Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2019 22:15 Sveitabærinn sem fjölskyldan hélt til á. epa/Wilbert Bijzitter Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. „Fjölskyldufaðirinn,“ sem er 58 ára gamall bjó á bóndabýli í Drenthe héraði í norðurhlut Hollands ásamt sex öðrum fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18 til 25 ára. Hópurinn fannst eftir að einn sexmenninganna pantaði sér bjór á bar í nágrannabænum Ruinerwold. Þar sagði hann starfsfólki barsins að hann þyrfti á hjálp að halda. Eldri maðurinn var upphaflega talinn vera faðir hinna íbúanna en sveitarstjóri Ruinerwold, Roger de Groot, sagði í samtali við fréttamenn að svo væri ekki. Þá væri hann heldur ekki eigandi býlisins. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ bætti de Groot við. Samkvæmt fréttastofu RTV Drenthe hafði fjölskyldan búið á býlinu í algerri einangrun og biði hún eftir heimsendi.Fjölskyldan hafði ekki verið samskiptum við umheiminn í mörg ár.epa/Wilbert BijzitterEigandi barsins, Chris Westerbeek, lýsti því við fréttamiðilinn hvernig einn fjölskyldumeðlimanna hafði gengið inn á barinn, pantað sér fimm bjóra og drukkið þá alla. „Ég spjallaði við hann og hann sagði mér þá að hann hafi flúið og þyrfti á hjálp að halda… þá hringdum við á lögregluna.“ „Hárið hans var sítt, skegg hans var skítugt, hann klæddist gömlum fötum og virtist mjög áttaviltur. Hann sagðist aldrei hafa gengið í skóla og hefði ekki farið í klippingu í níu ár,“ bætti Westerbeek við. „Hann sagðist eiga bræður og systur sem byggju á sveitabænum. Hann sagðist vera elstur og vildi stöðva það hvernig þau byggju.“ Eftir tilkynningu bareigandans fóru lögreglumenn að sveitabænum og framkvæmdu þar leit. Þar fundu þeir falinn stigagang á bak við skáp í stofu hússins sem lá niður í kjallarann þar sem fjölskyldan bjó.Hier zat klaarblijkelijk een gezin ondergedoken, wachtende op het einde der tijden. Ligt aan een kanaal, paar kilometer buiten het dorp. Volop onderzoek. We worden op afstand gehouden. #bizar #Ruinerwold pic.twitter.com/dUDY8D74cR — Mark Mensink (@IntoBits) October 15, 2019 Í Ruinerwold búa tæplega 3.000 manns og er sveitabærinn rétt utan við bæinn. Á sveitabænum, sem er lítið sýnilegur vegna trjáa, er bæði grænmetisgarður og ein geit. Nágranni sagði í samtali við hollenska fréttamiðla að hann hafi bara séð einn mann á sveitabænum í gegn um tíðina og aldrei nein börn. Þá hafi verið ýmis dýr á bænum svo sem gæsir og hundur. Bréfberinn á svæðinu sagði þá að hann hafi aldrei borið út póst á býlið. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að 58 ára gamli maðurinn hafi verið handtekinn og verið væri að rannsaka málið nú en maðurinn hafði ekki verið samvinnuþýður. „Í gær barst okkur tilkynning um áhyggjur á lifnaðarháttum fólks sem var búsett í hás í Buitenhuizerweg í #Ruinerwold,“ skrifaði lögreglan á Twitter. „Við fórum þangað.“Gisteren heeft zich iemand bij ons gemeld die zich zorgen maakte om de leefomstandigheden van mensen in een woning aan de Buitenhuizerweg in #Ruinerwold. Zij zouden daar in een afgesloten ruimte verblijven. Wij zijn daar heen gegaan. — Politie Drenthe (@poldrenthe) October 15, 2019 „Enn er mörgum spurningum ósvarað,“ söguð þeir og bættu við að rannsókn væri nú í fullum gangi. Ekki er ljóst hve lengi fjölskyldan hefur haldið til í kjallaranum eða hvað kom fyrir móður barnanna en sveitastjórinn sagði að hún hafi