Óvenjumargir greinst með lifrarbólgu C á árinu Birgir Olgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. október 2019 13:29 Margir í hópnum sem um ræðir eru sprautufíklar sem eru ekki að smitast í fyrsta sinn. Vísir/Getty Hópur sprautufíkla fer stækkandi hér á landi og er úrræða þörf að sögn sóttvarnalæknis. Óvenjumargir hafa greinst með lifrarbólgu C það sem af er ári, eða 72. Þar af eru um 22 endursmit einstaklinga sem áður höfðu læknast af sýkingunni. Flestir þeirra smituðu eru íslenskir ríkisborgarar og kynjaskipting nokkuð jöfn. 730 þáðu boð heilbrigðisyfirvalda um meðferð við lifrarbólgu C í upphafi þriggja ára meðferðarátaks árið 2016. Flestir þeirra hreinsuðust af sýkingunni. Í dag er talið að um 60 séu sýktir af lifrarbólgu C. Dregið hefur úr fjölda nýrra tilfella en endursýkingum hefur fjölgað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stóran hluta af þeim sem endursýkjast vera sprautufíkla sem ná ekki að læknast af sinni fíkn. „Þannig að það virðist vera að einstaklingar séu að sýkjast aftur þó það geti verið að þeir hafi læknast af sjúkdómnum þannig að er mjög mikilvægt að geta einblínt svolítið á þann hóp sprautufíkla og reyna að veita þeim betri meðferð en hefur verið gert,“ segir Þórólfur. Sjúkdómurinn smitast aðallega með sprautum og nálum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur„Þá er þetta hópurinn sem þarf að einblína á og reyna að bæta það með því að veita þessu fólki betri nálar og sprautur til þess að það mengist ekki og smitist aftur. Síðan þarf að reyna að lækna þetta fólk af sinni fíkn. Það er það sem þarf að einblína á í dag.“ Meðferðin við lifrarbólgu C er mjög dýr en meðferðarátakið var styrkt af lyfjafyrirtækinu sem framleiðir lyfið. „Þannig að ríkið bar ekki kostnað af lyfjameðferðinni og það var ákveðinn kostnaður sem fólst í því að ná til þessa fólks og rannsaka það. Rannsóknin hefur ekki verið íþyngjandi fyrir íslenska ríkið, en það kemur náttúrulega að því að þetta átak hættir og þá þarf ríkið að bera allan kostnað af því. Kostnaðurinn er umtalsverður við meðferð hvers einstaklings, þó ég geti ekki nefnt neina tölu í því.“ Þórólfur segir hóp sprautufíkla fara stækkandi og úrræða sé þörf. „Þannig að menn þurfa að gefa svolítið í til þess að veita þessum hópi betri þjónustu heldur en hefur verið gert, ef ráða á niðurlögum þessa sjúkdóms,“ segir Þórólfur að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Hópur sprautufíkla fer stækkandi hér á landi og er úrræða þörf að sögn sóttvarnalæknis. Óvenjumargir hafa greinst með lifrarbólgu C það sem af er ári, eða 72. Þar af eru um 22 endursmit einstaklinga sem áður höfðu læknast af sýkingunni. Flestir þeirra smituðu eru íslenskir ríkisborgarar og kynjaskipting nokkuð jöfn. 730 þáðu boð heilbrigðisyfirvalda um meðferð við lifrarbólgu C í upphafi þriggja ára meðferðarátaks árið 2016. Flestir þeirra hreinsuðust af sýkingunni. Í dag er talið að um 60 séu sýktir af lifrarbólgu C. Dregið hefur úr fjölda nýrra tilfella en endursýkingum hefur fjölgað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stóran hluta af þeim sem endursýkjast vera sprautufíkla sem ná ekki að læknast af sinni fíkn. „Þannig að það virðist vera að einstaklingar séu að sýkjast aftur þó það geti verið að þeir hafi læknast af sjúkdómnum þannig að er mjög mikilvægt að geta einblínt svolítið á þann hóp sprautufíkla og reyna að veita þeim betri meðferð en hefur verið gert,“ segir Þórólfur. Sjúkdómurinn smitast aðallega með sprautum og nálum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur„Þá er þetta hópurinn sem þarf að einblína á og reyna að bæta það með því að veita þessu fólki betri nálar og sprautur til þess að það mengist ekki og smitist aftur. Síðan þarf að reyna að lækna þetta fólk af sinni fíkn. Það er það sem þarf að einblína á í dag.“ Meðferðin við lifrarbólgu C er mjög dýr en meðferðarátakið var styrkt af lyfjafyrirtækinu sem framleiðir lyfið. „Þannig að ríkið bar ekki kostnað af lyfjameðferðinni og það var ákveðinn kostnaður sem fólst í því að ná til þessa fólks og rannsaka það. Rannsóknin hefur ekki verið íþyngjandi fyrir íslenska ríkið, en það kemur náttúrulega að því að þetta átak hættir og þá þarf ríkið að bera allan kostnað af því. Kostnaðurinn er umtalsverður við meðferð hvers einstaklings, þó ég geti ekki nefnt neina tölu í því.“ Þórólfur segir hóp sprautufíkla fara stækkandi og úrræða sé þörf. „Þannig að menn þurfa að gefa svolítið í til þess að veita þessum hópi betri þjónustu heldur en hefur verið gert, ef ráða á niðurlögum þessa sjúkdóms,“ segir Þórólfur að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira