Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2019 14:45 Jagmeet Singh og Justin Trudeau ræðast við fyrr í mánuðinum. EPA Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kosningabaráttan hefur einkennst af hneykslismáli tengdu gömlum ljósmyndum frá háskólaárum Trudeau, deilum um olíuleiðslu, spillingarmál og sikka sem er í framboði og þykir gæddum miklum persónutöfrum. Jagmeet Singh, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins (NDP), hefur verið sérstaklega áberandi í kosningabaráttunni og hefur myndband farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann eiga í samskiptum við eldri mann á götum Montréal. Maðurinn hallar sér upp að Singh, sem er sikki og lögfræðingur að mennt, og ráðleggur honum að taka af sér túrbaninn. Þannig myndi Singh „betur líkjast Kanadamanni“. Singh tekur þá um öxl mannsins og segir: „Ég held að Kanadamenn líti alls konar út. Það er það sem er svo fallegt við Kanada.“Myndir frá háskólaárunum Stuðningur við Singh og flokk hans hefur aukist nokkuð eftir að ljósmyndir af Trudeau frá háskólaárunum voru grafnar upp, þar sem mátti sjá hann með andlit sitt litað svart. Viðbrögð Singh vöktu aðdáun margra þar sem hann ræddi sína eigin reynslu af rasisma. Þótti mörgum hann nálgast málefnið með yfirveguðum og beinskeyttum hætti. Þá þóttu orð hans ekki til þess fallinn að skapa frekari ágreining. Þannig hafa kannanir Campaign research bent til að Singh sé sá flokksleiðtogi sem nú nýtur mest trausts.Íhaldsflokkurinn mælist með mest fylgi Kosið er til neðri deildar þingsins þar sem sæti eiga 338 þingmenn. Nýleg skoðanakönnun CBC bendir til að Íhaldsflokkurinn, með Andrew Sheer í broddi fylkingar, sé stærstur og mælist hann með um 32,4 prósent fylgi. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, mælist með 31,8 prósent fylgi, Nýi lýðræðisflokkurinn (NDP) með 16,7 prósent, Græningjar með 9,4 prósent, Québec-bandalagið 6,5 prósent og Framsækni íhaldsflokkur Kanada með 2,5 prósent fylgi. Flokkur Trudeau hlaut 39,5 prósent fylgi í kosningunum 2015 og Íhaldsflokkurinn 32 prósent.Breytt staða Pólitískt landslag í Kanada breyttist mikið eftir kosningarnar 2015 eftir að hinn þá 43 ára Trudeau hafði komið eins og stormsveipur inn á sviðið. Kom hann þá Stephen Harper og Íhaldsflokknum frá völdum eftir um níu ára valdatíð þeirra. Ásýnd Kanada breyttist nokkuð þar sem hinn ungi forsætisráðherra mætti í kröfugöngur hinsegin fólks og tók persónulega á móti fjölda flóttafólks sem hafði þá komið til landsins. Þá lofaði hann róttækum aðgerðum í loftslagsmálum og opnari pólitík.Jagmeet Singh, leiðtogi NDP, Elizabeth May, leiðtogi Græningja, Maxime Bernier, leiðtogi Kanadíska þjóðarflokksins, Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, Andrew Schee, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Yves-Francois Blanchet, leiðtogi Quebec-bandalagsins.EPANú er hins vegar öldin önnur og ímynd Trudeau hefur laskast nokkuð. Myndirnar af Trudeau hratt af stað umræðu um rasisma í kanadísku samfélagi og þá hefur forsætisráðherrann lent upp á kant við samtök umhverfissinna og frumbyggja eftir að stjórn Trudeau samþykkti lagningu gríðarlangrar olíuleiðslu yfir landið þvert. Er hann sakaður um að leika tveimur skjöldum – að vilja vera í framvarðasveit þeirra sem berjast gegn loftslagsbreytingum, auk þess að halda olíufyrirtækjunum góðum.Ungir snúa baki við Trudeau Forsætisráðherrann hefur sömuleiðis sætt gagnrýni eftir ásakanir um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, sér í lagi eftir fyrri loforð um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi, Jody Wilson-Raybould, greindi frá því á síðasta ári að nánustu samstarfsmenn Trudeau hafi þrýst á sig að ákæra ekki SNC-Lavalin, einu stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtækis vegna spillingarmáls í Líbíu. Ljóst má vera að Trudeau á nokkuð undir högg að sækja, en kannanir benda til að ungir kjósendur hafi að stórum hluta ákveðið að snúa baki við Trudeau. Samkvæmt könnun Léger hyggst þriðjungur þeirra sem kusu Frjálslynda flokkinn árið 2015 ekki gera það í kosningunum á mánudag. Fréttaskýringar Kanada Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kosningabaráttan hefur einkennst af hneykslismáli tengdu gömlum ljósmyndum frá háskólaárum Trudeau, deilum um olíuleiðslu, spillingarmál og sikka sem er í framboði og þykir gæddum miklum persónutöfrum. Jagmeet Singh, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins (NDP), hefur verið sérstaklega áberandi í kosningabaráttunni og hefur myndband farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann eiga í samskiptum við eldri mann á götum Montréal. Maðurinn hallar sér upp að Singh, sem er sikki og lögfræðingur að mennt, og ráðleggur honum að taka af sér túrbaninn. Þannig myndi Singh „betur líkjast Kanadamanni“. Singh tekur þá um öxl mannsins og segir: „Ég held að Kanadamenn líti alls konar út. Það er það sem er svo fallegt við Kanada.“Myndir frá háskólaárunum Stuðningur við Singh og flokk hans hefur aukist nokkuð eftir að ljósmyndir af Trudeau frá háskólaárunum voru grafnar upp, þar sem mátti sjá hann með andlit sitt litað svart. Viðbrögð Singh vöktu aðdáun margra þar sem hann ræddi sína eigin reynslu af rasisma. Þótti mörgum hann nálgast málefnið með yfirveguðum og beinskeyttum hætti. Þá þóttu orð hans ekki til þess fallinn að skapa frekari ágreining. Þannig hafa kannanir Campaign research bent til að Singh sé sá flokksleiðtogi sem nú nýtur mest trausts.Íhaldsflokkurinn mælist með mest fylgi Kosið er til neðri deildar þingsins þar sem sæti eiga 338 þingmenn. Nýleg skoðanakönnun CBC bendir til að Íhaldsflokkurinn, með Andrew Sheer í broddi fylkingar, sé stærstur og mælist hann með um 32,4 prósent fylgi. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, mælist með 31,8 prósent fylgi, Nýi lýðræðisflokkurinn (NDP) með 16,7 prósent, Græningjar með 9,4 prósent, Québec-bandalagið 6,5 prósent og Framsækni íhaldsflokkur Kanada með 2,5 prósent fylgi. Flokkur Trudeau hlaut 39,5 prósent fylgi í kosningunum 2015 og Íhaldsflokkurinn 32 prósent.Breytt staða Pólitískt landslag í Kanada breyttist mikið eftir kosningarnar 2015 eftir að hinn þá 43 ára Trudeau hafði komið eins og stormsveipur inn á sviðið. Kom hann þá Stephen Harper og Íhaldsflokknum frá völdum eftir um níu ára valdatíð þeirra. Ásýnd Kanada breyttist nokkuð þar sem hinn ungi forsætisráðherra mætti í kröfugöngur hinsegin fólks og tók persónulega á móti fjölda flóttafólks sem hafði þá komið til landsins. Þá lofaði hann róttækum aðgerðum í loftslagsmálum og opnari pólitík.Jagmeet Singh, leiðtogi NDP, Elizabeth May, leiðtogi Græningja, Maxime Bernier, leiðtogi Kanadíska þjóðarflokksins, Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, Andrew Schee, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Yves-Francois Blanchet, leiðtogi Quebec-bandalagsins.EPANú er hins vegar öldin önnur og ímynd Trudeau hefur laskast nokkuð. Myndirnar af Trudeau hratt af stað umræðu um rasisma í kanadísku samfélagi og þá hefur forsætisráðherrann lent upp á kant við samtök umhverfissinna og frumbyggja eftir að stjórn Trudeau samþykkti lagningu gríðarlangrar olíuleiðslu yfir landið þvert. Er hann sakaður um að leika tveimur skjöldum – að vilja vera í framvarðasveit þeirra sem berjast gegn loftslagsbreytingum, auk þess að halda olíufyrirtækjunum góðum.Ungir snúa baki við Trudeau Forsætisráðherrann hefur sömuleiðis sætt gagnrýni eftir ásakanir um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, sér í lagi eftir fyrri loforð um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi, Jody Wilson-Raybould, greindi frá því á síðasta ári að nánustu samstarfsmenn Trudeau hafi þrýst á sig að ákæra ekki SNC-Lavalin, einu stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtækis vegna spillingarmáls í Líbíu. Ljóst má vera að Trudeau á nokkuð undir högg að sækja, en kannanir benda til að ungir kjósendur hafi að stórum hluta ákveðið að snúa baki við Trudeau. Samkvæmt könnun Léger hyggst þriðjungur þeirra sem kusu Frjálslynda flokkinn árið 2015 ekki gera það í kosningunum á mánudag.
Fréttaskýringar Kanada Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira