Köfun í Silfru: Dæmi um sjálfbæra samvinnu þjóðgarða og ferðaþjónustu Jóhannes Þór Skúlason skrifar 10. október 2019 16:00 Köfun í Silfru er fjórða besta ferðaupplifun heims, samkvæmt notendum Tripadvisor, og er þar í hópi með heimsókn í söfn Vatíkansins og öðrum heimsþekktum áfangastöðum. Silfra hefur einnig ítrekað verið nefnd einn af bestu köfunarstöðum í heiminum af köfunartímaritum. Ekkert bendir til þess að köfun í Silfru hafi neins konar áhrif á stöðu Þingvallaþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO, enda hefur formaður Þingvallanefndar bent á að köfunin sé innan sjálfbærra marka. Samstarf Þingvallaþjóðgarðs og köfunarfyrirtækjanna hefur einnig verið með ágætum t.d. hvað varðar aukið öryggi gesta og tryggingu þess að gestir hljóti sem besta upplifun af heimsókn í Silfru. Það eru markmið sem eru öllum sameiginleg sem á svæðinu starfa. Hvað varðar ábendingar um að betur væri hægt að standa að skipulagi við Silfru hefur komið fram að þjóðgarðurinn áformar að bæta þar verulega úr með gerð aðstöðu fyrir köfunarfyrirtæki uppi á Hakinu þannig að minnka megi bæði álag og ásýnd við Silfru sjálfa. Samtök ferðaþjónustunnar hafa fagnað þessum áformum sem geta bætt bæði upplifun gesta í köfun og aðstöðu fyrirtækjanna sem og almenna upplifun annarra gesta á svæðinu. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru samofin Um allan heim eru þjóðgarðar meðal mest sóttu ferðamannastaða í hverju landi, ekki síst af þeirri ástæðu að þar er að finna einstök náttúrufyrirbæri og upplifun af ýmsu tagi sem ástæða hefur þótt til að varðveita sérstaklega. Og alls staðar í heiminum stunda ferðaþjónustufyrirtæki starfsemi af ýmsu tagi innan þeirra til að gefa ferðamönnum tækifæri til að upplifa allt það sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða. Þingvallaþjóðgarður tekur skilyrði heimsminjaskráningar UNESCO mjög alvarlega og fullyrða má að fáir hér á landi hafi betri þekkingu á heimsminjamálum en núverandi þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Þó vissulega þurfi ætíð að horfa til þess hvernig megi bæta úr því sem betur má fara í starfsemi innan þjóðgarða eru vangaveltur um að köfun í Silfru trufli heimsminjastöðu Þingvalla á einhvern hátt úr lausu lofti gripnar. Benda má á að heimsóknir ferðamanna að Jökulsárlóni og siglingar á lóninu höfðu ekki hamlandi áhrif á nýlega skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Þó eru ýmis vandkvæði varðandi skipulag og aðgengi á því svæði vel þekkt, sem Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að mikilvægum úrbótum á, m.a. með tillögu um nýtt deiliskipulag. Hér á landi hafa sértekjur þjóðgarða vaxið mikið með auknum straumi ferðamanna og í ár eru sértekjur Þingvallaþjóðgarðs áætlaðar um 600 milljónir króna. Þar af má áætla að beinar tekjur Þingvallaþjóðgarðs af köfun í Silfru muni nema um 80 milljónum króna, en hver gestur greiðir þjónustugjald til þjóðgarðsins fyrir köfunina. Þeir fjármunir nýtast m.a. til uppbyggingar innviða og varðveislu. Til samanburðar má nefna að heildarframlög ríkisins til þjóðgarðsins á fjárlögum 2019 nema um 355 milljónum króna og framlög ferðamanna til þjóðgarðsins eru því nærri tvöföld framlög ríkisins.Göngum vel um þjóðgarðana í orði og æði Þjóðgarðar okkar Íslendinga geyma sjóð einstakrar náttúru og upplifunar fyrir alla sem heimsækja þá og aðdráttarafli þeirra fyrir ferðamenn er því að sjálfsögðu mikið. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru óhjákvæmilega þétt samofin um allan heim og reynslan sýnir að góð samvinna milli aðila skilar bæði og góðri upplifun bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og nauðsynlegri varðveislu náttúru og minja. Samtök ferðaþjónustunnar leggja enda mikla áherslu á góð og uppbyggileg samskipti við þjóðgarðana og góða samvinnu um úrlausnarefni. Sú staðreynd að Íslendingar státa nú af tveimur þjóðgörðum á heimsminjaskrá UNESCO sýnir hversu einstakan fjársjóð við höfum að bjóða gestum að upplifa, og á sama tíma hversu mikilvægt er fyrir alla sem að koma að vinna saman að sjálfbærri og skynsamlegri uppbyggingu þeirra. Köfun í Silfru er frábært dæmi um magnaða náttúruupplifun sem við Íslendingar getum boðið gestum okkar, í stórkostlegu og einstöku umhverfi, þar sem bæði þjóðgarðurinn og ferðaþjónustuaðilar á svæðinu leggja í sameiningu mikið upp úr öryggi gesta og sjálfbærni starfseminnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að nálgast umræðu um Silfru og önnur einstök viðfangsefni þjóðgarða og ferðaþjónustu á faglegan og yfirvegaðan hátt.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Þingvellir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Köfun í Silfru er fjórða besta ferðaupplifun heims, samkvæmt notendum Tripadvisor, og er þar í hópi með heimsókn í söfn Vatíkansins og öðrum heimsþekktum áfangastöðum. Silfra hefur einnig ítrekað verið nefnd einn af bestu köfunarstöðum í heiminum af köfunartímaritum. Ekkert bendir til þess að köfun í Silfru hafi neins konar áhrif á stöðu Þingvallaþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO, enda hefur formaður Þingvallanefndar bent á að köfunin sé innan sjálfbærra marka. Samstarf Þingvallaþjóðgarðs og köfunarfyrirtækjanna hefur einnig verið með ágætum t.d. hvað varðar aukið öryggi gesta og tryggingu þess að gestir hljóti sem besta upplifun af heimsókn í Silfru. Það eru markmið sem eru öllum sameiginleg sem á svæðinu starfa. Hvað varðar ábendingar um að betur væri hægt að standa að skipulagi við Silfru hefur komið fram að þjóðgarðurinn áformar að bæta þar verulega úr með gerð aðstöðu fyrir köfunarfyrirtæki uppi á Hakinu þannig að minnka megi bæði álag og ásýnd við Silfru sjálfa. Samtök ferðaþjónustunnar hafa fagnað þessum áformum sem geta bætt bæði upplifun gesta í köfun og aðstöðu fyrirtækjanna sem og almenna upplifun annarra gesta á svæðinu. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru samofin Um allan heim eru þjóðgarðar meðal mest sóttu ferðamannastaða í hverju landi, ekki síst af þeirri ástæðu að þar er að finna einstök náttúrufyrirbæri og upplifun af ýmsu tagi sem ástæða hefur þótt til að varðveita sérstaklega. Og alls staðar í heiminum stunda ferðaþjónustufyrirtæki starfsemi af ýmsu tagi innan þeirra til að gefa ferðamönnum tækifæri til að upplifa allt það sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða. Þingvallaþjóðgarður tekur skilyrði heimsminjaskráningar UNESCO mjög alvarlega og fullyrða má að fáir hér á landi hafi betri þekkingu á heimsminjamálum en núverandi þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Þó vissulega þurfi ætíð að horfa til þess hvernig megi bæta úr því sem betur má fara í starfsemi innan þjóðgarða eru vangaveltur um að köfun í Silfru trufli heimsminjastöðu Þingvalla á einhvern hátt úr lausu lofti gripnar. Benda má á að heimsóknir ferðamanna að Jökulsárlóni og siglingar á lóninu höfðu ekki hamlandi áhrif á nýlega skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Þó eru ýmis vandkvæði varðandi skipulag og aðgengi á því svæði vel þekkt, sem Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að mikilvægum úrbótum á, m.a. með tillögu um nýtt deiliskipulag. Hér á landi hafa sértekjur þjóðgarða vaxið mikið með auknum straumi ferðamanna og í ár eru sértekjur Þingvallaþjóðgarðs áætlaðar um 600 milljónir króna. Þar af má áætla að beinar tekjur Þingvallaþjóðgarðs af köfun í Silfru muni nema um 80 milljónum króna, en hver gestur greiðir þjónustugjald til þjóðgarðsins fyrir köfunina. Þeir fjármunir nýtast m.a. til uppbyggingar innviða og varðveislu. Til samanburðar má nefna að heildarframlög ríkisins til þjóðgarðsins á fjárlögum 2019 nema um 355 milljónum króna og framlög ferðamanna til þjóðgarðsins eru því nærri tvöföld framlög ríkisins.Göngum vel um þjóðgarðana í orði og æði Þjóðgarðar okkar Íslendinga geyma sjóð einstakrar náttúru og upplifunar fyrir alla sem heimsækja þá og aðdráttarafli þeirra fyrir ferðamenn er því að sjálfsögðu mikið. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru óhjákvæmilega þétt samofin um allan heim og reynslan sýnir að góð samvinna milli aðila skilar bæði og góðri upplifun bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og nauðsynlegri varðveislu náttúru og minja. Samtök ferðaþjónustunnar leggja enda mikla áherslu á góð og uppbyggileg samskipti við þjóðgarðana og góða samvinnu um úrlausnarefni. Sú staðreynd að Íslendingar státa nú af tveimur þjóðgörðum á heimsminjaskrá UNESCO sýnir hversu einstakan fjársjóð við höfum að bjóða gestum að upplifa, og á sama tíma hversu mikilvægt er fyrir alla sem að koma að vinna saman að sjálfbærri og skynsamlegri uppbyggingu þeirra. Köfun í Silfru er frábært dæmi um magnaða náttúruupplifun sem við Íslendingar getum boðið gestum okkar, í stórkostlegu og einstöku umhverfi, þar sem bæði þjóðgarðurinn og ferðaþjónustuaðilar á svæðinu leggja í sameiningu mikið upp úr öryggi gesta og sjálfbærni starfseminnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að nálgast umræðu um Silfru og önnur einstök viðfangsefni þjóðgarða og ferðaþjónustu á faglegan og yfirvegaðan hátt.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun