Landþörf samgangna í Reykjavík Hilmar Þór Björnsson skrifar 10. október 2019 22:00 Þó að mikið hafi verið rætt undanfarið um fyrirferð einkabílsins í borgarlandslaginu hefur ekki komið fram hve mikil fyrirferðin er. Hvað samgöngumannvirkin taka mikið pláss. Þetta var skoðað sérstaklega fyrir 15 árum og borið saman rými einkabílsins í ýmsum hverfum Reykjavíkurborgar og sett í samhengi við fjölda íbúða í hverfunum. Í örstuttu máli mátti skilja að skipulagsyfirvöld og ráðgjafar þeirra hefðu álitið landið nánast ókeypis. Árið 2004 þöktu samgöngumannvirkin 48% af borgarlandinu og byggð svæði nokkuð minna eða 42%. Það sem út af stendur eru 10% sem eru opin svæði. Þetta gildir fyrir borgina í heild. Ef nýju svæðin austan Elliðaáa eru skoðuð sérstaklega þá er staðan sú að 51% af borgarlandinu er ráðstafað fyrir samgöngumannvirkin og aðeins 35% voru undir byggð svæði og 14% undir opin svæði. Þegar einstök hverfi eru skoðuð og fermetrar samgangna á hverja íbúð bornir saman í hverfunum er munurinn gríðarlegur. Til að mynda eru 68 fermetrar samgöngumannvirkja á hverja íbúð í Vesturbænum sunnan Hringbrautar sem ekki virðist sérlega þéttur. Í Grafarholti fara 259 fermetrar í gatnakerfið fyrir hverja íbúð og 322 fermetrar á íbúð í Staðahverfi. Innra gatnakerfi Staðahverfis er samkvæmt skýrslunni fimm sinnum umfangsmeira en í Vesturbænum og tíu sinnum umfangsmeira en í Heimahverfinu svo dæmi séu tekin.Skýrsludrögin sem heita „Landþörf samgangna“ eru frá því í lok árs 2004 og voru unnin undir stjórn Haraldar Sigurðssonar skipulagsfræðings, sem er einn nokkurra frábærra starfsmanna umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Haraldur var síðar verkefnisstjóri vegna endurskoðunar aðalskipulagsins sem nú er í gildi, AR2010-2030. Það leikur ekki vafi á því í mínum huga að þessi könnun á landþörf samgangna hefur haft veruleg áhrif til góðs í allri þeirri vinnu. Maður veltir fyrir sér af hverju borgarskipulagið og ráðgjafar þess hafi ekki gert sér grein fyrir allri þeirri sóun sem lá fyrir í skipulagsvinnunni á árunum upp úr 1990 og flestum var ljós löngu áður en skýrsludrög Haraldar og félaga lágu fyrir. Það vissu þetta allir. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af þessu en þá, að skipulag borgarinnar hafi verið óvistvænt og dýrt. Skýrsludrögin segja okkur það og það þarf ekki annað en að horfa á umferðina í þessari litlu borg til að sjá að eitthvað hefur farið úrskeiðis í skipulagsmálunum. En það eru einmitt skipulagsákvarðanir sem eru helstu orsök umferðarvandans. Vanreifaðar skipulagsákvarðanir kosta okkur óhemju fé til umferðarmála. Miklabraut í stokk er dæmi um það. Hvað ætli það séu margar 126 þúsund manna borgir í heiminum sem eru með 1,7 km langan stokk fyrir innanbæjarumferð? En það birti til með AR2010-2030 sem stefnir til betri vegar. Ljóst er að það markmið að hægja á útþenslu byggðar á höfuðborgarsvæðinu er skynsamlegt en það næst ekki nema með öflugu almenningssamgöngukerfi en þó fyrst og fremst með markvissu skipulagi. Dreifðar borgir þar sem notkun einkabílsins er forsenda búsetunnar leiða til lakari lífsgæða, hærri framfærslukostnaðar og margfalds samgöngukostnaðar. Einkabílisminn stuðlar að styttri líftíma, meiri hættu á lífsstílssjúkdómum vegna hreyfingarleysis að ekki sé talað um þátt hans í hlýnun jarðar. Það mikilvægasta er svo að hann dregur úr öllu götulífi, lífinu milli húsanna, félagslegum samskiptum og gerir borgirnar oftast leiðinlegri. Það er því í fullkomnu samræmi við umræðuna sem er áberandi um allan heim um útþenslu borganna, að skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu séu að reyna að stemma stigu við útþenslu byggðar. Fyrirbærið er kallað „Urban Sprawl – the uncontrolled expansion of urban areas“, ef einhver vill gúggla þetta. En menn eru víðast að tala um að hafa stjórn á þenslunni – ekki stöðva hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hilmar Þór Björnsson Samgöngur Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þó að mikið hafi verið rætt undanfarið um fyrirferð einkabílsins í borgarlandslaginu hefur ekki komið fram hve mikil fyrirferðin er. Hvað samgöngumannvirkin taka mikið pláss. Þetta var skoðað sérstaklega fyrir 15 árum og borið saman rými einkabílsins í ýmsum hverfum Reykjavíkurborgar og sett í samhengi við fjölda íbúða í hverfunum. Í örstuttu máli mátti skilja að skipulagsyfirvöld og ráðgjafar þeirra hefðu álitið landið nánast ókeypis. Árið 2004 þöktu samgöngumannvirkin 48% af borgarlandinu og byggð svæði nokkuð minna eða 42%. Það sem út af stendur eru 10% sem eru opin svæði. Þetta gildir fyrir borgina í heild. Ef nýju svæðin austan Elliðaáa eru skoðuð sérstaklega þá er staðan sú að 51% af borgarlandinu er ráðstafað fyrir samgöngumannvirkin og aðeins 35% voru undir byggð svæði og 14% undir opin svæði. Þegar einstök hverfi eru skoðuð og fermetrar samgangna á hverja íbúð bornir saman í hverfunum er munurinn gríðarlegur. Til að mynda eru 68 fermetrar samgöngumannvirkja á hverja íbúð í Vesturbænum sunnan Hringbrautar sem ekki virðist sérlega þéttur. Í Grafarholti fara 259 fermetrar í gatnakerfið fyrir hverja íbúð og 322 fermetrar á íbúð í Staðahverfi. Innra gatnakerfi Staðahverfis er samkvæmt skýrslunni fimm sinnum umfangsmeira en í Vesturbænum og tíu sinnum umfangsmeira en í Heimahverfinu svo dæmi séu tekin.Skýrsludrögin sem heita „Landþörf samgangna“ eru frá því í lok árs 2004 og voru unnin undir stjórn Haraldar Sigurðssonar skipulagsfræðings, sem er einn nokkurra frábærra starfsmanna umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Haraldur var síðar verkefnisstjóri vegna endurskoðunar aðalskipulagsins sem nú er í gildi, AR2010-2030. Það leikur ekki vafi á því í mínum huga að þessi könnun á landþörf samgangna hefur haft veruleg áhrif til góðs í allri þeirri vinnu. Maður veltir fyrir sér af hverju borgarskipulagið og ráðgjafar þess hafi ekki gert sér grein fyrir allri þeirri sóun sem lá fyrir í skipulagsvinnunni á árunum upp úr 1990 og flestum var ljós löngu áður en skýrsludrög Haraldar og félaga lágu fyrir. Það vissu þetta allir. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af þessu en þá, að skipulag borgarinnar hafi verið óvistvænt og dýrt. Skýrsludrögin segja okkur það og það þarf ekki annað en að horfa á umferðina í þessari litlu borg til að sjá að eitthvað hefur farið úrskeiðis í skipulagsmálunum. En það eru einmitt skipulagsákvarðanir sem eru helstu orsök umferðarvandans. Vanreifaðar skipulagsákvarðanir kosta okkur óhemju fé til umferðarmála. Miklabraut í stokk er dæmi um það. Hvað ætli það séu margar 126 þúsund manna borgir í heiminum sem eru með 1,7 km langan stokk fyrir innanbæjarumferð? En það birti til með AR2010-2030 sem stefnir til betri vegar. Ljóst er að það markmið að hægja á útþenslu byggðar á höfuðborgarsvæðinu er skynsamlegt en það næst ekki nema með öflugu almenningssamgöngukerfi en þó fyrst og fremst með markvissu skipulagi. Dreifðar borgir þar sem notkun einkabílsins er forsenda búsetunnar leiða til lakari lífsgæða, hærri framfærslukostnaðar og margfalds samgöngukostnaðar. Einkabílisminn stuðlar að styttri líftíma, meiri hættu á lífsstílssjúkdómum vegna hreyfingarleysis að ekki sé talað um þátt hans í hlýnun jarðar. Það mikilvægasta er svo að hann dregur úr öllu götulífi, lífinu milli húsanna, félagslegum samskiptum og gerir borgirnar oftast leiðinlegri. Það er því í fullkomnu samræmi við umræðuna sem er áberandi um allan heim um útþenslu borganna, að skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu séu að reyna að stemma stigu við útþenslu byggðar. Fyrirbærið er kallað „Urban Sprawl – the uncontrolled expansion of urban areas“, ef einhver vill gúggla þetta. En menn eru víðast að tala um að hafa stjórn á þenslunni – ekki stöðva hana.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun