Leikkonan Jennifer Aniston mætti á samfélagsmiðilinn Instagram í gær og var ekki lengi að ná milljón fylgjendum.
Í raun setti hún nýtt met þar sem engum hefur tekist að ná svo mörgum fylgjendum á jafnskömmum tíma, en fylgjendur Aniston voru orðnir ein milljón eftir fimm klukkutíma og sextán mínútur. Þegar þetta er skrifað eru fylgjendurnir orðnir meira en tíu milljónir.
Fyrsta myndin sem Aniston birti var sjálfa með meðleikurum sínum úr hinum sívinsælu sjónvarpsþáttunum Friends.
Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem metið fyrir milljón fylgjendur er slegið. Áður en Aniston mætti með látum á Instagram var metið þeirra Harry og Meghan sem opnuðu Instagram-reikning í apríl og fengu milljón fylgjendur á fimm klukkutímum og 45 mínútum.
Þar á undan hafði K-poppstjarnan Kan Daniel átt metið, ellefu klukkustundir og 36 mínútur.

