ítrekað verið nefnd einn af bestu köfunarstöðum í heiminum af köfunartímaritum. Ekkert bendir til þess að köfun í Silfru hafi neins konar áhrif á stöðu Þingvallaþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO, enda hefur formaður Þingvallanefndar bent á að köfunin sé innan sjálfbærra marka. Samstarf Þingvallaþjóðgarðs og köfunarfyrirtækjanna hefur einnig verið með ágætum t.d. hvað varðar aukið öryggi gesta og tryggingu þess að gestir hljóti sem besta upplifun af heimsókn í Silfru. Það eru markmið sem eru öllum sameiginleg sem á svæðinu starfa. Hvað varðar ábendingar um að betur væri hægt að standa að skipulagi við Silfru hefur komið fram að þjóðgarðurinn áformar að bæta þar verulega úr með gerð aðstöðu fyrir köfunarfyrirtæki uppi á Hakinu þannig að minnka megi bæði álag og ásýnd við Silfru sjálfa. Samtök ferðaþjónustunnar hafa fagnað þessum áformum sem geta bætt bæði upplifun gesta í köfun og aðstöðu fyrirtækjanna sem og almenna upplifun annarra gesta á svæðinu. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru samofin Um allan heim eru þjóðgarðar meðal mest sóttu ferðamannastaða í hverju landi, ekki síst af þeirri ástæðu að þar er að finna einstök náttúrufyrirbæri og upplifun af ýmsu tagi sem ástæða hefur þótt til að varðveita sérstaklega. Og alls staðar í heiminum stunda ferðaþjónustufyrirtæki starfsemi af ýmsu tagi innan þeirra til að gefa ferðamönnum tækifæri til að upplifa allt það sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða. Þingvallaþjóðgarður tekur skilyrði heimsminjaskráningar UNESCO mjög alvarlega og fullyrða má að fáir hér á landi hafi betri þekkingu á heimsminjamálum en núverandi þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Þó vissulega þurfi ætíð að horfa til þess hvernig megi bæta úr því sem betur má fara í starfsemi innan þjóðgarða eru vangaveltur um að köfun í Silfru trufli heimsminjastöðu Þingvalla á einhvern hátt úr lausu lofti gripnar. Benda má á að heimsóknir ferðamanna að Jökulsárlóni og siglingar á lóninu höfðu ekki hamlandi áhrif á nýlega skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Þó eru ýmis vandkvæði varðandi skipulag og aðgengi á því svæði vel þekkt, sem Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að mikilvægum úrbótum á, m.a. með tillögu um nýtt deiliskipulag. Hér á landi hafa sértekjur þjóðgarða vaxið mikið með auknum straumi ferðamanna og í ár eru sértekjur Þingvallaþjóðgarðs áætlaðar um 600 milljónir króna. Þar af má áætla að beinar tekjur Þingvallaþjóðgarðs af köfun í Silfru muni nema um 80 milljónum króna, en hver gestur greiðir þjónustugjald til þjóðgarðsins fyrir köfunina. Þeir fjármunir nýtast m.a. til uppbyggingar innviða og varðveislu. Til samanburðar má nefna að heildarframlög ríkisins til þjóðgarðsins á fjárlögum 2019 nema um 355 milljónum króna og framlög ferðamanna til þjóðgarðsins eru því nærri tvöföld framlög ríkisins.Göngum vel um þjóðgarðana í orði og æði Þjóðgarðar okkar Íslendinga geyma sjóð einstakrar náttúru og upplifunar fyrir alla sem heimsækja þá og aðdráttarafli þeirra fyrir ferðamenn er því að sjálfsögðu mikið. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru óhjákvæmilega þétt samofin um allan heim og reynslan sýnir að góð samvinna milli aðila skilar bæði og góðri upplifun bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og nauðsynlegri varðveislu náttúru og minja. Samtök ferðaþjónustunnar leggja enda mikla áherslu á góð og uppbyggileg samskipti við þjóðgarðana og góða samvinnu um úrlausnarefni. Sú staðreynd að Íslendingar státa nú af tveimur þjóðgörðum á heimsminjaskrá UNESCO sýnir hversu einstakan fjársjóð við höfum að bjóða gestum að upplifa, og á sama tíma hversu mikilvægt er fyrir alla sem að koma að vinna saman að sjálfbærri og skynsamlegri uppbyggingu þeirra. Köfun í Silfru er frábært dæmi um magnaða náttúruupplifun sem við Íslendingar getum boðið gestum okkar, í stórkostlegu og einstöku umhverfi, þar sem bæði þjóðgarðurinn og ferðaþjónustuaðilar á svæðinu leggja í sameiningu mikið upp úr öryggi gesta og sjálfbærni starfseminnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að nálgast umræðu um Silfru og önnur einstök viðfangsefni þjóðgarða og ferðaþjónustu á faglegan og yfirvegaðan hátt.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar