Sérþjálfaður til þess að finna peninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. október 2019 21:45 Grunur er um að farið sé með meira af peningum úr landi en tilkynnt er um. Stjórnvöld vinna að því að efla varnir við landamæri Íslands til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Leitarhundur hjá Tollgæslunni hefur verið þjálfaður til að finna peninga gagngert til þess að sporna við peningaþvætti. Alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, Financial Action Task Force (FATF) hefur beint 40 tilmælum til íslenskra stjórnvalda um þætti sem þarf að bregðast við. Í byrjun september höfðu íslensk stjórnvöld uppfyllt tuttugu og átta af fjörutíu tilmælum vinnuhópsins og ellefu tilmæli voru uppfyllt að hluta. Síðan þá Alþingi afgreitt tvö lagafrumvörp annars vegar sem snýr að skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri og hins vegar lagafrumvarp sem snýr að hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá TollgæslunniVísir/BaldurTollgæslan bregst við og eflir varnir við landamæri Tollgæslan hefur eflt varnir sínar af þessum sökum við landamæri Íslands og hefur leitarhundur verið sérstaklega þjálfaður til þess að finna peninga. „Okkar viðbrögð eru þau að við er að bæta þessu í lyktarflóru hundanna, peningalykt sem sagt. Við fáum svokallað "peningaskrats" frá Seðlabankanum sem við æfum hundanna á. Byrjunin lofar góðu. Hundurinn er mjög fljótur að merkja þetta og þetta er greinilega eitthvað sem á eftir að virka,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Hundurinn er þjálfaður með lykt peningakurli.Vísir/Jóhann K.Talið að meira sé sé farið út með reiðufé en upplýsingar eru um Tollgæslan hefur upplýsingar um að hér á landi sem og hjá nágrannaþjóðum sé mikið um það að fólk ferðist með peningaseðla í ferðatöskum eða bakpokum á milli landa. „Stundum er þetta löglegt fé og ekkert við því að segja en stundum er þetta illa fengið fé, peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka og þá er þetta eitthvað sem gert er upptækt af yfirvöldum,“ segir Ársæll. Ársæll segir fólk ekki almennt ekki með það á hreinu hversu mikið fé sé heimilt að koma með, eða fara með úr landi. Sú upphæð er 10.000 evrur eða tæplega fjórtán hundruð þúsund krónum. Sé upphæðin hærri þarf að upplýsa tollgæsluna um það með sérstakri umsókn. Það sem af er þessu ári hafa aðeins sex aðilar tilkynnt um flutning fjármagns yfir þessari upphæð. Allt árið í fyrra voru þeir átta og árið 2017 sextán. Ársæll segir þetta lágt hlutfall. „Ef við skoðum tölur frá nágrannalöndunum ætti að vera meira á ferðinni á milli landa þannig að það verður fróðlegt að vita hvernig árangur okkar verður,“ segir Ársæll. Dýr Ísland á gráum lista FATF Tollgæslan Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 10. október 2019 13:51 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Grunur er um að farið sé með meira af peningum úr landi en tilkynnt er um. Stjórnvöld vinna að því að efla varnir við landamæri Íslands til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Leitarhundur hjá Tollgæslunni hefur verið þjálfaður til að finna peninga gagngert til þess að sporna við peningaþvætti. Alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, Financial Action Task Force (FATF) hefur beint 40 tilmælum til íslenskra stjórnvalda um þætti sem þarf að bregðast við. Í byrjun september höfðu íslensk stjórnvöld uppfyllt tuttugu og átta af fjörutíu tilmælum vinnuhópsins og ellefu tilmæli voru uppfyllt að hluta. Síðan þá Alþingi afgreitt tvö lagafrumvörp annars vegar sem snýr að skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri og hins vegar lagafrumvarp sem snýr að hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá TollgæslunniVísir/BaldurTollgæslan bregst við og eflir varnir við landamæri Tollgæslan hefur eflt varnir sínar af þessum sökum við landamæri Íslands og hefur leitarhundur verið sérstaklega þjálfaður til þess að finna peninga. „Okkar viðbrögð eru þau að við er að bæta þessu í lyktarflóru hundanna, peningalykt sem sagt. Við fáum svokallað "peningaskrats" frá Seðlabankanum sem við æfum hundanna á. Byrjunin lofar góðu. Hundurinn er mjög fljótur að merkja þetta og þetta er greinilega eitthvað sem á eftir að virka,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Hundurinn er þjálfaður með lykt peningakurli.Vísir/Jóhann K.Talið að meira sé sé farið út með reiðufé en upplýsingar eru um Tollgæslan hefur upplýsingar um að hér á landi sem og hjá nágrannaþjóðum sé mikið um það að fólk ferðist með peningaseðla í ferðatöskum eða bakpokum á milli landa. „Stundum er þetta löglegt fé og ekkert við því að segja en stundum er þetta illa fengið fé, peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka og þá er þetta eitthvað sem gert er upptækt af yfirvöldum,“ segir Ársæll. Ársæll segir fólk ekki almennt ekki með það á hreinu hversu mikið fé sé heimilt að koma með, eða fara með úr landi. Sú upphæð er 10.000 evrur eða tæplega fjórtán hundruð þúsund krónum. Sé upphæðin hærri þarf að upplýsa tollgæsluna um það með sérstakri umsókn. Það sem af er þessu ári hafa aðeins sex aðilar tilkynnt um flutning fjármagns yfir þessari upphæð. Allt árið í fyrra voru þeir átta og árið 2017 sextán. Ársæll segir þetta lágt hlutfall. „Ef við skoðum tölur frá nágrannalöndunum ætti að vera meira á ferðinni á milli landa þannig að það verður fróðlegt að vita hvernig árangur okkar verður,“ segir Ársæll.
Dýr Ísland á gráum lista FATF Tollgæslan Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 10. október 2019 13:51 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45
Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00
Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15
Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 10. október 2019 13:51