Leggja kísilveri PCC ekki til aukið fé í bili Hörður Ægisson skrifar 16. október 2019 08:00 Árleg framleiðsla kísilversins PCC á Bakka við Húsavík á að nema 32 þúsund tonnum. Íslenskir lífeyrissjóðir, sem eru á meðal hluthafa kísilversins PCC á Bakka við Húsavík, hyggjast ekki leggja fyrirtækinu til nýtt fjármagn í bili en áætlanir hafa gert ráð fyrir að kísilverið þurfi mögulega að fá innspýtingu að fjárhæð 40 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 5 milljarða króna, svo að tryggja megi rekstrargrundvöll þess. PCC SE, sem á 86,5 prósent alls hlutafjár í kísilverinu, hafði leitað til sjóðanna um að koma að þeirri fjármögnun í samræmi við hlutfallslegan eignarhlut lífeyrissjóðanna ásamt þýska fyrirtækinu, en lagt hefur verið upp með að hún yrði þá annaðhvort í formi nýs hlutafjár eða hluthafaláns. Boðað hefur verið til fundar hjá hluthöfum samlagshlutafélagsins Bakkastakks, sem er í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka og fer með 13,5 prósenta hlut í PCC, í næstu viku en samkvæmt heimildum Markaðarins áforma lífeyrissjóðirnir að koma ekki með frekara fjármagn inn í rekstur kísilversins á þessari stundu. Vilja sjóðirnir að verksmiðjan nái fyrst stöðugum og fullum afköstum samfellt í nokkra mánuði, auk þess að sjá hvort viðsnúningur verði í kísilverði á næstunni, áður en þeir skuldbinda sig til að leggja fyrirtækinu til aukið fjármagn. Miklar tafir og erfiðar aðstæður á hrávörumörkuðum, þar sem kísilverð hefur farið lækkandi samhliða tollastríði Bandaríkjanna og Kína, hafa einkennt starfsemi kísilversins en það var formlega gangsett í maí í fyrra. Þá hafa vandræði í hreinsivirki verksmiðjunnar valdið því að slökkva hefur þurft á ljósbogaofnum en vonir standa til að hægt verði að byrja að starfrækja þá á fullum afköstum áður en árið er liðið. Íslenskir lífeyrissjóðir, meðal annars Gildi, Stapi og Birta, hafa auk þess í gegnum félagið Bakkastakk fjárfest í breytanlegu skuldabréfi útgefnu af kísilverinu PCC að fjárhæð 62 milljónir dala. Samtals nemur fjárfesting félagsins í kísilverinu, bæði í forgangshlutafé og breytanlegu skuldabréfi, jafnvirði um tíu milljarða króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er áætlað að samkomulag til skamms tíma náist hjá hluthöfum sem feli þá í sér að PCC SE komi með aukið fjármagn í reksturinn auk þess sem rætt hefur verið um að lífeyrissjóðirnir samþykki, í því skyni að bæta sjóðsstreymi kísilversins, að fresta tímabundið vaxtagreiðslum af breytanlega skuldabréfinu. Skuldabréfið, sem var bókfært á nærri 9,5 milljarða króna í árslok 2018 í reikningum Bakkastakks, er með breytirétti og ber 8,5 prósenta vexti. Miðað við það nema árlegar vaxtagreiðslur af bréfinu því um 800 milljónum króna. Þá hafa einnig staðið yfir viðræður við þýska fyrirtækið SMS group GmbH, alverktaka byggingarframkvæmda PCC á Bakka, um tafabætur. Engar niðurstöður hafa enn fengist í þær viðræður en fallist SMS group á greiðslu slíkra bóta gæti það minnkað verulega það fjármagn sem hluthafar kísilversins þyrftu að öðrum kosti að leggja því til. Það er Summa rekstrarfélag sem hefur á síðustu vikum og mánuðum unnið að því að leita leiða sem séu færar til að bæta fjárhagsstöðu kísilversins. Þá var í síðasta mánuði einnig leitað til Íslandsbanka til að kanna fleiri valkosti í tengslum við fjármögnun og eins mögulegar breytingar á fjármagnsskipan félagsins. Framkvæmdir við verksmiðjuna hófust fyrst í júní árið 2015 og á árleg framleiðsla að nema um 32 þúsund tonnum. Eignir PCC BakkaSilicon námu um 360 milljónum dala í lok síðasta árs og var eigið fé félagsins um 40 milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Norðurþing Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Íslenskir lífeyrissjóðir, sem eru á meðal hluthafa kísilversins PCC á Bakka við Húsavík, hyggjast ekki leggja fyrirtækinu til nýtt fjármagn í bili en áætlanir hafa gert ráð fyrir að kísilverið þurfi mögulega að fá innspýtingu að fjárhæð 40 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 5 milljarða króna, svo að tryggja megi rekstrargrundvöll þess. PCC SE, sem á 86,5 prósent alls hlutafjár í kísilverinu, hafði leitað til sjóðanna um að koma að þeirri fjármögnun í samræmi við hlutfallslegan eignarhlut lífeyrissjóðanna ásamt þýska fyrirtækinu, en lagt hefur verið upp með að hún yrði þá annaðhvort í formi nýs hlutafjár eða hluthafaláns. Boðað hefur verið til fundar hjá hluthöfum samlagshlutafélagsins Bakkastakks, sem er í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka og fer með 13,5 prósenta hlut í PCC, í næstu viku en samkvæmt heimildum Markaðarins áforma lífeyrissjóðirnir að koma ekki með frekara fjármagn inn í rekstur kísilversins á þessari stundu. Vilja sjóðirnir að verksmiðjan nái fyrst stöðugum og fullum afköstum samfellt í nokkra mánuði, auk þess að sjá hvort viðsnúningur verði í kísilverði á næstunni, áður en þeir skuldbinda sig til að leggja fyrirtækinu til aukið fjármagn. Miklar tafir og erfiðar aðstæður á hrávörumörkuðum, þar sem kísilverð hefur farið lækkandi samhliða tollastríði Bandaríkjanna og Kína, hafa einkennt starfsemi kísilversins en það var formlega gangsett í maí í fyrra. Þá hafa vandræði í hreinsivirki verksmiðjunnar valdið því að slökkva hefur þurft á ljósbogaofnum en vonir standa til að hægt verði að byrja að starfrækja þá á fullum afköstum áður en árið er liðið. Íslenskir lífeyrissjóðir, meðal annars Gildi, Stapi og Birta, hafa auk þess í gegnum félagið Bakkastakk fjárfest í breytanlegu skuldabréfi útgefnu af kísilverinu PCC að fjárhæð 62 milljónir dala. Samtals nemur fjárfesting félagsins í kísilverinu, bæði í forgangshlutafé og breytanlegu skuldabréfi, jafnvirði um tíu milljarða króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er áætlað að samkomulag til skamms tíma náist hjá hluthöfum sem feli þá í sér að PCC SE komi með aukið fjármagn í reksturinn auk þess sem rætt hefur verið um að lífeyrissjóðirnir samþykki, í því skyni að bæta sjóðsstreymi kísilversins, að fresta tímabundið vaxtagreiðslum af breytanlega skuldabréfinu. Skuldabréfið, sem var bókfært á nærri 9,5 milljarða króna í árslok 2018 í reikningum Bakkastakks, er með breytirétti og ber 8,5 prósenta vexti. Miðað við það nema árlegar vaxtagreiðslur af bréfinu því um 800 milljónum króna. Þá hafa einnig staðið yfir viðræður við þýska fyrirtækið SMS group GmbH, alverktaka byggingarframkvæmda PCC á Bakka, um tafabætur. Engar niðurstöður hafa enn fengist í þær viðræður en fallist SMS group á greiðslu slíkra bóta gæti það minnkað verulega það fjármagn sem hluthafar kísilversins þyrftu að öðrum kosti að leggja því til. Það er Summa rekstrarfélag sem hefur á síðustu vikum og mánuðum unnið að því að leita leiða sem séu færar til að bæta fjárhagsstöðu kísilversins. Þá var í síðasta mánuði einnig leitað til Íslandsbanka til að kanna fleiri valkosti í tengslum við fjármögnun og eins mögulegar breytingar á fjármagnsskipan félagsins. Framkvæmdir við verksmiðjuna hófust fyrst í júní árið 2015 og á árleg framleiðsla að nema um 32 þúsund tonnum. Eignir PCC BakkaSilicon námu um 360 milljónum dala í lok síðasta árs og var eigið fé félagsins um 40 milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Norðurþing Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira