Efast um að konur verði frekar fyrir andlegu ofbeldi á Alþingi en karlar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2019 15:04 Margrét Tryggvadóttir segist hafa orðið fyrir ofbeldi á Alþingi, þó ekki kynbundnu ofbeldi. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, segist hugsi yfir könnun sem gerð var meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Rannsóknin var lögð fyrir 33 konur í maí á þessu ári, 25 svöruðu henni og sögðust um áttatíu prósent þeirra hafa upplifað kynbundið ofbeldi.Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar sem kemur út í dag. Margrét og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telja skrýtið að slík rannsókn sé framkvæmd aðeins hvað varðar ofbeldi í garð kvenna. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, telur að ofbeldi á vinnustað bitni frekar á konum. „Ég velti líka fyrir mér hvernig hægt er að leggja mat á ofbeldi gegn konum sérstaklega án þess að kanna hvort karlar hafi orðið fyrir ofbeldi. Ég þekki alveg dæmi þess, bæði á Alþingi og annars staðar,“ segir Margrét í færslu á Facebook. Þar hafa spunnist nokkrar umræður um rannsóknina. „Ég er ekki viss um að að það standist skoðun að konur verði frekar fyrir andlegu ofbeldi á Alþingi en karlar,“ segir Margrét.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelmHelga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ávallt hafa bent á þá staðreynd að öll kyn verði fyrir ofbeldi. Það verði að hafa í huga. „Það að tala alltaf á þá leið að eitt kyn verði bara fyrir ofbeldi hefur fælandi áhrif á aðra að stíga fram og greina frá. Það virðist fylgja því meiri skömm, einhverra hluta vegna,“ segir Helga Vala. Samanborið við erlendar rannsóknir er hlutfall kvenna sem segjast hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi hærra hér á landi en annars staðar. „Ég er hugsi yfir þessari könnun af ýmsum orsökum,“ segir Margrét. Hún er ein þeirra 25 kvenna sem svöruðu könnuninni og ein þeirra sem svaraði þeirri spurningu játandi hvort hún hefði verið beitt andlegu ofbeldi þegar hún starfaði á Alþingi. „Það var samt alls ekki „kynbundið ofbeldi", bara hreint ekki og núverandi og fyrrverandi þingmenn hafa stigið fram og greint frá svipaðri hegðun og framkomu frá sömu manneskjunni. Gerandinn var í flestum tilfellum (og þeim sem höfðu einhver áhrif á mig) kona.“Birgitta Jónsdóttir, fv. þingmaður, er borin þungum sökum af Margréti Tryggvadóttur.Vísir/Stöð 2Margrét staðfestir við Vísi að Birgitta Jónsdóttir hafi verið umrædd kona. Það sé ekkert leyndarmál enda hafi hún fjallað um það í bók sinni Útistöðum árið 2104. „Þá er ég ekki að tala um allskonar skítkast, t.d. á neti eða í kommentakerfum - slíkt hefur merkilega lítil áhrif á mann,“ segir Margrét. Það mætti segja að það sé vont en venjist. „Sumt af slíku netníði mætti sannarlega kalla kynbundið andlegt ofbeldi, annað bara venjulegt skítskast fólks af öllum kynjum. Ég er að tala um það sem ekki er hægt að kalla annað en andlegt ofbeldi frá vinnufélaga. Þá fannst mér líka oft „svínað á“ þeim þingflokki sem ég sat í þá af „valdakerfinu" inni á þingi. Ástæðurnar voru að mínu mati þær a) að við vorum ekki hluti af flokkakerfinu og b) að við vorum minnsti þingflokkurinn. Það var ekki kynbundið ofbeldi en mætti samt alveg kalla einhvers konar ofbeldi.“ Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, segir nokkra stjórnmálaflokka á Íslandi vera mjög öflugar klíkur sem hiki ekki við að búllía fólk ef þeim þyki svo þurfa.Jón Gnarr telur að ofbeldi á vinnustöðum bitni harðar á konum en körlum.Fréttablaðið/Stefán„Mér finnst stjórnmálakúltúr á Íslandi og víða einkennast af miklu ofbeldi og lélegum samskiptum. fólk sem starfar þar lengi verður oft samdauna því og finnst það bara hluti af leiknum. Mér finnst það ekki,“ segir Jón. Í borgarstjóratíð hans hafi fólk iðulega sagt við hann: „If you can't stand the heat, get out of the kitchen.“ „Með því að búa til vinnustað þar sem langvarandi álag, dónaskapur og hranalegheit þykja sjálfsagðir hluti af vinnudeginum þá búum við til frekar einsleitan vinnustað. Fólk brennur upp, kulnar, verður þunglynd og þróar með sér sjúkdóma. Ég held að þetta ofbeldisdrasl bitni harðar á konum,“ segir Jón. „Freki kallinn hefur náttúrlega ráðið rosa miklu þarna einsog annars staðar en við leysum það ekki með því að styðja við freku kellinguna. Æi mér dettur í hug ruslamálin til skýringar. Við getum bætt endalaust við ruslaryksugum og starfsfólki sem hirðir upp rusl en lausnin hlýtur samt að liggja í því að breyta menningunni og fá fólk til að hætta að henda rusli útum allt. Finnst þetta soldið eins. En mér finnst mjög þarft að fjalla um þetta. Þetta er a.m.k. ekki alveg í lagi.“Frá Alþingi 2011 þegar þingmenn voru grýttir með eggjum. Árni Þór Sigurðsson fékk egg í höfuðið og liggur hér á jörðinni.Fréttablaðið/DaníelEggjakast á Alþingi Margrét rifjar upp ástandið í þjóðfélaginu í kjölfar falls bankanna haustið 2008. „Ef allir þingmenn, óháð kyni, sem sátu á þingi 2008-13 hefðu verið spurðir hvort þeir hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi vegna starfa sinna hefði ég sennilega verið ein af fáum sem hefði getað svarað þeirra spurningu neitandi með góðri samvisku - alveg óháð kyni,“ segir Margrét. „Ástæðan var bara sú að ég fór ekki í kirkju. Í þrígang voru allir þingmenn grýttir með eggjum og öðru við þingsetningu. Það var líkamlegt ofbeldi en ekki kynbundið.“ Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, segist hugsi yfir könnun sem gerð var meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Rannsóknin var lögð fyrir 33 konur í maí á þessu ári, 25 svöruðu henni og sögðust um áttatíu prósent þeirra hafa upplifað kynbundið ofbeldi.Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar sem kemur út í dag. Margrét og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telja skrýtið að slík rannsókn sé framkvæmd aðeins hvað varðar ofbeldi í garð kvenna. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, telur að ofbeldi á vinnustað bitni frekar á konum. „Ég velti líka fyrir mér hvernig hægt er að leggja mat á ofbeldi gegn konum sérstaklega án þess að kanna hvort karlar hafi orðið fyrir ofbeldi. Ég þekki alveg dæmi þess, bæði á Alþingi og annars staðar,“ segir Margrét í færslu á Facebook. Þar hafa spunnist nokkrar umræður um rannsóknina. „Ég er ekki viss um að að það standist skoðun að konur verði frekar fyrir andlegu ofbeldi á Alþingi en karlar,“ segir Margrét.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelmHelga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ávallt hafa bent á þá staðreynd að öll kyn verði fyrir ofbeldi. Það verði að hafa í huga. „Það að tala alltaf á þá leið að eitt kyn verði bara fyrir ofbeldi hefur fælandi áhrif á aðra að stíga fram og greina frá. Það virðist fylgja því meiri skömm, einhverra hluta vegna,“ segir Helga Vala. Samanborið við erlendar rannsóknir er hlutfall kvenna sem segjast hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi hærra hér á landi en annars staðar. „Ég er hugsi yfir þessari könnun af ýmsum orsökum,“ segir Margrét. Hún er ein þeirra 25 kvenna sem svöruðu könnuninni og ein þeirra sem svaraði þeirri spurningu játandi hvort hún hefði verið beitt andlegu ofbeldi þegar hún starfaði á Alþingi. „Það var samt alls ekki „kynbundið ofbeldi", bara hreint ekki og núverandi og fyrrverandi þingmenn hafa stigið fram og greint frá svipaðri hegðun og framkomu frá sömu manneskjunni. Gerandinn var í flestum tilfellum (og þeim sem höfðu einhver áhrif á mig) kona.“Birgitta Jónsdóttir, fv. þingmaður, er borin þungum sökum af Margréti Tryggvadóttur.Vísir/Stöð 2Margrét staðfestir við Vísi að Birgitta Jónsdóttir hafi verið umrædd kona. Það sé ekkert leyndarmál enda hafi hún fjallað um það í bók sinni Útistöðum árið 2104. „Þá er ég ekki að tala um allskonar skítkast, t.d. á neti eða í kommentakerfum - slíkt hefur merkilega lítil áhrif á mann,“ segir Margrét. Það mætti segja að það sé vont en venjist. „Sumt af slíku netníði mætti sannarlega kalla kynbundið andlegt ofbeldi, annað bara venjulegt skítskast fólks af öllum kynjum. Ég er að tala um það sem ekki er hægt að kalla annað en andlegt ofbeldi frá vinnufélaga. Þá fannst mér líka oft „svínað á“ þeim þingflokki sem ég sat í þá af „valdakerfinu" inni á þingi. Ástæðurnar voru að mínu mati þær a) að við vorum ekki hluti af flokkakerfinu og b) að við vorum minnsti þingflokkurinn. Það var ekki kynbundið ofbeldi en mætti samt alveg kalla einhvers konar ofbeldi.“ Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, segir nokkra stjórnmálaflokka á Íslandi vera mjög öflugar klíkur sem hiki ekki við að búllía fólk ef þeim þyki svo þurfa.Jón Gnarr telur að ofbeldi á vinnustöðum bitni harðar á konum en körlum.Fréttablaðið/Stefán„Mér finnst stjórnmálakúltúr á Íslandi og víða einkennast af miklu ofbeldi og lélegum samskiptum. fólk sem starfar þar lengi verður oft samdauna því og finnst það bara hluti af leiknum. Mér finnst það ekki,“ segir Jón. Í borgarstjóratíð hans hafi fólk iðulega sagt við hann: „If you can't stand the heat, get out of the kitchen.“ „Með því að búa til vinnustað þar sem langvarandi álag, dónaskapur og hranalegheit þykja sjálfsagðir hluti af vinnudeginum þá búum við til frekar einsleitan vinnustað. Fólk brennur upp, kulnar, verður þunglynd og þróar með sér sjúkdóma. Ég held að þetta ofbeldisdrasl bitni harðar á konum,“ segir Jón. „Freki kallinn hefur náttúrlega ráðið rosa miklu þarna einsog annars staðar en við leysum það ekki með því að styðja við freku kellinguna. Æi mér dettur í hug ruslamálin til skýringar. Við getum bætt endalaust við ruslaryksugum og starfsfólki sem hirðir upp rusl en lausnin hlýtur samt að liggja í því að breyta menningunni og fá fólk til að hætta að henda rusli útum allt. Finnst þetta soldið eins. En mér finnst mjög þarft að fjalla um þetta. Þetta er a.m.k. ekki alveg í lagi.“Frá Alþingi 2011 þegar þingmenn voru grýttir með eggjum. Árni Þór Sigurðsson fékk egg í höfuðið og liggur hér á jörðinni.Fréttablaðið/DaníelEggjakast á Alþingi Margrét rifjar upp ástandið í þjóðfélaginu í kjölfar falls bankanna haustið 2008. „Ef allir þingmenn, óháð kyni, sem sátu á þingi 2008-13 hefðu verið spurðir hvort þeir hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi vegna starfa sinna hefði ég sennilega verið ein af fáum sem hefði getað svarað þeirra spurningu neitandi með góðri samvisku - alveg óháð kyni,“ segir Margrét. „Ástæðan var bara sú að ég fór ekki í kirkju. Í þrígang voru allir þingmenn grýttir með eggjum og öðru við þingsetningu. Það var líkamlegt ofbeldi en ekki kynbundið.“
Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira