Vilja fjölga farþegum strætó Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 20:00 Vonast er til þess að farþegum strætó fjölgi með tilkomu nýs leiðarnets sem var kynnt í gær. Framkvæmdastjóri Strætó segir að með nýja kerfinu gæti orðið fljótlegra að ferðast með strætó en á einkabílnum. Strætó óskar eftir aðkomu almennings við mótun nýs leiðanets en breytingar eru framundan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. „Helstu breytingarnar kannski í þessu leiðaneti eru meiri tíðni, öflugri stofnleiðir og síðan almennar leiðir sem að flæða inn á þetta. Svo er náttúrlega hugmyndin að þetta renni bara inn í borgarlínuna þegar hún verður tilbúin í þeim áföngum sem hún kemur inn,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Sjá einnig: Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Á helstu stofnleiðum er gert ráð fyrir að strætó aki á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma. Aðrar leiðir aka á 15 mínútna fresti á annatíma en 20 til 30 mínútna fresti þess utan. „Þegar að sérrýmin eru komin öll til framkvæmda þá erum við að tala um að þetta sé bara jafnvel styttra en bíllinn en svona almennt eru almenningssamgöngur örlítið lengri,“ segir Jóhannes og vísar þar til ferðatímans. Samkvæmt fyrstu hugmyndum um nýtt leiðanet munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð þar sem ferðir eru tíðari, þ.e. frá svokölluðum stofnbrautum. Sá tími sem það tekur að ganga að næstu stoppistöð kann þó að lengjast. „Við höfum svolítið haft hérna á höfuðborgarsvæðinu svokallað þekjandi kerfi þar sem fólk þarf ekki að labba mjög langt til að ná í strætó. Það hefur aftur á móti bitnað á tíðninni og hún er þá verri heldur en við vildum hafa þannig að það hefur verið svolítið að ryðja sér til rúms að fólk labbi örlítið lengra en komist þá fljótar á áfangastað,“ segir Jóhannes. Gert er ráð fyrir að nýja leiðanetið verði tekið í notkun í áföngum. „Við erum svona að kalla eftir ábendingum frá almenningi og svona leiðanet í smíði, hún tekur langan tíma.“ Samgöngur Strætó Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Vonast er til þess að farþegum strætó fjölgi með tilkomu nýs leiðarnets sem var kynnt í gær. Framkvæmdastjóri Strætó segir að með nýja kerfinu gæti orðið fljótlegra að ferðast með strætó en á einkabílnum. Strætó óskar eftir aðkomu almennings við mótun nýs leiðanets en breytingar eru framundan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. „Helstu breytingarnar kannski í þessu leiðaneti eru meiri tíðni, öflugri stofnleiðir og síðan almennar leiðir sem að flæða inn á þetta. Svo er náttúrlega hugmyndin að þetta renni bara inn í borgarlínuna þegar hún verður tilbúin í þeim áföngum sem hún kemur inn,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Sjá einnig: Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Á helstu stofnleiðum er gert ráð fyrir að strætó aki á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma. Aðrar leiðir aka á 15 mínútna fresti á annatíma en 20 til 30 mínútna fresti þess utan. „Þegar að sérrýmin eru komin öll til framkvæmda þá erum við að tala um að þetta sé bara jafnvel styttra en bíllinn en svona almennt eru almenningssamgöngur örlítið lengri,“ segir Jóhannes og vísar þar til ferðatímans. Samkvæmt fyrstu hugmyndum um nýtt leiðanet munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð þar sem ferðir eru tíðari, þ.e. frá svokölluðum stofnbrautum. Sá tími sem það tekur að ganga að næstu stoppistöð kann þó að lengjast. „Við höfum svolítið haft hérna á höfuðborgarsvæðinu svokallað þekjandi kerfi þar sem fólk þarf ekki að labba mjög langt til að ná í strætó. Það hefur aftur á móti bitnað á tíðninni og hún er þá verri heldur en við vildum hafa þannig að það hefur verið svolítið að ryðja sér til rúms að fólk labbi örlítið lengra en komist þá fljótar á áfangastað,“ segir Jóhannes. Gert er ráð fyrir að nýja leiðanetið verði tekið í notkun í áföngum. „Við erum svona að kalla eftir ábendingum frá almenningi og svona leiðanet í smíði, hún tekur langan tíma.“
Samgöngur Strætó Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent