Van Dijk um átta stiga forskotið í deildinni: „Höfum engu að tapa“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2019 11:30 Hollendingurinn hefur verið magnaður í vörn Liverpool. vísir/getty Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, settist niður með fréttakonunni Laura Woods frá Sky Sports og ræddi við hana um forystu Liverpool í deildinni og stórleikinn gegn Man. United á sunnudaginn. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn á sunnudaginn en liðið hefur byrjað leiktíðina frábærlega og unnið alla átta leikina í deildinni það sem af er. Hollendingurinn segir þó að hann sjái pressuna meira á Manchester City sem ríkjandi meistara en fjölmiðlar séu á öðru máli. „Við höfum engu að tapa. Manchester City eru meistarar og þeir eru að verja titilinn og okkur langar til að vinna hann. Í mínum augum þurfum við bara elta hann,“ sagði Pochettino. „Pressan verður meiri en hún kemur úr fjölmiðlum. Þeir elska að setja meiri pressu á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég er ekki að hugsa um hvað aðrir eru að segja. Ég vil bara vinna þá leiki sem eru framundan.“ „Við þurfum að njóta þess að vera á toppnum og vera mjög einbeittir. Sérstaklega hvernig við höfum unnið síðustu leiki þar sem við höfum ekki verið að spila vel en höfum náð í sigra.“"So far, we have been doing well but Man City are definitely not going away." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2019 „Það eru svo margir leikir eftir og þú getur ekki strax byrjað að hugsa um að vinna deildina. Það er ekki raunverulegt. Við ættum ekki að gera það og erum ekki að gera það en það er betra að vera í þessari stöðu en ekki,“ sagði Hollendingurinn. Man. City hefur tapað tveimur leikjum það sem af er leiktíðinni en varnarmaðurinn segist ekki horfa á leiki þeirra. Þó fái hann skilaboð ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim. „Ég horfi ekki á leikina hjá Manchester City en ég á fjölskyldu og vini sem senda mér skilaboð, sérstaklega eftir Wolves leikinn. Það er partur af lífinu en við lærðum frá síðustu leiktíð að við getum ekki verið að horfa á aðra. Hingað til höfum við gert vel en Man. City er ekki langt undan.“ „Hungrið að vinna titla er enn meira núna en það var áður en við unnum Meistaradeildina. Allir vilja upplifa það aftur. Þetta var svo frábært kvöld með allri uppbyggingunni sem hófst í leiknum gegn Barcelona á heimavelli,“ sagði Van Dijk. Leikur Man. United og Liverpool verður spilaður á Old Trafford á sunnudaginn en flautað verður til leiks klukkan 15.30. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, settist niður með fréttakonunni Laura Woods frá Sky Sports og ræddi við hana um forystu Liverpool í deildinni og stórleikinn gegn Man. United á sunnudaginn. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn á sunnudaginn en liðið hefur byrjað leiktíðina frábærlega og unnið alla átta leikina í deildinni það sem af er. Hollendingurinn segir þó að hann sjái pressuna meira á Manchester City sem ríkjandi meistara en fjölmiðlar séu á öðru máli. „Við höfum engu að tapa. Manchester City eru meistarar og þeir eru að verja titilinn og okkur langar til að vinna hann. Í mínum augum þurfum við bara elta hann,“ sagði Pochettino. „Pressan verður meiri en hún kemur úr fjölmiðlum. Þeir elska að setja meiri pressu á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég er ekki að hugsa um hvað aðrir eru að segja. Ég vil bara vinna þá leiki sem eru framundan.“ „Við þurfum að njóta þess að vera á toppnum og vera mjög einbeittir. Sérstaklega hvernig við höfum unnið síðustu leiki þar sem við höfum ekki verið að spila vel en höfum náð í sigra.“"So far, we have been doing well but Man City are definitely not going away." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2019 „Það eru svo margir leikir eftir og þú getur ekki strax byrjað að hugsa um að vinna deildina. Það er ekki raunverulegt. Við ættum ekki að gera það og erum ekki að gera það en það er betra að vera í þessari stöðu en ekki,“ sagði Hollendingurinn. Man. City hefur tapað tveimur leikjum það sem af er leiktíðinni en varnarmaðurinn segist ekki horfa á leiki þeirra. Þó fái hann skilaboð ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim. „Ég horfi ekki á leikina hjá Manchester City en ég á fjölskyldu og vini sem senda mér skilaboð, sérstaklega eftir Wolves leikinn. Það er partur af lífinu en við lærðum frá síðustu leiktíð að við getum ekki verið að horfa á aðra. Hingað til höfum við gert vel en Man. City er ekki langt undan.“ „Hungrið að vinna titla er enn meira núna en það var áður en við unnum Meistaradeildina. Allir vilja upplifa það aftur. Þetta var svo frábært kvöld með allri uppbyggingunni sem hófst í leiknum gegn Barcelona á heimavelli,“ sagði Van Dijk. Leikur Man. United og Liverpool verður spilaður á Old Trafford á sunnudaginn en flautað verður til leiks klukkan 15.30.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira