Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 19:00 Herdís Gunnarsdóttir er settur forstjóri Reykjalundar en hún byrjaði sem framkvæmdarstjóri endurhæfingar við stofnunina fyrir hálfum mánuði. Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. Starfsmannafundur var haldinn á Reykjalundi í hádeginu í dag þar sem tilkynnt var um nýja stjórnendur stofnunarinnar. Fundurinn var haldinn í skugga vantrausts sem um hundrað starfsmenn lýstu vantrausti á stjórn stofnunarinnar í síðustu viku eftir að forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var fyrirvaralaust sagt upp.Þurfti að hugsa sig vel um Herdís Gunnarssdóttir settur forstjóri segist hafa hugsað sig vel um þegar henni bauðst að taka starfið að sér en aðeins tvær vikur eru síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingar. „Þetta er auðvitað mjög flókin staða og ég var mjög hugi um hvort ég ætti að taka þetta að mér og í raun ákvað ég ekki að gera það fyrr en mjög seint í gærkvöldi og þá mér tímabundið. Ég setti fram kröfur um að áheyrnafulltrúi SÍBS viki af fundum framkvæmdastjórnar og að staða forstjóra yrði auglýst sem fyrst. Þá er mikilvægt að átta sig á því að það þarf að vera starfhæf framkvæmdarstjóri við Reykjalund til að hægt sé að semja við Sjúkratryggingar Íslands og það er líka forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt um næstu mánaðarmót,“ segir Herdís. Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga við Reykjalund, Hann hlakkar til að starfa þar,Einn umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra lækninga Staða framkvæmdastjóra lækninga var auglýst í sumar og sótti Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um stöðuna og var ráðinn í dag. Hann hefði viljað sjá fleiri umsækjendur. „Ég túlka það einhvern veginn þannig að menn hafi verið að mótmæla eða ekki haft hug á að sækja um starfið. Ég tel að það hafi verið mistök því ég hefði viljað keppa við þá hæfu menn sem eru starfandi hér. Landlæknir mati mig hæfan í stöðuna og það hefði verið óþægilegt ef það hefði verið einhver vafi á því en ég hef unnið mikið í endurhæfingu sem geðlæknir,“ segir Ólafur. Hann segist lengi hafa dreymt um að starfa á Reykjalundi pg skilji vel reiði starfsfólks. „Ég skil að það er mikil vanlíðan í húsinu og ég held að það geti verið kostur að fá einhvern utanfrá eins og mig. Ég vil reyna að skilja hvernig hægt er að vinna úr reiðinni svo að hlutirnir fari í góðan farveg. Ég þekki til starfseminnar og veit hvað það er merkilegt starf unnið hérna, ég brenn fyrir því og hlakka til að starfa hér“ segir Ólafur. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS segir að margt hefði mátt fara öðruvísi þegar tveimur stjórnendum var sagt upp á Reykjalundi.VísirSveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS segist hafa skilning á ólgu meðal starfsmanna „Ég hef ekkert um það að segja en ég skil reiðina og undirtóninn og allt og get ekkert gert meira,“ segir Sveinn. Sveinn segir að kannski hefði mátt fara öðruvísi að í uppsögnunum. „Ég get ekki sagt hvernig þær báru að það er bara trúnaðarmál, auðvitað getur margt hafa mátt hafa farið öðruvísi,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. Starfsmannafundur var haldinn á Reykjalundi í hádeginu í dag þar sem tilkynnt var um nýja stjórnendur stofnunarinnar. Fundurinn var haldinn í skugga vantrausts sem um hundrað starfsmenn lýstu vantrausti á stjórn stofnunarinnar í síðustu viku eftir að forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var fyrirvaralaust sagt upp.Þurfti að hugsa sig vel um Herdís Gunnarssdóttir settur forstjóri segist hafa hugsað sig vel um þegar henni bauðst að taka starfið að sér en aðeins tvær vikur eru síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingar. „Þetta er auðvitað mjög flókin staða og ég var mjög hugi um hvort ég ætti að taka þetta að mér og í raun ákvað ég ekki að gera það fyrr en mjög seint í gærkvöldi og þá mér tímabundið. Ég setti fram kröfur um að áheyrnafulltrúi SÍBS viki af fundum framkvæmdastjórnar og að staða forstjóra yrði auglýst sem fyrst. Þá er mikilvægt að átta sig á því að það þarf að vera starfhæf framkvæmdarstjóri við Reykjalund til að hægt sé að semja við Sjúkratryggingar Íslands og það er líka forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt um næstu mánaðarmót,“ segir Herdís. Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga við Reykjalund, Hann hlakkar til að starfa þar,Einn umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra lækninga Staða framkvæmdastjóra lækninga var auglýst í sumar og sótti Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um stöðuna og var ráðinn í dag. Hann hefði viljað sjá fleiri umsækjendur. „Ég túlka það einhvern veginn þannig að menn hafi verið að mótmæla eða ekki haft hug á að sækja um starfið. Ég tel að það hafi verið mistök því ég hefði viljað keppa við þá hæfu menn sem eru starfandi hér. Landlæknir mati mig hæfan í stöðuna og það hefði verið óþægilegt ef það hefði verið einhver vafi á því en ég hef unnið mikið í endurhæfingu sem geðlæknir,“ segir Ólafur. Hann segist lengi hafa dreymt um að starfa á Reykjalundi pg skilji vel reiði starfsfólks. „Ég skil að það er mikil vanlíðan í húsinu og ég held að það geti verið kostur að fá einhvern utanfrá eins og mig. Ég vil reyna að skilja hvernig hægt er að vinna úr reiðinni svo að hlutirnir fari í góðan farveg. Ég þekki til starfseminnar og veit hvað það er merkilegt starf unnið hérna, ég brenn fyrir því og hlakka til að starfa hér“ segir Ólafur. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS segir að margt hefði mátt fara öðruvísi þegar tveimur stjórnendum var sagt upp á Reykjalundi.VísirSveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS segist hafa skilning á ólgu meðal starfsmanna „Ég hef ekkert um það að segja en ég skil reiðina og undirtóninn og allt og get ekkert gert meira,“ segir Sveinn. Sveinn segir að kannski hefði mátt fara öðruvísi að í uppsögnunum. „Ég get ekki sagt hvernig þær báru að það er bara trúnaðarmál, auðvitað getur margt hafa mátt hafa farið öðruvísi,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira