Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. október 2019 09:03 Sýrlenskar hersveitir studdar af Tyrkjum vinna nú að landvinningum á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Vísir/AP Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. Guardian greinir frá þessu og vitnar í mannréttindasamtök í Sýrlandi. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að bifreiðar borgaranna sem teknir voru af lífi hafi verið stöðvaðar á hraðbraut við landamæri Sýrlands og Tyrklands og fólkið dregið út af áðurnefndum hernaðarhópum. Fólkið hafi í kjölfarið verið drepið. „Borgararnir níu voru teknir af lífi á mismunandi tímapunktum suður við bæinn Tal Abyad,“ hefur Guardian eftir samtökunum. Einhverjar aftakanna náðust á myndbandsupptökur á farsíma og hafa vakið sterk viðbrögð þeirra sem saka Tyrki um tilraunir til þjóðernishreinsana á Kúrdum. Kúrdíska stjórnmálakonan Havrin Khalaf og bílstjóri hennar voru á meðal þeirra sem drepin voru. Myndband af aftökunni, tekið upp af þeim sem myrti þau, sýnir þegar þau, ásamt fleira fólki, eru skotin við kant hraðbrautarinnar. Í myndbandinu má einnig heyra vígamennina hreyta ókvæðisorðum að fólkinu. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að upptökur af aftökunum eru ósviknar. „Khalaf var tekin út úr bifreið sinni í miðri árás studdri af Tyrkjum og tekin af lífi af málaliðaher studdum af tyrkneskum yfirvöldum,“ segir í yfirlýsingu Sýrlenska lýðræðishersins, SDF. Khalaf var aðalritari Framtíðarflokks Sýrlands. Hún var 35 ára. Multu Civiroglu, sérfræðingur í kúrdískum stjórnmálum, sagði sjónarsvipti vera að henni fyrir Kúrda. „Hún var mikill málamiðlari. Hún tók þátt í öllum fundum með Bandaríkjamönnum, Frökkum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir nokkrum dögum að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi. Ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. Guardian greinir frá þessu og vitnar í mannréttindasamtök í Sýrlandi. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að bifreiðar borgaranna sem teknir voru af lífi hafi verið stöðvaðar á hraðbraut við landamæri Sýrlands og Tyrklands og fólkið dregið út af áðurnefndum hernaðarhópum. Fólkið hafi í kjölfarið verið drepið. „Borgararnir níu voru teknir af lífi á mismunandi tímapunktum suður við bæinn Tal Abyad,“ hefur Guardian eftir samtökunum. Einhverjar aftakanna náðust á myndbandsupptökur á farsíma og hafa vakið sterk viðbrögð þeirra sem saka Tyrki um tilraunir til þjóðernishreinsana á Kúrdum. Kúrdíska stjórnmálakonan Havrin Khalaf og bílstjóri hennar voru á meðal þeirra sem drepin voru. Myndband af aftökunni, tekið upp af þeim sem myrti þau, sýnir þegar þau, ásamt fleira fólki, eru skotin við kant hraðbrautarinnar. Í myndbandinu má einnig heyra vígamennina hreyta ókvæðisorðum að fólkinu. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að upptökur af aftökunum eru ósviknar. „Khalaf var tekin út úr bifreið sinni í miðri árás studdri af Tyrkjum og tekin af lífi af málaliðaher studdum af tyrkneskum yfirvöldum,“ segir í yfirlýsingu Sýrlenska lýðræðishersins, SDF. Khalaf var aðalritari Framtíðarflokks Sýrlands. Hún var 35 ára. Multu Civiroglu, sérfræðingur í kúrdískum stjórnmálum, sagði sjónarsvipti vera að henni fyrir Kúrda. „Hún var mikill málamiðlari. Hún tók þátt í öllum fundum með Bandaríkjamönnum, Frökkum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir nokkrum dögum að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi. Ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38