Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. Félag Guðmundar, Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti allt nýútgefið hlutafé í Brimi hf. Fyrir 6,5 milljarða króna. Áður hafði félagið keypt 10% hluta Fisk Seafood. Viðskiptablaðið greinir frá.
Félag Guðmundar, Útgerðarfélag Reykjavíkur hét lengi vel Brim en í september á síðasta ári var tekin ákvörðun um að breyta nafni félagsins, félagið hafði þá verið stærsti hluthafi í HB Granda. HB Grandi varð svo að Brim hf. í ágústmánuði.
Fyrir kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur á nýútgefnu hlutafé var eignarhluti félagsins 35,01%. Nú með kaupum á 133.751.606 hlutum og á 10% hlut Fisk Seafood í september er eignarhlutur félagsins 42,71% en verður eftir 1. desember 2019 52.76%.
