Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin.
Johnson mun í vikunni halda á leiðtogafund ESB í Brussel þar sem framtíð samninga um Brexit mun væntanlega ráðast. Breska þingið mun svo koma saman á laugardaginn og greiða atkvæði um þann samning sem forsætisráðherrann gæti hafa náð í Brussel.
Viðræður fulltrúa ESB og Bretlands eru sagðar ganga hægt og vildi aðalsamningamaður ESB ekki útiloka að þær myndu standa fram yfir leiðtogafundinn.
