Lögreglumaður afhenti ofbeldismanni upplýsingar um fórnarlamb Sylvía Hall skrifar 14. október 2019 18:52 Saksóknari í málinu sagði að um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Vísir/Getty Ástralskur lögregluþjónn var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í gagnagrunn lögreglu og sótt upplýsingar um fórnarlamb heimilisofbeldis. Upplýsingarnar veitti hann árásarmanni konunnar og fyrrverandi kærasta, sem var jafnframt æskuvinur hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að atvikið átti sér stað fyrir fimm árum síðan. Lögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Neil Punchard. Punchard náði í upplýsingar um heimilisfang konunnar og sendi þær á manninn. Í kjölfarið sendi hann honum smáskilaboð þar sem hann sagði: „Segðu bara við hana að þú vitir hvar hún eigi heima og láttu þar við liggja. Lol.“ Í vitnaskýrslu sagðist konan hafa upplifað mikla streitu og kvíða vegna málsins og hún lifi við þjáningar á hverjum degi. Lögreglumenn eigi að vernda hana en hafi í staðinn gert hið andstæða. „Sú staðreynd að þetta var ekkert slys, heldur vísvitandi, og þetta var útsmogið, það hefur gert þetta allt sársaukafyllra. Sama hvað ég geri, ég get ekki upplifað mig örugga.“ Málið kom fyrir dómstóla í kjölfar margra ára baráttu brotaþolans en hún leitaði fyrst til lögreglu fyrir þremur árum síðan. Atvikið átti sér stað í miðjum skilnaði hennar og árásarmannsins og hafði lögreglumaðurinn ekki áhyggjur af afleiðingum málsins því hann gæti einfaldlega „notað nafnið sitt“ og reddað manninum ef einhverjar kvartanir kæmu upp. Punchard hafnar því að hafa vitað að um ofbeldissamband væri að ræða en saksóknari í málinu sagði að það skipti engu þar sem um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Í dag er í gildi nálgunarbann og má árásarmaðurinn hvorki eiga í samskiptum við fyrrverandi eiginkonu sína né börn þeirra. Ástralía Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Ástralskur lögregluþjónn var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í gagnagrunn lögreglu og sótt upplýsingar um fórnarlamb heimilisofbeldis. Upplýsingarnar veitti hann árásarmanni konunnar og fyrrverandi kærasta, sem var jafnframt æskuvinur hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að atvikið átti sér stað fyrir fimm árum síðan. Lögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Neil Punchard. Punchard náði í upplýsingar um heimilisfang konunnar og sendi þær á manninn. Í kjölfarið sendi hann honum smáskilaboð þar sem hann sagði: „Segðu bara við hana að þú vitir hvar hún eigi heima og láttu þar við liggja. Lol.“ Í vitnaskýrslu sagðist konan hafa upplifað mikla streitu og kvíða vegna málsins og hún lifi við þjáningar á hverjum degi. Lögreglumenn eigi að vernda hana en hafi í staðinn gert hið andstæða. „Sú staðreynd að þetta var ekkert slys, heldur vísvitandi, og þetta var útsmogið, það hefur gert þetta allt sársaukafyllra. Sama hvað ég geri, ég get ekki upplifað mig örugga.“ Málið kom fyrir dómstóla í kjölfar margra ára baráttu brotaþolans en hún leitaði fyrst til lögreglu fyrir þremur árum síðan. Atvikið átti sér stað í miðjum skilnaði hennar og árásarmannsins og hafði lögreglumaðurinn ekki áhyggjur af afleiðingum málsins því hann gæti einfaldlega „notað nafnið sitt“ og reddað manninum ef einhverjar kvartanir kæmu upp. Punchard hafnar því að hafa vitað að um ofbeldissamband væri að ræða en saksóknari í málinu sagði að það skipti engu þar sem um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Í dag er í gildi nálgunarbann og má árásarmaðurinn hvorki eiga í samskiptum við fyrrverandi eiginkonu sína né börn þeirra.
Ástralía Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira