Borgin dreifir límmiðum til borgarbúa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 15:10 Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg standi fyrir dreifingu á límmiðum til borgarbúa til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Aðgerðin er liður í úrgangsáætlun Reykjavíkurborgar en hefur tafist nokkuð að sögn Lífar Magneudóttur, formanns nefndarinnar, sem fagnar áfanganum. Áætlað er að aðgerðin kosti á bilinu eina til eina og hálfa milljón króna. Í tillögunni segir að litið sé á aðgerðina sem hvatningu til íbúa um að afþakka óumbeðnar fjöldasendingar. Ávinningurinn geti bæði verið af umhverfisvænum og fjárhagslegum toga að því leiti að umfang framleiðslu og dreifingar á efni minnki og þar af leiðandi magn þess pappírs sem fellur til. Þrír möguleikar munu samkvæmt tillögunni standa íbúum til boða með átakinu. Í fyrsta lagi er valmöguleiki um að allur fjölpóstur og fríblöð verði afþökkuð og í öðru lagi að allur fjölpóstur, annar en fríblöð, sé afþakkaður. Í þriðja lagi verður hægt að óska eftir vissum fjölda fríblaða en annar fjölpóstur afþakkaður en þessi valmöguleiki er ætlaður fyrir fjöleignarhús. Ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramótin en með þeim verður lögfestur réttur neytenda til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að nægjanlegt sé að setja „ótvíræða merkingu“ um að ekki sé óskað eftir fjölpósti eða fríblöðum til að afþakka sendingarnar. Dreifingaraðila póst verður samkvæmt lögunum skylt „að virða merkingar notenda sem kveða á um að viðkomandi viðtakandi óski ekki eftir óumbeðnum fjöldasendingum, svo sem fjölpósti, fríblöðum eða almennu kynningarefni frá fyrirtækjum.“ Undanþegnar þessu eru tilkynningar frá veitufyrirtækjum ef til að mynda sé um að ræða tilkynningar um tímabundið rof á þjónustu vegna framkvæmda. Sama gildir um kynningarefni vegna kosninga á vegum stjórnvalda, tilkynningar sveitarfélaga til íbúa og tilkynningar sem varða almannahag og almannaöryggi. Að því er fram kemur í úrgangsáætlun borgarinnar er málum þannig háttað nú að íbúar þurfa að skrá vilja sinn hjá þeim aðilum sem dreifa fjölpósti og fríblöðum. Þannig þurfa þeir sem vilja afþakka allar slíkar sendingar að setja upp þrjá límmiða frá tveimur dreifingaraðilum við bréfalúgur eða póstkassa. Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg standi fyrir dreifingu á límmiðum til borgarbúa til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Aðgerðin er liður í úrgangsáætlun Reykjavíkurborgar en hefur tafist nokkuð að sögn Lífar Magneudóttur, formanns nefndarinnar, sem fagnar áfanganum. Áætlað er að aðgerðin kosti á bilinu eina til eina og hálfa milljón króna. Í tillögunni segir að litið sé á aðgerðina sem hvatningu til íbúa um að afþakka óumbeðnar fjöldasendingar. Ávinningurinn geti bæði verið af umhverfisvænum og fjárhagslegum toga að því leiti að umfang framleiðslu og dreifingar á efni minnki og þar af leiðandi magn þess pappírs sem fellur til. Þrír möguleikar munu samkvæmt tillögunni standa íbúum til boða með átakinu. Í fyrsta lagi er valmöguleiki um að allur fjölpóstur og fríblöð verði afþökkuð og í öðru lagi að allur fjölpóstur, annar en fríblöð, sé afþakkaður. Í þriðja lagi verður hægt að óska eftir vissum fjölda fríblaða en annar fjölpóstur afþakkaður en þessi valmöguleiki er ætlaður fyrir fjöleignarhús. Ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramótin en með þeim verður lögfestur réttur neytenda til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að nægjanlegt sé að setja „ótvíræða merkingu“ um að ekki sé óskað eftir fjölpósti eða fríblöðum til að afþakka sendingarnar. Dreifingaraðila póst verður samkvæmt lögunum skylt „að virða merkingar notenda sem kveða á um að viðkomandi viðtakandi óski ekki eftir óumbeðnum fjöldasendingum, svo sem fjölpósti, fríblöðum eða almennu kynningarefni frá fyrirtækjum.“ Undanþegnar þessu eru tilkynningar frá veitufyrirtækjum ef til að mynda sé um að ræða tilkynningar um tímabundið rof á þjónustu vegna framkvæmda. Sama gildir um kynningarefni vegna kosninga á vegum stjórnvalda, tilkynningar sveitarfélaga til íbúa og tilkynningar sem varða almannahag og almannaöryggi. Að því er fram kemur í úrgangsáætlun borgarinnar er málum þannig háttað nú að íbúar þurfa að skrá vilja sinn hjá þeim aðilum sem dreifa fjölpósti og fríblöðum. Þannig þurfa þeir sem vilja afþakka allar slíkar sendingar að setja upp þrjá límmiða frá tveimur dreifingaraðilum við bréfalúgur eða póstkassa.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira