Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2019 15:19 Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram. Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. Þrír karlmenn, þar af tveir sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu á sínum tíma, eru meðal ákærðu Fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að verjendur, saksóknari og lögreglu hefðu fengið bréf frá karlmanni sem lýsti sök sinni í málinu. Raunar tók hann alla ábyrgð í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekki einsdæmi að einhver stígi fram líkt og nú er gert. Þá sé tekin skýrsla af viðkomandi. Hún minnir á að búið sé að gefa út ákæru á hendur mönnum sem byggi á gögnum sem tengir þá við málið og er talið líklegt að leiði til sakfellingar. Skýrslan yfir manninum var ekki lögð fram í héraðsdómi í dag þar sem ekki var búið að skrifa upp endurrit af framburði mannsins. Líklegt má telja að maðurinn verði kallaður fyrir dóm þegar aðalmeðferð málsins fer fram. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir framleiðslu rúmlega átta kíló af amfetamíni í Borgarfirði. Mennirnir þrír hafa allir þrír neitað sök en þeir eru sömuleiðis ákærðir fyrir ræktun á kannabisi í Þykkvabæ. Þrír aðilar til viðbótar hafa þegar játað aðild að ræktuninni og hafa hlotið skilorðsbundna dóma. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, hefur sagt að skýra þurfi ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað hjá þeim sem ákærðir væru í málinu. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Aðalmeðferð í málinu er áætluð 31. október og 1. nóvember. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. 8. október 2019 12:11 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. Þrír karlmenn, þar af tveir sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu á sínum tíma, eru meðal ákærðu Fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að verjendur, saksóknari og lögreglu hefðu fengið bréf frá karlmanni sem lýsti sök sinni í málinu. Raunar tók hann alla ábyrgð í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekki einsdæmi að einhver stígi fram líkt og nú er gert. Þá sé tekin skýrsla af viðkomandi. Hún minnir á að búið sé að gefa út ákæru á hendur mönnum sem byggi á gögnum sem tengir þá við málið og er talið líklegt að leiði til sakfellingar. Skýrslan yfir manninum var ekki lögð fram í héraðsdómi í dag þar sem ekki var búið að skrifa upp endurrit af framburði mannsins. Líklegt má telja að maðurinn verði kallaður fyrir dóm þegar aðalmeðferð málsins fer fram. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir framleiðslu rúmlega átta kíló af amfetamíni í Borgarfirði. Mennirnir þrír hafa allir þrír neitað sök en þeir eru sömuleiðis ákærðir fyrir ræktun á kannabisi í Þykkvabæ. Þrír aðilar til viðbótar hafa þegar játað aðild að ræktuninni og hafa hlotið skilorðsbundna dóma. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, hefur sagt að skýra þurfi ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað hjá þeim sem ákærðir væru í málinu. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Aðalmeðferð í málinu er áætluð 31. október og 1. nóvember.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. 8. október 2019 12:11 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45
Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. 8. október 2019 12:11