Sparitréin í Kjarnaskógi fá sérstaka kanínuvernd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2019 20:00 Kanínur eru algeng sjón í Kjarnaskógi. Þær geta samt ekki étið þessi tré sem sjást hérna á myndinni. Vísir/Tryggvi Páll Tré sem flokkast sem sparitré í Kjarnaskóg við Akureyri njóta sérstakrar kanínuverndar. Samband staðarhaldara og kanínanna í skóginum er svokallað ástar/haturs samband. Kanínur eru komnar til að vera í Kjarnaskógi og þykir mörgum gaman að sjá þessa loðbolta hoppandi um skóginn. Fylgifiskur þeirra er þó að sum tré eru í hættu yfir veturinn. „Þær bara byrja að naga þar sem snjólínan er og naga allan börk uppeftir. Ef að börkurinn er tekinn hringinn, þá er tréið dautt. Þannig að við ætlum að halda þessum reyni frá þeim. Þær allavega fá í tennurnar með því að bryðja þetta hæsnanet,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélag Eyfirðinga, á meðan hann sýnir fréttamanni kanínuvarnirnar.Ingólfur Jóhannsson er ýmsu vanur í Kjarnaskógi.Vísir/Tryggvi PállKanínurnar sólgnar í kirsuberjatrén Staðarhaldarar hafa girt í kringum eða vafið hænsnaneti utan um kirsuberjatré og aðrar sérstakar tegundir. Sparitréin. „Við erum að setja hérna Ask og Hlyn og sjaldgæfari tegundir. Það reynum við að verja,“ útskýrir Ingólfur.Hvað hefði gerst ef þið hefðuð ekki sett þessar girðingar hérna í kring?„Þá væru öll þessi tré bara nöguð og steindauð.“Þær eru svolítið óvægnar hérna í þessu?„Í þessu. Kirsuber eru náttúrúlega það besta sem kanínur fá þannig að þær eru mjög harðar á því. Þær eru ekkert hrifnar af birki og ýmsum öðrum tegundum.“Þetta tré væri steindautt ef þetta hænsnet væri ekki til að verja það fyrir kanínunum.Vísir/Tryggvi PállÞessi hegðun hjá kanínunum vekur mismikla hrifningu. „Stundum er maður ógeðslega fúll og ef ég missi kirsuberjartré þá er ég bara verulega reiður. Þær geta valdið okkur tjóni en hins vegar eru þær komnar til að vera hérna og við ætlum að lifa með þeim. Þetta verður svona ást og hatur áfram held ég.“ Akureyri Dýr Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Tré sem flokkast sem sparitré í Kjarnaskóg við Akureyri njóta sérstakrar kanínuverndar. Samband staðarhaldara og kanínanna í skóginum er svokallað ástar/haturs samband. Kanínur eru komnar til að vera í Kjarnaskógi og þykir mörgum gaman að sjá þessa loðbolta hoppandi um skóginn. Fylgifiskur þeirra er þó að sum tré eru í hættu yfir veturinn. „Þær bara byrja að naga þar sem snjólínan er og naga allan börk uppeftir. Ef að börkurinn er tekinn hringinn, þá er tréið dautt. Þannig að við ætlum að halda þessum reyni frá þeim. Þær allavega fá í tennurnar með því að bryðja þetta hæsnanet,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélag Eyfirðinga, á meðan hann sýnir fréttamanni kanínuvarnirnar.Ingólfur Jóhannsson er ýmsu vanur í Kjarnaskógi.Vísir/Tryggvi PállKanínurnar sólgnar í kirsuberjatrén Staðarhaldarar hafa girt í kringum eða vafið hænsnaneti utan um kirsuberjatré og aðrar sérstakar tegundir. Sparitréin. „Við erum að setja hérna Ask og Hlyn og sjaldgæfari tegundir. Það reynum við að verja,“ útskýrir Ingólfur.Hvað hefði gerst ef þið hefðuð ekki sett þessar girðingar hérna í kring?„Þá væru öll þessi tré bara nöguð og steindauð.“Þær eru svolítið óvægnar hérna í þessu?„Í þessu. Kirsuber eru náttúrúlega það besta sem kanínur fá þannig að þær eru mjög harðar á því. Þær eru ekkert hrifnar af birki og ýmsum öðrum tegundum.“Þetta tré væri steindautt ef þetta hænsnet væri ekki til að verja það fyrir kanínunum.Vísir/Tryggvi PállÞessi hegðun hjá kanínunum vekur mismikla hrifningu. „Stundum er maður ógeðslega fúll og ef ég missi kirsuberjartré þá er ég bara verulega reiður. Þær geta valdið okkur tjóni en hins vegar eru þær komnar til að vera hérna og við ætlum að lifa með þeim. Þetta verður svona ást og hatur áfram held ég.“
Akureyri Dýr Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00