Íslandsmeistarar Selfoss og FH berjast fyrir lífi sínu í EHF-bikarnum um helgina.
Selfoss tekur á móti sænska liðinu Malmö klukkan 18.00 á morgun og þarf að vinna upp sex marka forskot sænska liðsins.
Malmö vann fyrri leik liðanna, 33-27, eftir að staðan í leikhléi var 17-17. Íslandsmeistararnir þurfa því að eiga algjöran toppleik á morgun og þeir eru alltaf til alls vísir á heimavelli sínum.
FH er komið til Noregs þar sem liðið sækir Arendal heim. FH fékk á baukinn í fyrri leiknum í Krikanum, 25-30, og ljóst að það verður við ramman reip að draga. Sá leikur hefst klukkan 19.00 annað kvöld.
