Innlent

Akureyringum boðið til fundar um ellefu hæða blokkirnar á Oddeyrinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona líta tillögurnar út.
Svona líta tillögurnar út. Zeppelin arkitektar
Skipulagssvið Akureyrar hefur boðað til kynningarfundar í Hofi þar sem kynna á breytingar á aðalskipulagi fyrir Oddeyrina á Akureyri. Um er að ræða fimm fjölbýlishús sem verða mest ellefu metra há.

Líkt og Vísir greindi frá á dögunum samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni.

Fundurinn verður í Hofi á mánudaginn klukkan 17 en fundarboðið má lesa hér.

Helstu áhyggjuraddir íbúa snúa að flugumferð í kringum húsin og breyttri bæjarmynd með komu nýju húsanna.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum og ítarlega umfjöllun um málið má lesa hér.


Tengdar fréttir

Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni

Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi.

Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út

"Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×