Johnson verður að gefa eftir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. október 2019 06:45 Michel Barnier er orðinn þreyttur á Johnson. Nordicphotos/Getty Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. Samkvæmt Benn-lögunum svokölluðu þarf Johnson að biðja Evrópusambandið um frekari útgöngufrest ef samningur verður ekki samþykktur fyrir laugardag. Johnson vill fyrir alla muni koma í veg fyrir það enda byggði hann framboð sitt á að klára útgönguna þann 31. október, sama hvað. Fyrir helgi virtist vera að rofa til eftir að Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, funduðu í Liverpool. Ekki fékkst upp gefið hvað hefði breyst en stjórnmálaskýrendur ytra telja að Johnson hafi gefið verulega eftir í kröfum sem settar voru fram skömmu áður í „lokatilboðinu“. Talið er að Johnson hafi í grunninn fallist á tollalandamæri á Írlandshafi og þar með brugðist DUP, flokki sambandssinna á Norður-Írlandi. Síðan þá hefur hins vegar dregið úr bjartsýninni og andrúmsloftið í herbúðum Evrópusambandsins ber vitni um að meiri tíma þurfi til þess að vinna að samningi. Ekki megi flýta ferlinu of mikið því mikið sé í húfi, sérstaklega til þess að halda friðinn á Norður-Írlandi. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að nota drottninguna til að koma á framfæri kosningaloforðum sínum fyrir þingkosningar sem búist er við að verði á næstunni. 14. október 2019 15:44 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. Samkvæmt Benn-lögunum svokölluðu þarf Johnson að biðja Evrópusambandið um frekari útgöngufrest ef samningur verður ekki samþykktur fyrir laugardag. Johnson vill fyrir alla muni koma í veg fyrir það enda byggði hann framboð sitt á að klára útgönguna þann 31. október, sama hvað. Fyrir helgi virtist vera að rofa til eftir að Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, funduðu í Liverpool. Ekki fékkst upp gefið hvað hefði breyst en stjórnmálaskýrendur ytra telja að Johnson hafi gefið verulega eftir í kröfum sem settar voru fram skömmu áður í „lokatilboðinu“. Talið er að Johnson hafi í grunninn fallist á tollalandamæri á Írlandshafi og þar með brugðist DUP, flokki sambandssinna á Norður-Írlandi. Síðan þá hefur hins vegar dregið úr bjartsýninni og andrúmsloftið í herbúðum Evrópusambandsins ber vitni um að meiri tíma þurfi til þess að vinna að samningi. Ekki megi flýta ferlinu of mikið því mikið sé í húfi, sérstaklega til þess að halda friðinn á Norður-Írlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að nota drottninguna til að koma á framfæri kosningaloforðum sínum fyrir þingkosningar sem búist er við að verði á næstunni. 14. október 2019 15:44 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30
Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að nota drottninguna til að koma á framfæri kosningaloforðum sínum fyrir þingkosningar sem búist er við að verði á næstunni. 14. október 2019 15:44
ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40