látist fyrir nokkru síðan. Holland Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. „Fjölskyldufaðirinn,“ sem er 58 ára gamall bjó á bóndabýli í Drenthe héraði í norðurhlut Hollands ásamt sex öðrum fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18 til 25 ára. Hópurinn fannst eftir að einn sexmenninganna pantaði sér bjór á bar í nágrannabænum Ruinerwold. Þar sagði hann starfsfólki barsins að hann þyrfti á hjálp að halda. Eldri maðurinn var upphaflega talinn vera faðir hinna íbúanna en sveitarstjóri Ruinerwold, Roger de Groot, sagði í samtali við fréttamenn að svo væri ekki. Þá væri hann heldur ekki eigandi býlisins. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ bætti de Groot við. Samkvæmt fréttastofu RTV Drenthe hafði fjölskyldan búið á býlinu í algerri einangrun og biði hún eftir heimsendi.Fjölskyldan hafði ekki verið samskiptum við umheiminn í mörg ár.epa/Wilbert BijzitterEigandi barsins, Chris Westerbeek, lýsti því við fréttamiðilinn hvernig einn fjölskyldumeðlimanna hafði gengið inn á barinn, pantað sér fimm bjóra og drukkið þá alla. „Ég spjallaði við hann og hann sagði mér þá að hann hafi flúið og þyrfti á hjálp að halda… þá hringdum við á lögregluna.“ „Hárið hans var sítt, skegg hans var skítugt, hann klæddist gömlum fötum og virtist mjög áttaviltur. Hann sagðist aldrei hafa gengið í skóla og hefði ekki farið í klippingu í níu ár,“ bætti Westerbeek við. „Hann sagðist eiga bræður og systur sem byggju á sveitabænum. Hann sagðist vera elstur og vildi stöðva það hvernig þau byggju.“ Eftir tilkynningu bareigandans fóru lögreglumenn að sveitabænum og framkvæmdu þar leit. Þar fundu þeir falinn stigagang á bak við skáp í stofu hússins sem lá niður í kjallarann þar sem fjölskyldan bjó.Hier zat klaarblijkelijk een gezin ondergedoken, wachtende op het einde der tijden. Ligt aan een kanaal, paar kilometer buiten het dorp. Volop onderzoek. We worden op afstand gehouden. #bizar #Ruinerwold pic.twitter.com/dUDY8D74cR — Mark Mensink (@IntoBits) October 15, 2019 Í Ruinerwold búa tæplega 3.000 manns og er sveitabærinn rétt utan við bæinn. Á sveitabænum, sem er lítið sýnilegur vegna trjáa, er bæði grænmetisgarður og ein geit. Nágranni sagði í samtali við hollenska fréttamiðla að hann hafi bara séð einn mann á sveitabænum í gegn um tíðina og aldrei nein börn. Þá hafi verið ýmis dýr á bænum svo sem gæsir og hundur. Bréfberinn á svæðinu sagði þá að hann hafi aldrei borið út póst á býlið. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að 58 ára gamli maðurinn hafi verið handtekinn og verið væri að rannsaka málið nú en maðurinn hafði ekki verið samvinnuþýður. „Í gær barst okkur tilkynning um áhyggjur á lifnaðarháttum fólks sem var búsett í hás í Buitenhuizerweg í #Ruinerwold,“ skrifaði lögreglan á Twitter. „Við fórum þangað.“Gisteren heeft zich iemand bij ons gemeld die zich zorgen maakte om de leefomstandigheden van mensen in een woning aan de Buitenhuizerweg in #Ruinerwold. Zij zouden daar in een afgesloten ruimte verblijven. Wij zijn daar heen gegaan. — Politie Drenthe (@poldrenthe) October 15, 2019 „Enn er mörgum spurningum ósvarað,“ söguð þeir og bættu við að rannsókn væri nú í fullum gangi. Ekki er ljóst hve lengi fjölskyldan hefur haldið til í kjallaranum eða hvað kom fyrir móður barnanna en sveitastjórinn sagði að hún hafi látist fyrir nokkru síðan.
Holland Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira