Fjöldi fólks flykktist út á götur Barcelona og annarra borga Katalóníuhéraðs í dag og lýstu yfir stuðningi við þá leiðtoga sjálfsstjórnarhreyfinga Katalóníu sem hlutu þunga dóma í hæstarétti Spánar í morgun.
Við ræðum við Alfred Bosch, ráðherra utanríkismála í katalónsku héraðsstjórninni, sem segir að um pólitískan dóm sé að ræða. Niðurstaða hæstaréttar sé skömm fyrir Spán.
Á sjötta tug eru látnir eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir stóran hluta Japans.
Í kvöldfréttum ætlum við að ræða við íslenska konu sem býr í Tokyo sem segir að það hafi verið afar sérstakt að upplifa þessa milljóna manna borg tóma eftir að yfirvöld settu útgöngubann á, vegna stormsins.
Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18:30.
Innlent