Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2019 21:30 Giroud skorar eina mark leiksins. vísir/vilhelm Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. Það var algjörlega frábær stemning á Laugardalsvelli í kvöld og stuðningurinn sem strákarnir fengu frábær frá fyrstu mínútu. Þeir mættu líka vel einbeittir og til í að fórna sér í hvað sem er. Fyrri hálfleikur var heilt yfir ótrúlega tíðindalítill. Strákarnir gáfu fá færi á sér og sömu sögu má segja af Frökkum sem voru þess utan óvenju bitlausir fram á við. Þeir áttu ekki skot á markið fyrr en í lok fyrri hálfleiks sem var markalaus.Jóhann Berg meiðist Okkar menn urðu fyrir miklu áfalli eftir tæpan stundarfjórðung því þá þurfti Jóhann Berg Guðmundsson að fara af velli vegna meiðsla. Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikið högg það er fyrir sóknarleikinn. Hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson leysti hann af á kantinum en þó svo Jón hlaupi yfir fjöll og dali fyrir liðið þá er hann eðlilega allt öðruvísi leikmaður en Jóhann. Fyrri hálfleikur var mjög rólegur en Frakkarnir keyrðu upp hraðann í seinni hálfleik og leikurinn opnaðist mun meira. Varð talsvert fjörugri og skemmtilegri.Kolbeinn var mjög sterkur í kvöld.vísir/vilhelmUmdeild vítaspyrna Frakkarnir voru þó ekki að fá nein færi. Áfallið dundi þó yfir á 65. mínútu er dæmd var vítaspyrna á Ísland. Sá dómur var ansi ódýr. Antoine Griezmann, leikmaður Barcelona, fékk þá litla snertingu frá Ara Frey Skúlasyni, tók tvö skref og lét sig svo falla. Ítalski dómarinn, sem var með stjörnur í augunum yfir því að dæma hjá heimsmeisturunum, féll í gryfjuna og flautaði víti. Ekki í eina skiptið sem hann dæmdi á okkar menn fyrir litlar sakir. Olivier Giroud skoraði úr spyrnunni af miklu öryggi. Þetta reyndist vera markið sem skildi liðin að.Gylfi svekktur í leikslok.vísir/vilhelmÁttu skilið stig Okkar menn gáfu allt í lokakaflann en það vantaði herslumuninn og Frakkar geta talið sig nokkuð lánsama að fljúga heim með öll stigin í ferðatöskunni. Það var yfir litlu að kvarta í leik íslenska liðsins gegn frábæru liði heimsmeistaranna. Barátta, fórnir og frábært skipulag einkenndi leik liðsins þar sem allir voru oftast í takt. Það vantaði aðeins upp á gæðin fram á við og Jóhanns Bergs var sárt saknað. Þeir lögðu inn fyrir stigi í þessum leik en það er því miður ekki alltaf nóg. Strákarnir geta þó verið stoltir af þessari frammistöðu. EM 2020 í fótbolta
Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. Það var algjörlega frábær stemning á Laugardalsvelli í kvöld og stuðningurinn sem strákarnir fengu frábær frá fyrstu mínútu. Þeir mættu líka vel einbeittir og til í að fórna sér í hvað sem er. Fyrri hálfleikur var heilt yfir ótrúlega tíðindalítill. Strákarnir gáfu fá færi á sér og sömu sögu má segja af Frökkum sem voru þess utan óvenju bitlausir fram á við. Þeir áttu ekki skot á markið fyrr en í lok fyrri hálfleiks sem var markalaus.Jóhann Berg meiðist Okkar menn urðu fyrir miklu áfalli eftir tæpan stundarfjórðung því þá þurfti Jóhann Berg Guðmundsson að fara af velli vegna meiðsla. Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikið högg það er fyrir sóknarleikinn. Hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson leysti hann af á kantinum en þó svo Jón hlaupi yfir fjöll og dali fyrir liðið þá er hann eðlilega allt öðruvísi leikmaður en Jóhann. Fyrri hálfleikur var mjög rólegur en Frakkarnir keyrðu upp hraðann í seinni hálfleik og leikurinn opnaðist mun meira. Varð talsvert fjörugri og skemmtilegri.Kolbeinn var mjög sterkur í kvöld.vísir/vilhelmUmdeild vítaspyrna Frakkarnir voru þó ekki að fá nein færi. Áfallið dundi þó yfir á 65. mínútu er dæmd var vítaspyrna á Ísland. Sá dómur var ansi ódýr. Antoine Griezmann, leikmaður Barcelona, fékk þá litla snertingu frá Ara Frey Skúlasyni, tók tvö skref og lét sig svo falla. Ítalski dómarinn, sem var með stjörnur í augunum yfir því að dæma hjá heimsmeisturunum, féll í gryfjuna og flautaði víti. Ekki í eina skiptið sem hann dæmdi á okkar menn fyrir litlar sakir. Olivier Giroud skoraði úr spyrnunni af miklu öryggi. Þetta reyndist vera markið sem skildi liðin að.Gylfi svekktur í leikslok.vísir/vilhelmÁttu skilið stig Okkar menn gáfu allt í lokakaflann en það vantaði herslumuninn og Frakkar geta talið sig nokkuð lánsama að fljúga heim með öll stigin í ferðatöskunni. Það var yfir litlu að kvarta í leik íslenska liðsins gegn frábæru liði heimsmeistaranna. Barátta, fórnir og frábært skipulag einkenndi leik liðsins þar sem allir voru oftast í takt. Það vantaði aðeins upp á gæðin fram á við og Jóhanns Bergs var sárt saknað. Þeir lögðu inn fyrir stigi í þessum leik en það er því miður ekki alltaf nóg. Strákarnir geta þó verið stoltir af þessari frammistöðu.