Vél, vík burt! Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 18. október 2019 07:00 Sjálfsafgreiðslukassar dúkkuðu nýverið upp í völdum verslunum þar sem óöruggum viðskiptavinum býðst loks að kaupa frosnar máltíðir og bollanúðlur án þess að verða fyrir dómhörðu augliti afgreiðslufólks. Þrátt fyrir stöku byrjendamistök virðast flestir sáttir við nýjungina sem hefur létt talsvert á biðröðunum sem voru farnar að teygja sig langleiðina að malakoffinu í áleggsdeildinni. Þó taka ekki allir þessu fagnaðarerindi fagnandi. Sumir vilja meina að viðskiptavinurinn taki á sig meira álag að ástæðulausu og aðrir segja að vélrænt viðmótið geri gráan hversdagsleikann þeim mun grárri. Það er kannski eitthvað til í þessum kvörtunum en sú allra skemmtilegasta er þó að kassarnir steli störfum af fólki. Það væri þá kannski rétt að leggja sjálfsafgreiðslukassana niður svo atvinnuleysi rjúki ekki upp úr öllu valdi. Því næst getum við safnað liði, sungið lagið úr Vesalingunum og rifið niður sjálfvirkar bílaþvottastöðvar, en það hlýtur að vera hægt að ráða heilan haug af fólki í þau störf sem bölvaðir vélkústarnir hafa sópað að sér. Því næst liggur beint við að ráðast að sjálfsölum með sleggjum og keðjusögum svo hægt sé að fá fólk frekar en róbóta til að selja manni súkkulaðistykkin og orkudrykkina. Að lokum getum við rifið símsvarana úr sambandi og fengið alvöru manneskju með kíghósta og þunglyndi til að segja okkur að við séum númer sautján í röðinni. Atvinnuleysið núll prósent. Ísland, best í heimi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sjálfsafgreiðslukassar dúkkuðu nýverið upp í völdum verslunum þar sem óöruggum viðskiptavinum býðst loks að kaupa frosnar máltíðir og bollanúðlur án þess að verða fyrir dómhörðu augliti afgreiðslufólks. Þrátt fyrir stöku byrjendamistök virðast flestir sáttir við nýjungina sem hefur létt talsvert á biðröðunum sem voru farnar að teygja sig langleiðina að malakoffinu í áleggsdeildinni. Þó taka ekki allir þessu fagnaðarerindi fagnandi. Sumir vilja meina að viðskiptavinurinn taki á sig meira álag að ástæðulausu og aðrir segja að vélrænt viðmótið geri gráan hversdagsleikann þeim mun grárri. Það er kannski eitthvað til í þessum kvörtunum en sú allra skemmtilegasta er þó að kassarnir steli störfum af fólki. Það væri þá kannski rétt að leggja sjálfsafgreiðslukassana niður svo atvinnuleysi rjúki ekki upp úr öllu valdi. Því næst getum við safnað liði, sungið lagið úr Vesalingunum og rifið niður sjálfvirkar bílaþvottastöðvar, en það hlýtur að vera hægt að ráða heilan haug af fólki í þau störf sem bölvaðir vélkústarnir hafa sópað að sér. Því næst liggur beint við að ráðast að sjálfsölum með sleggjum og keðjusögum svo hægt sé að fá fólk frekar en róbóta til að selja manni súkkulaðistykkin og orkudrykkina. Að lokum getum við rifið símsvarana úr sambandi og fengið alvöru manneskju með kíghósta og þunglyndi til að segja okkur að við séum númer sautján í röðinni. Atvinnuleysið núll prósent. Ísland, best í heimi!
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun