Viðskipti innlent

Stjarnan vill götu­bita­torg í Garða­bæ

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vilji er til að breyta torginu fyrir framan Samsung-völlinn og félagsheimili Stjörnunnar í götubitamarkað.
Vilji er til að breyta torginu fyrir framan Samsung-völlinn og félagsheimili Stjörnunnar í götubitamarkað. Fréttablaðið/Anton Brink
Íþróttafélagið Stjarnan í Garðabæ óskar eftir því við bæjaryfirvöld að torgi við félagssvæðið verði breytt í anda streetfood-matarmenningarinnar.

„Með þessu gæfist tækifæri á að auðga enn fremur bæjarlífið og vettvangur kominn þar sem Stjarnan gæti staðið fyrir ýmsum tækifærisviðburðum sem allir bæjar­búar gætu notið. Enn fremur væri hægt að vera með sölu á varningi félagsins og hollum mat, til dæmis skyrbar alla daga, sem myndi nýtast iðkendum og öðrum gestum Ásgarðssvæðisins vel,“ segir í erindi frá Ásu Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Stjörnunnar.

Að því er fram kemur í bréfi Ásu hefur verið vel tekið í hugmyndina af formanni íþrótta- og tómstundaráðs bæjarins, íþróttafulltrúa og forstöðumanni fræðslumála.

„Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er á bilinu 15 til 20 milljónir, en Stjarnan hefur einnig áhuga á að fá styrktaraðila í lið mér sér við framkvæmdina,“ segir í bréfinu sem bæjarráð Garðabæjar vísaði til kynningar í íþrótta- og tómstundaráði og til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir næsta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×