Dramatískur sigur Tyrkja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tyrkir hafa verið á mikilli siglingu.
Tyrkir hafa verið á mikilli siglingu. vísir/getty
Cenk Tosun tryggði Tyrkjum sigur á Albaníu í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppnni EM 2020 í kvöld.

Sigurmark Tosun kom á síðustu mínútu venjulegs leiktíma eftir að Tyrkir höfðu verið sterkari aðilinn í leiknum en ekki náð að brjóta ísinn.

Sigurinn þýðir að Tyrkir eru ásamt Frökkum á toppnum með 18 stig. Íslendingar eru með 12 stig í þriðja sæti, Albanir með 10 og svo reka Andorra og Moldóva lestina með þrjú stig hvor.

Andorra vann sér inn sín stig í kvöld með sigri á Moldóvu á heimavelli sínum. Marc Vales gerði eina mark leiksins á 63. mínútu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira